Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1941, Page 32

Símablaðið - 01.12.1941, Page 32
42 SÍMABLAÐIÐ Bændafundurinn 1905. Miðaldra mönnum er enn í fersku minni sá stvr, er stóð um símamálið áður en það yrði leitt til lykta fyrir 35 árum siðan. Oft hefur hin pólitíska orrahríð verið grimm, en sjaldan munu átökin liafa verið meiri en í þessu máli. Svo mikil, að fullyrða má, að engum pólitískum leiðtoga siðari tíma liefði auðnazt að leiða það til ljTkta með sigri, öðrum en Hannesi Hafstein. Þegar Hafstein liafði gert ritsíma- samninginn við Mikla Norræna ritsíma- félagið, risu hinir pólitísku andstæðing- ar gegn honum af svo miklum krafti, að segja má, að öll þjóðin hafi látið sér skiljast, að taka yrði í taumana, til að afstýra því glapræði, sem hún áleit að verið væri að leiða liana út í. Fremstur í þeirra flokki var Björn Jónsson rit- stjóri Isafoldar, er var eindregið fylgj- andi loftskeytasamhandi. Þingmálafundir voru haldnir um land allt í mótmælaskyni við samninginn, vorið 1905. Af 52 fundum voru aðeins 5, er lýstu sig eindregið fylgjandi honum. 25 fund- ir kröfðust þess eindregið, að samning- urinn yrði felldur úr gildi, — og voru margir þeirra i kjördæmum eindreg- inna fylgismanna Hafsteins. Var því ekki annað sýnna, en þingið myndi eyðileggja hann. En þá sýndi Hannes Hafstein það, hyersu mildum foringjahæfileikum hann var gæddur, og vann sinn stærsta pólitíska sigur á sumarþinginu 1905, er ritsímasamning- urinn var samþykktur eftir mikil átök. Frægasti fundurinn í samhandi við þetta mál, var þó enginn hinna mörgu og heitu þingmálafunda, ekki heldur innan veggja þinghússins, lieldur Bændafundurinn svokallaði. Honum lýsir Klemens Jónsson svo í Hannes Hafstein á leið til þingsetningár 1905.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.