Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1947, Síða 33

Símablaðið - 01.01.1947, Síða 33
S Í M A B L A Ð 1 í) . 11 Minningar línumanns. (M'rtk Vopnalrirði tii MÞórshninar). Þaö var síöla sumars áriö 1914. Ég vaknaöi í tjaldi mínu einn morgun- inn viö það, aö Gerða rétti kaffikönnuna inn um tjalddyrnar og bauö góöan dag. Þetta var hun nú reyndar vön aö gera á hverjum morgni kl. hálf sjö, svo aö þaö var oröiö hversdagslegt og haföi engin áhrif á svefnværö sumra tjaldfélaga minna. En það voru engin griö gefin. Þenna morgun átti aö flytja ofan af Brekkna- lieiði, urðu því allir að taka saman dót sitt og felia tjöldin og vera búnir aö því helzt fyrir kl. sjö, en þá byrjaði vinnudagur okkar. Viö drukkum kaffiö i skyndi, klædd- um okkur og fórum svo að tína saman dót- iö, sem síöan var bundiö í bagga og reitt á klökkum, því að engir voru vagnvegir á þessum slóöum. Sá sem flutningana annaöist hét Konráö Oddsson. Hann hafði menn eftir þörfum sér til aðstoðar viö hestana. Voru það vald. ir menn. Því miklu skipti að allir flutning- ar gengju vel, einkum stauraflutningarnir, sem voru mjög erfiðir. Var hver hestur látinn bera og draga tvo staura í reiðing, oft langan veg, gáfust þeir oft upp, þótt þeim væri hlíft eins og hægt var. Var bændum mjög illa við aö lána símanum hesta, því að þeir gátu búist við, að fá þá aftur svo illa farna, að þeir yrðu aldrei 1940 og 1. nóv. sama ár varð hann verk- stjóri á Radíóverkstæði Landssímans. Frá 1. okt. 1943 var honum jafnframt falin umsjón útvarpsstöðvarinnar og stuttbylgju- stöðvarinnar á Vatnsendahæð. 1. júní 1946 sagði hann upp staríi sínu, og gekk í þjónustu flugmálastjórnarinnar, en er Landssíminn tók við Radíóflugþjón- ustunni 1. okt. 1946, varð hann aftur starfs- maður Landssímans. Einar Pálsson er Reykvíkingur, sonur Páls Magnússonar járnsmíðameistara og konu hans Guðfinnu Einarsdóttur. jafngóðir. Konráð var hestaflokksstjóri hjá Björnæs í mörg ár. Iíann taldi sig að virðingu standa jafnfætis „bezt-mannin- um“ og ekki bundinn af öðrum fyrirskip- unum en þeim sem komu beint frá verk- stjóranum. Hann var duglegur og úrræða- góður og natinn við hesta, en þótti nokkuö hávaðasamur, Þegar lestin var lögð á stað og búið að fara vandlega yfir tjaldstaðinn, svo aö ekkert yrði skilið eftir, gengum við línu- mennirnir til vinnu okkar út á línu. Þar . beið okkar sama verkið sem viö hurfum frá daginn áður, að grafa holur, bera grjót og reisa staura. Við hinir yngri tókum til vjnnu okkar þenna morgun með léttum huga, því nú var verið að flytja í síðasta tjaldstaöinn og bjuggumst við við, að geta lagt af stað heim eftir nokkura daga, ef allt gengi vel, vorum við lausninni fegnir. Það rigndi ákaflega þenna dag. Flestir okkar voru illa undir slikt veður búnir, hlífðarfatalausir og skófatnaðurinn mjög bágborinn. Örðugt var að fá nauðsynleg vinnuföt þar eystra. Heimsstyrjöldin fyrri ný haíin og þurrð á mörgum vörum. Svo voru síma- menn orðnir aðþrengdir vegna skóleysis, að einn tók i reikning sinn i verzl. Fram- tíðin á Vopnafirði fín boxcalfs-reiðstígvél sem kostuðu sjötíu krónur, þótti það flott verzlað með þriggja króna og tuttugu og fimm aura dagkaupi, enda slapp hann ein- hvern veginn við að greiða þann reikning ásamt fleiru. Vegiia beiðni nokkurra félaga minna pantaði verkstjórinn svo að lokum vinnu- skó úr Reykjavík, handa þeim sem viklu, en þeir reyndust vera úr efni sem ekki þoldi vatn, voru menn þvi bullvotir ef skúr kom úr lofti. Pappahælarnir duttu undan eða leystust upp svo naglarnir einir urðu eftir til mikilla óþæginda þeim sem á þeim gengu. Björnæs fylgdi okkur út á línu um morg-

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.