Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 51

Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 51
SÍMAB LAÐIÐ 57 hvers vegna þeir hlógu allir svo hjartanlega. Þó þóttist ég þess fullviss aS ég hefði gert einhverja bölv. vitleysu á einhvern hátt, en hvað það var vissi ég auðvitað ekki. Eftir stutta stund fór skipshöfnin að jafna sig og var þá farið að útskýra fyrir mér þetta með Máriufiskinn. Held ég að þeim skýring- um gleymi ég aldrei eða nafni þessa fr:ega fiskjar í sögu ísl. sjómanna. Hins vegar var þessi fallegi stútungur ekki fyrsti fiskurinn, sem ég dró úr sjó og því ekki máríufiskur minn, því hann dró ég nokkru fyrr í róðri hjá föður minum, innan við Elliðaey. Ekkert vissi ég hvað varð um þann blessaða fisk og nafnið og venjur hans vegna þekkti ég ekki þá, og faðir minn sennilega gleymt að segja mér frá því. Í5g sagði Sigga formanni frá drætti þessa fiskjar, en ekki vildi hann viðurkenna að þ a ð væri Máríufiskur minn, ])ví þá hefði ég ekki verið JUSTERAÐLR liáseti, eins og hann orðaði það. Nú fór allt að ganga betur hjá mér og dró ég svona álíka og Sigurður Sæm. og Óli. For- maðurinn fór, að mér fannst, að veita mér athygli og sýndust mér brúnir hans léttast og þótti vænt um. Hann dró stanzlaust að kalla mátti og alltaf var hann fyrstur að setja i fisk eftir að kippt hafði verið. Ekki var ég alls kostar frí við sjóveiki en reyndi að harka hana af mér og bera mig mannalega. Sátum við á færum á þessum slóðum eitthvað framyfir hádegið og fiskuð- um sæmilega. Mig minnir klukkan hafi verið um tvö, þegar formaðurinn sagði að hafa uppi og skyldi þá þeim haldið. Höfðum við ennþá indælasta veður, sólskin og nærri logn. Ekki höfðum við lengi róið i hægðum okk- ar, þegar allt í einu kom upp úr sjónum eitt- hvert ógnarlegt ferlíki skammt frá okkur, tók sig upp fyrir yfirborðið og féll svo niður með feikna busli og boðaföllum. Mér brá al- deilis voðalega mikið og spurði með ákefð, hvað þetta væri. „Þetta er bölvaður Léttir,“ svaraði Sigurður formaður, allþungur á brún- ina og spýtti um leið út fyrir borðstokkinn svo langt að aldrei hafði ég séð slíkan „fitons- kraft“ í þeirri íþrótt. Duttu mér nú í hug allar sögurnar, sem ég hafði heyrt um Létti, hvernig hann reyndi stöðugt að færa allt i kaf sem flyti, hversu áleitinn hann hefði verið sagður við báta hér við eyjar og víðar og jafnvel valdið mann- tjóni. Nú var þessi voða skepna hér á ferð- inni og virtist vera einhver bölvaður ærsla- gangur í henni, sem ég sá að skipverjum var alls ekki sama um. Rétt seinna kom hvalurinn upp aftur og þá rétt aftan við bátinn og þurrkaði skepn- an sig alveg upp úr sjónum, svo ég sá hann mjög greinilega. Þetta var stærðar hvalur og varð ég alveg logandi hræddur og steinhætti að damla með árinni, sem ég skil ekkert í að ég skyldi ekki missa úr skjálfandi hönd- unum. Ég sá að körlunum liafði brugðið mjög mikið við þessar aðfarir fiskjarins og lái ég þeim það ekki, því hér vár ekkert lamb að leika við. Sigurður formaður skipaði nú að róa í einlægum krókum,, því hann sagði að Léttir gerði ávallt ráð fyrir að báturinn færi beint, en bátinn vildi hann nú færa i kaf og granda. Við breyttum strax stefnu og reynd- ist ályktun formannsins rétt, því nú kom hvalurinn upp í allt 'annarri átt en þar sem við vorum, töluvert frá okkur og skall niður með feikilegum boðaföllum, mjög nálægt þeim stað, sem við sennilega hefðum verið á, ef stefnunni hefði ekki verið breytt. Eftir nokkra stund kom hann enn upp og nú rétt við hliðina á okkur og urðu boðaföll svo mikil, að mér datt ekki annað i hug en bát- inn myndi fylla og við farast. „Mikil bölvuð læti éru þetta í hval-skratt- anum,“ hrópaði ég lafhræddur, en enginn anzaði mér. Aðeins Óli gamli renndi til mín augunum og var ómögulegt annað en skilja það augnatillit öðruvísi, en sem beiðni um að steinþegja. „Vendum nú á bak og fijótir nú!“ skipaði formaðurinn og rerum við, sem við gátum mest og í öfuga átt við það, sem við gerðum áður. Nú kom hvalurinn upp nokkuð langt frá okkur og breyttum við þá enn stefnu. Svona gekk þetta lengi, að við rerum í ein- lægum hlykkjum og alltaf var djöfsi að koma upp og skella sér, ýmist nálægt eða fjarri okkur. Var ég orðinn alveg slituppgefinn og fannst þessi andsk. eltingaleikur hafa stað- ið eilifðartíma, þegar loks við sáum stórfisk- inn koma upp og skella sér langt burtu frá okkur, og sáum hann svo ekki meira. Ég held ég hafi aldrei verið hræddari um líf mitt en í þetta skipti og er það kannske
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.