Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 13
SIMABLAÐIÐ
23
1. gr.
Við síðustu málsgrein 25. gr. Starfs-
mannareglna landssímans, bætist svohljóð-
andi viðauki:
Auk þess ráðs, sem að framan greinir,
skal vera svonefnt Starfsmannaráð og skal
það skipað 6—7 mönnum, eins og hér segir:
Skrifstofustjóri landssímans, sem er sjálf-
kjörinn formaður ráðsins, og formaður
F.Í.S., yfirverkfræðingur landssímans, rit-
símastjórinn í Reykjavík, bæjarsimastjórinn
í Reykjavik og Hafnarfirði, og fulltrúi F.Í.S.,
sem félagið kýs til eins árs í senn. Þá hefur
Félag forstjóra pósts og síina rétt til að láta
fulltrúa frá sér mæta á fundum ráðsins,
með umræðu-, atkvæða- og tillögurétti,
Starfsmannaráði er heimilt að kalla á sinn
fund einstaka starfsmenn stofnunarinnar, ef
það telur ástæðu til.
Hlutverk Starfsmannaráðs skal vera sem
hér segir:
1. Að ræða og taka afstöðu til þeirra mála,
er varða launakjör starfsmanna, tillögur um
breytingar á launalögum, færslu milli launa-
flokka, skipun i stöður og frávikningu, svo
og önnur mál er varða hagsmuni stéttar-
innar eða einstakra starfsmanna, hvort sem
þau berast póst- og símamálastjóra, Starfs-
mannaráði, eða einstakir ráðsmenn hera
þau fram á ráðsfundi. Áður en Starfsmanna-
ráð tekur afstöðu til stöðuveitinga skal leita
álits næsta yfirmanns þeirrar stöðu, sem
sótt er um.
2. Að kynna sér hag og rekstur landssim-
ans, eftir því sem við verður komið, og gera
tillögur til póst- og' símamálastjóra um um-
bætur á rekstrinum, ef því finnst ástæða
til. Starfsmannaráð skal einnig leitast við
að auka áhuga starfsmanna á því, sem betur
mætti fara í stofnuninni, og er hverjum
starfsmanni heimilt að senda ráðinu tillög-
ur varðandi umbætur á rekstrinum, er orð-
ið gæti til liagsbóta fyrir stofnunina og
viðskiptamenn hennar, t. d., um endurbæt-
ur á símaafgreiðslu og tækni, hagkvæmari
vinnubrögð, rekstrarsparnáð o. þ. u. 1. Má
i þessu skyni veita ein verðlaun á ári sam-
kvæmt nánari reglum, er póst- og simamála-
stjóri setur, að fengnum tillögum starfs-
mannaráðs.
Starfsmannaráð gerir skriflegar tillögur
um málin til póst- og símamálastjóra.
Ef Starfsmannaráð er ekki sammála, hafa
einstakir fulltrúar, einn eða fleiri, rétt til
að semja sérálit, er fylgja skal tillögum ráðs-
ins til póst- og símamálastjóra.
Ef fulltrúar F.Í.S. eða F.F.P.S. eru ósam-
mála öðrum fulltrúum ráðsins um afgreiðslu
mála, skal álit þeirra og tillögur sent síma-
málaráðherra með tillögum póst- og síma-
málastjóra, ef lokaafgreiðsla málsins fer
fram hjá símamálaráðherra.
Starfsmannaráð skal halda fundi tvisvar