Símablaðið - 01.01.1947, Side 51
SÍMÁBLÁÐlt)
29
íliigþjónustunni, sem lög'ö hefir verið undir
Landssímánn, bætist við ný starfsgrein meö
tugum starfsmanna. Þessi öri vöxtur og
þessar miklu breytingar hafa óumflýján-
lega ahrif á félagsstarfsemi F. í. S. Þaö
er ekki lengur hægt aö velja stéttarsamtök-
unum forystu eftir persónulegum kynnum
og tiltrú alls fjöldans, eins og áður fyrr,
meöan stéttin var fámenn og allir þekktust
persónulega. Þaö getur heldur ekki bless -
ast, aö láta tilviljun eina ráða um það,
hvort flestir meðlimir félagsstjórnar F. í.
S. veljast úr einni deild. Símamannastéttin
er fjölmennasta stétt opinberra starfs-
manna, aö kennurum einum undanskildum.
Og hún er þeirra sundurleitust.
Innan hennar eru talsímakonur, símrit-
arar, verkamenn, skrifstofufólk, iðnaðar-
menn, loftskeytamenn, verkfræöingar,
verkstæöismenn, sendimenn, — allskonar
fagmenn o. s. frv. — fólk, sem valið hefir
sér lífsstarf við stofnunina og annað, sem
ætlar sér aö starfa viö hana aðeins um
stundarsakir.. — Kornungt fólk og aldrað
fólk. ,,Það er langt frá íslandi til himna-
ríkis“ og þaö er líka langt á milli stéttar-
og sjónarmiða hinna ýmsu einstaklinga
stofnunarinnar, og lifsviöhorfiö ólíkt.
Það er því ekki lítill vandi, sem hvílir
á félagsstjórninni, eða litlar kröfur, sem
gera veröur til hennar um skilning á við-
horfi þessara ýmsu starfshópa til íélags-
málanna og um þekkingu á kjörum þeirra.
iEða um vit til þess að taka svo á hinum
viðkvæmustu málum, — þar sem hags-
munaárekstrar kunna að verða, að ekki
vakli sundrungu innan félagsins. Því aðeins,
að hver einstök starfsdeild fái lagt fram
beztu krafta sína til þátttöku í stjórn fé-
lagssamtakanna, er það tryggt að aldrei
verði nein þeirra afskipt að nauðsynjalausu
og jafnan sé til staðar í *stjórn félagssam-
takanna þekking og skilningur á viðhorfi
allrar stéttarinnar.
Með tilliti til þessa breytta viðhorfs var
það, að aðalfundur F. í. S. ákvað að taka
lög félagsins til endurskoðunar og að á s. 1.
hausti var haldinn landsfundur. Lands-
fundurinn samþykkti ný lög, þar sem hið
nýja viðhorf er tekið til greina.
F. I. S. er áfram órofin heild. En reynt
er að sjá fyrir því. að hinar ýmsvt starfs-
deildir geti haft rneiri áhrif á sérrnál sín
með fundahöldum innan starfsdeildanna
og með áhrifum á stjórn félagsins. Ætti
hið síðarnefnda ekki sízt að verða deildun.
um úti á landi mikill styrkur.
Stjórnina skipa nú 7 menn, en fundi
hennar er ætlast til að 4 varamenn sitji
einnig. Með þessari fjölgun stjórnarmeð-
lirna og hinu nýja fyrirkomulagi á vali
þeirra er það að miklu leyti tryggt, að
flestar starfsdeildirnar eigi fulltrúa í
stjórninni, eða varafulltrúa, sem á rétt til
setu á stjórnarfundum og haft getur þar
áhrif á meðferð mála.
Þess ber því að vænta, að deildirnar noti
sér þá aðstöðu til.meiri áhrifa á gang mála,
sent hin nýju lög gefa þeim, — og að. það,
út af fyrir sig örfi allt félagslífið. Þeir aö-
ilar, sem fyrst eru nefndir í grein þessari,
hafa að sjálfsögðu rétt til að gerast með-
limir í F. í. S., þegar þeir uppíylla þau
skilyri, sent opinberum starfsmönnum ber
að uppfylla, — eða málum þeirra komið í
það horf, sem umrædd reglugerð gerir
ráð fyrir.
Annars gera hin nýju lög F. I. S. ráð
fyrir sambandi við önnur félög, — og
mætti á þcim grundvelli einnig takast sam-
vinna milli F. f. S. og þeirra. Verður það
mál að sjálfsögðu tekið til athugunar áður
langt um líður.
A. G. Þ.
Svo virðist sem togaraflotinn sé að verða
simanum hættulegur keppinautur um loft-
skeytamenn.
Hefur Símablaðið heyrt, að þrir símrit-
arar hafi sagt upp starfi sínit og sé á för-
um til að gerast loftskeytamenn á togur-
um. Er meðal þeirra einn af elztu símrit-
urunum, Guðmundur Pétursson.
Þarf ekki aö fjölyrða hve mikil hætta
sto.fnuninni stendur af því ef svo heklur
áfram. Hinsvegar er það staðreynd, að
launakjör símritaranna eru ekki satnbæri-
leg við launakjör loftskeytamanna á tog-
urum, og mun reynslan sýna að erfitt verð-
ur að spyrna hér við fótum,