Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1947, Page 28

Símablaðið - 01.01.1947, Page 28
G S í M A B L A Ð I Ð Hiö skyndilega fráfall Friöbjarnar Aöal- steinssonar kom mjög á óvart. Þó hann heföi kennt sér nokkurs meins undanfariö, virtist engin ástæöa til að ætla, að hann hefði ekki náð fullri heilsu aftur. En enginn umflýr sitt skapadægur. Hann varð bráðkvaddur að morgni hins .19. ágúst s. 1., á leið frá Akureyri til Reykjavíkur. Með Friðbirni er hniginn í valinn sá mað- ur, sem um áratugi hefir verið samgrónari þeirri stofnun er hann vann við, en flestir aðrir. Hjá honum var aldrei kornið að tóm- um kofum ’um hvaða tegund simamála sem var aö ræöa. Frá fyrstu tíð lagði hann metnað sinn i það, að standa ekki öðrurn að baki um þekkingu og starfshæfni. Konr honum þar aö góðu haldi hið frábæra minni, er hann var gæddur. Með honum hefir símastofnunin misst einn fjölhæfasta starfsmann sinn. Friðbjörn var fæddur á Akureyri 30. des. 1890. Voru foreldrar hans Anna Guðmunds- dóttir frá Seyðisfiröi og Aðalsteinn Friö- björnsson, Steinssonar hins kunna bóksala 'á Akureyri. Að loknu gagnfræöaprófi á Akureyri lærði hann símritun hjá Mikla norræna rit- AÐALSTEIIVSSOA skrifstofustjóri. Fæddur 30. des. 1890. Dáinn 19. ágúst 1947. símafélaginu á Seyðisfirði. 14. maí 1908 gekk hann i þjónustu Landssímans, og vann sem símritari á Seyðisfirði og víðar. 1. jan. 1910 var hann skipaður símritari á Akureyri. Eftir þaö var hann símritari á Akureyri, Seyðisfirði og í Reykjavík, — jafnan þar, sem nlest á reyndi hverju sinni, — og um skeið settur símastjóri á ísafiröi, þá aðeins rúml. tvítugur að aldri. Árið 1916 stundaði hann nám í loftskeyta- fræði í Bergen, en var síðan falinn undir- búningur að stoínun loftskeytastöðvarinn- ar i Reykjavík. Fyrsti loftskeytastöðvar- stjóri hér á landi var hann skipaður 1. febr. 1917 og var jafnan síðan aðalráðunautur símastjórnarinnar um allt, sem aö loft- skeytaviðskiptum laut. 15. rnarz 1934 var hann settur skrifstofu- stjóri Landssímans, hinn fyrsti í þeirri stöðu. Gegndi hann þó jafnframt störfum loftskeytastöðvarinnar við R.vík-Radíó, — og haíði mikil afskipti af menntun loft- skeytamanna. —-o-— Friðbjörn sál. var einn af hvatamönnum þess, að Fél. ísl. símamanna var stofnað. En j)á var hann simritari á Seyðisfirði. Eftir að hann fluttizt til Reykjavíkur tók Framh. á bls. 25.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.