Símablaðið - 01.12.1941, Blaðsíða 40
50
SIMABLAÐIÐ
En það er ekki eingöngu á sviði launa,
sem símvirkjum er sniðinn þröng-
ur stakkur. Þótt eigi verði um deilt,
nema með útúrsnúningum, að sím-
virkjun er fag, engu síður en t. d. raf-
virkjun, vélsmíði o. f 1., þá hafa þeir þó
engin fagréttindi ennþá. Til þeirra eru
nú gerðar miklar kröfur um langt nám
og próf, jafnvel svo, að það tekur eigi
skemmri tíma en 8—9 ár, að komast í
byrjunarlaun 1. flokks simvirkja, ef
maðurinn byrjar sem nemandi. Þá hafa
þ(') simvirkjar enga tryggingu fyrir því,
að ekki sé hægt, hvenær sem er, að taka
algerlega ófaglærða menn inn í stofn-
unina og Iáta þá vinna einstök störf á
sviði símvirkja. Ennfremur er rétt að
benda á það, að 8—9 ára nám, er aðeins
lágmarkstími fvrir símvirkja að vinna
sig upp í 1. fl., en engan veginn er víst
að það gangi svo fljótt, heldur er það
eingöngu háð dutlungum símastjórn-
arinnar í hverju einstöku tilfelli. Tala
símvirkja er takmörkuð í hærri flokk-
unum, og ef fyrir er sú ákveðna tala,
þá geta ekki fleiri fengið þar inngöngu,
jafnvel þótt lokið hafi tilskildu prófi.
Að vísu hefir hámarkstala ])essi verið
rýmkuð frá því, sem fyrst var, en um
það er símastjórnin vitanlega algjör-
lega einráð. Námssamningur er plagg,
sem símvirkjanemar ekki þekkja, og
margir símvirkjar munu ekki enn hafa
fengið ráðningarbréf, þótt unnið hafi
mörg ár hjá stofnuninni.
Að þessu athuguðu vaknar hjá manni
sú spurning, hví símvirkjar séu skör
lægra settir en aðrar iðnstarfandi stétt-
ir í þjóðfélaginu. Tökum til dæmis raf-
virkjann. Hann fær námssanming, og að
loknu fjögra ára námi fær liann sveins-
bréf, og er þá lögverndaður í sínu starfi,
með fullum iaunum þegar í stað. Hann
á svo þá framtíðarmöguleika, að geta
orðið meistari og sjálfstæður í sínum
atvinnurekstri. Sama gildir og um aðr-
ar iðngreinir.
Það er erfitt að telja sér trú um, það,
að sá, sem gerir símvikjun að æfistarfi
sínu, eigi að vera ver settur en aðrar
hliðstæðar stéttir í þjóðfélaginu. Við
að vinna hjá opinberu fyrirtæki missa
þeir að vísu eitt sterkasta vopn allra
vinnandi stétta, verkfallsréttinn, en með
góðum skilningi hjá æðstu mönnum
stofnunarinnar á þörfum starfsmann-
anna, ætti að mega ná svipuðum ár-
angri án hans. Skilningur á því ætti
að vera fyrir hendi, að símvirkjum
ber að fá lífvænleg laun þegar að loknu
náiui. Hinn langi timi, 13 ár eða lengur,
til að komast i hámarkslaun, á að
hverfa. Eðlilegra væri þá að hafa náms-
tímann eitthvað lengri, t. d. reynslutíma
i 1 ár og svo námstími 4—5 ár. Yrði þá
gjarnan lögð áherzla á að ekki verði
G. BJARNASON & FJELDSTED e/m.
KLÆÐAVERZLUN og fyrsta flokks saumastofa.
HÖFUM ÁVALT FYRIRLIGGJANDí NÝTÍZKU FATAEFNI.