Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 45

Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 45
SIMABLAÐIÐ 51 það að þakka, að linur eru í jarðstreng og sæ- síma alla leið til Reykjavikur. Loftlínur, sem notaðar hafa verið fyrir fjarritasambönd, hafa yfirleitt ekki gefizt vel. í kjallara hússins eru miðstöðvarherbergi, frystiklefi, þvottahús, geymsluherbergi o. fl. Á efri hæð eru íbúðir starfsfólks. Herbergja- skipun er þar allgóð, en einbýlisherbergin hefðu mátt vera stærri. Þar eru og tvö her- bergi, sem ætluð eru fyrir gesti og þá fyrst og fremst símafólk, svo þið sjáið, félagar góð- ir, að það verður tekið á móti ykkur, ef þið lítið inn. Og varla trúi ég öðru, en að eitt- hvað verði til á könnunni. Annars hafa þessi gestaherbergi oft komið í góðar þarfir, sérstaklega á vetrum. Eins og allir vita, getur Holtavörðuheiði oft verið örðug yfirferðar, og oft kemur það fyrir, að ferðafólk, sem lagt hefur á heiðina, hefur orðið að snúa við, vegna ófærðar eða þa stórhríðar, og þar sem stöðin er rétt við heiðina, er eðlilegt að fólk leyti liingað, oft sárþreytt og hvíldarþurfi. Enda eru það ekki svo fáir, sem fengið liafa inni hér af þessum sökum. Það hefur sjálfsagt ekki vakað fyrir stofnuninni, að hér yrði neinn gistiliúsrekst- Starfsfólkið i Hrútafirði. ur, enda varla hægt að kalla þetta þvi nafni. En samt er ánægjulegt til þess að vita, að hér skuli þó vera svo vel fyrir öllu séð, að við getum tekið á móti fólki, sem í misjöfnum veðrum kemst ekki ferða sinna. Staður sá, er valinn var fyrir stöðina, er vægast sagt ljótur. Já, svo ljótur, að þótt leit- að hefði verið með logandi ljósi um allan Hrútafjörð, þá hefði ljótari blettur ekki fund- izt. Umhverfis er með öllu gróðurlaust, upp- blásnir melar og liæðadrög. Að vísu er þeg- ar búið að rækta allstóran blett í kringum stöðvarhúsið og er það til mikilla bóta. En hræddur er ég um, að við, sem hér búum nú, verðum flest komin undir græna torfu, áður en sagt verður með sanni, að umhverfið sé fallegt. Annars mun stöðinni hafa verið val- inn þessi staður með tiiliti til virkjunar Orms- ár. Ytra útlit hússins getur heldur ekki tal- ist fallegt. Ég held það sé óhætt að segja, að umhverfið og húsið klæði hvað annað. Sumir hafa sagt, er séð hafa „liöllina“, að þetta sé svona eins og myndarlegt fjós, með áfastri hlöðu. Þessi lýsing á ytra útliti húss- ins, er hreint ekki svo afleit. Nú finnsv víst mörgum, ég vera farinn að mála með nokk- uð dökkum litum. Það held ég nú samt ekki. Margir Hrútfirðingar, sem ég hef átt tal við, hafa verið mér sammála, þeim ,'innst umhverfið ljótt. Hér er svo að lokum stutt saga, höfð eftir manni, er hér dvaldi. Hann segir: „Ef ég ætti „verri staðinn“, og svo land það, sem Landssíminn á hér, ja, þá myndi ég sjálfur búa á þeim fyrrnefnda, en leigja hverjum sem hafa vildi hinn staðinn.“ Ekki leizt honum á sig hér. Ekki get ég nú verið þessum manni sam- mála. Hér er í alla staði gott að vera. Ná- grannar allir alúðlegt fólk, sem gott er að koma til, með afbrigðum gestrisið og vill allt fyrir okkur gera. Umhverfið skiptir í sjálfu sér ekki svo miklu máli, þegar maður nýtur fyllstu þæg- inda innanhúss, og hefur góða nágranna. Alls búa hér 12 manns, þar með talin börn. Þetta er eins og ein stór fjölskylda. Fólk býr hér saman i sátt og samlyndi, erjur og ósam- lyndi þekkist ekki. Á vetrarkvöldum eru tek- in fram spil, töfl, eða bara rabbað saman yfir kaffibolla, um landsins gagn og nauðsynjar. Flestir, sem hér búa, voru áður búsettir 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.