Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 29

Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 29
SIMABLAÐIÐ 35 var þennan dag 30 stig, og undruðumst við hvað þessir heimskautabúar undu sér þarna vel, syntu á bakinu, tóku tilhlaup og stungu sér í fallegum boga niður i vatnið. léku sér á allan hátt, auðsjáanlega vel upplagðir. — Skammt frá var brunnur, þar bólaði rétt á bakið á flóðhesti og var hann heldur letileg- ur. Þegar gæzlumaður bankaði í hann með priki, heyrðist uml og stunur, eins og vaknað við vondan draum. Smátt og smátt fór hann að opna gapið — og það var nú gaphús i lagi, gæzlumaður tók þá stóra fötu, fulla af róf- um, káli og ýmsum ávöxtum, og sturtaði því öllu í einu í ginið á þeim værukæra, sem tók vel við, lokaði gaphúsinu, — ekkert var tugg- ið, aðeins kjafturinn látinn aftur og marraði þá og gnast eins og í mulningsvél — háltið- inni lokið og látið fara vel um sig á ný, þar til næsta rófustappa yrði framreidd. Flest fýsti okkur að sjá óperu i Róm, og vorum við svo heppin að fá aðgöngumiða eitt kvöldið; annars voru sýningar á þeim um það bil að hætta á þessum tíma árs. Óper- an hét Norma. Var það sorgar-söngleikur í 4 þáttum, lögin eftir Vincenzo. Við sátum upp undir rjáfri í þessari feyki- lega flottu höll, svo heldur virtust leikarar smávaxnir frá okkur að sjá. í stúkunum, sem voru jafnhátt leiksviðinu, virtust vera mör- gæsir að vagga i kringum brúður, en þegar betur var aðgætt, var það aristókratíið í kjól og hvítt og frúr þess. Konungsstúka var fyrir miðju, mjög glæsilega skreytt. Leikurinn fór mest fram í skógivöxnu landslagi, og var leiksviðsútbúnaður allur mjög fullkominn. Leiknum tólcu áhorfendur með alveg eindæma fögnuði, ætlaði allt um koll að keyra af stappi og lófaklappi eftir hvert atriði; leikendur voru klappaðir og kallaðir fram æ ofan i æ. Fannst okkur eiginlega nóg um þessa hrifn- ingu, en þannig eru Suðurlandabúar, áhrifa- gjarnir og láta hrifningu sína eða vanþóknun svo ótvírætt í ljós, og fljótir að skipta yfir í gleði eða sorg, að þeir sannarlega geta grát- ið með öðru auganu og hlegið með hinu. Enginn má yfirgefa Róm, nema hann hafi áður farið um borgina að kvöldlagi -— spe- cial night tour via Rome by night — eins og það heitir á leiðarvísum fyrir ferðamenn. Það verður líka hverjum ógleymanlegt, sem fer um rómversku torgin Foro Romano, Foro Trojani o. fl., allar stærstu byggingar, torg, gosbrunnar, höggmyndir og önnur listaverk böðuð í ljósadýrð. Inn á nokkra nætur- skemmtistaði var farið, þar á meðal einn, sem átti að fyrirstilla bláa hellirinn á Caprí. Engu var likara en inn í raunverulegan helli væri komið, þaraflyksur lágu fram með veggjunum, og veggirnir sjálfir óreglulegir og slútandi eins og berg, ljóskastari á einum stað, sem átti að tákna sólaruppkomu, eins og hún lítur út í gegnum gatið á hinum raun- verulega helli á Caprí, sem svo mikið er látið af. Fjör var þarna og hljóðfærasláttur. Allir voru þeir næturskemmtistaðir, sem við kom- um á, sitt með hvoru móti, einn var algjör- lega með þýzku sniði, Iireindýra-, nashyrn- ingahausar á veggjum o. fl. í þeim dúr, setið á tunnum og þambaður bjór. Enn aðrir i fornaldarbrag, og þjónar í þeirra tíma bún- ingum gengu um beina. Danssýningar (floors- hows) voru á öllum stöðunum. Mátti þar sjá marga glæsilega meyjuna líða léttklædda um salina. Þeir veraldarvönu, sem þarna voru (ekki úr okkar hópi samt!) stóðu strax upp að sýningu lokinni, og buðu þeirri, sem þeim leist bezt á úr dansmeyjahópnum, að borðinu til sín, og voru þær þeirra svo lengi, sem ölið var á könnunni, og eitthvað af lírum í veskinu. Frjálslyndið og glaðværðin er ein- kennandi i þessum suðlægari löndum. Marinó Jónsson. LAXMAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.