Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1947, Page 45

Símablaðið - 01.01.1947, Page 45
SÍMABLAÐIÐ 23 maöur viö skeytasendinguna. Skipandi rödd hans gefur til kynna að vinna £é haf- in, verkskiptingin er framkvæmd á frum- stæöasta liátt, einn átti aÖ gera þetta og annar hitt. Úr skúffu sem var full af samanbrotnum skeytum, var hvolft fram á borö, búnki af jólaheillum var til staöar. Þetta þurfti alit að lesast i sundur og raöa upp í ferðir, auk þess sem alltaf bættist nýtt viö, öll almenn skeyti voru færö inn. Strákur sem haföi veriö einn vetur í Ingimarsskólanum var látinn skrifa upp númerið á meöfylgjandi kvittun, eftir aö hafa numið nauösynleg- ustu undirstöðuatriöi um, hvar og hvað væri númer á skeytinu, annar skólamaöur sem var lengra kominn á námsbrautinni var íenginn stór búnki af kvittunum sem hann átti aö raða upp eftir númerum og svo koll af kolli, allt eftir hæfileikum og hæfni. Ivlukkan 9 þurfti allt aö vera tilbúið í ferðir, því þá er venjan aö senda fyrstu feröir út, ráðgert var aö 3 færu í hinar svokölluöu skrifstofuferðir, tveir áttu aö fara í vesturbæinn og þrír í uppbæinn, ut- anbæjar vildi helzt enginn fara, enda þótt æöi mikið lægi af skeytum bæöi í Soga- mýri og Kleppsholtið, auk þess nokkuð á Seltjarnarnes og Kópavog. Var nú hent gantan af, hver mundi verða hinn „heppni'4, . því fyrir nokkru, haföi verið keypt tvo mótorhjól, en heyrzt hafði ávæningur af að væri meira gert fyrir mennina en stofn- unina, en í rauninni var þannig, aö enginn . fékkzt helzt til að vera á, nema þegar sól- skin var og blíða, og í dag var annað þeirra bilað ; slitnað hafði í því kúplingsvír, sem margbúiö var aö sjóöa saman, en hrökk alltaf aftur. Um nýjan vir var ekki að ræða, því gleymst' hafði að fá nokkura varahluti, en voru nú ófáanlegir. Eftir nokkurt málþóf og þras um hvort fært væri á keðjulausu farartæki urn flug- hálar göturnar, eða hvort við værum tryggðir gegn fjörtjóni ef illa færi, úr- skurðaði yfirsendillinn þaö, að okkur bæri skilyrðislaus skylda að hlýða og gera hvað okkur væri skipað, og var hann hinn ótil- íátssamasti, enda þótt viö sendlarnir, af okkar litla viti og getu, reyndum að sýna frarn á það, að það væri sitthvað að segja fyrir verki, sem teldist forsvaranlegt en hitt, að senda menn útí það, sem einungis heppnin sjálf réði urn hvernig færi. Stælu þessari lauk með því að einn af okkar beztu mótorhjólamönnum bauðst til að fara, enda þaulreyndur og slingur náungi. Klukkan er 9. Ferðirnar eru að mestu tilbúnar, það hefur verið vel unnið, þratt fyrir glettni og spjall, en nú hefur yfir- sendillinn í mörgu aö snúast. Innan af rit- siinanum kveður við raust varðstjórans, sem kallar á hann að koma og fara yfii listana. Á kaffistofunni er rjúkandi kaff- — og margan langar í morgunsopa; það þarf að senda úti bakarí, undir boröinu hringir síminn, það er Langlínustöðin sem er meö íullt af kvaðningum sem þarf að sæ.kja, upp á þriðju hæð. Þaö er hrað- kvaðning vestur á Mela og forgangshraö í bát, sein á aö liggja viö Ægisgarð. Við sem erum orðnir gamlir í starfinu, fórum aö áætla hverjum sitt, og hugðum aö nýliöarnir mundu verða sendir út með ferðirnar út i bæinn, en við hinir heldur latnir raöa inni, bæöi í nýjar ferðir og margt annaö sem kallaöi aö, enda þekktum viö betur símnefni og kunnugleiki okkar í bænuni margfaldur á móts viö þá sem lítið eöa ekkert voru vanir, en það fór á annan veg. Ferðirnar hafði yfirleitt verið reynt að hafa ekki stærri en það, að hægt væri nokkurn veginn að bera þær út á tveimur tímum. Nokkurra ára reynsla haföi sann- fært okkur um þaö, að öllum jafnaði bæri maðurinn ekki meira út en sem svaraði 1 skeyti á hverjum 5 mínútum, en í þetta sinn var skammturinn allriflegur. Mitt hlutskipti varð að bera út í Þing- holtin, einn félagi minn sem var nýbyrjaður aö vinna þarna varð mér samferða upp á Lauíásveginn, en hann ætlaði beint sem leiö lá inn í Norðurmýri. Lá vel á honum, ,hugði hann gott til dagsins, bæði þess að nú yrði til einhvers að vinna og svo hins, að fólkiö í húsunum mundi taka vel á móti honum, þegar hann kæmi til þess hlaðinn af hamingjuóskum og jólakveðjum írá vinum og ættingjum. Ég var byrjaður aö bera út. Eg var bæði. meö kvaðningar, venjuleg simskeyti, og jólakveðjur. Jólakveðjuskeytin höfðu ekki verið færð inn, fylgdi þeim því engin kvitt- 1

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.