Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 15

Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 15
SIMABLAÐIÐ 25 Hvers eðlis sem þau eru, verða þau hér eftir rædd, og tillögur gerðar á vettvangi, þar sem félagssamtökin eiga fulltrúa jafnréttháa fulltrúum stofnunarinnar, — og þar, sem starfsfólk stofnunarinnar verður að treysta því, að enginn sé misrétti beittur. Að vísu ber þess að gæta, að sjálft veitingavaldið er ekki i liöndum þessa ráðs. Hins vegar er því gefið það mikið áhrifavald, að telja verður víst, að veitingavaldið gangi ekki gegn rökstuddu áliti þess. Það skiptir þá líka mestu máli, að í ráðið veljist jafnan menn, sem meta rök hvers annars, og temja sér þau vinnubrögð, sem vekja traust beggja aðiia. Menn, sem geta unnið saman að farsælli lausn mála. En verksvið ráðsins er víðtækara en personalmálin ein. —- Það er tvi- þætt: — Það á einnig að láta sig skipta rekstur stofnunarinnar, — og getur á þann hátt liaft mikil áhrif á skipulag hennar, nýtingu starfskrafta, vinnu- aðbúnað og alla sambúð yfirmanna og undirgefinna. Einnig þessi skipun mála er alger nýjung hér á landi, — og her von- andi þann árangur, að til fyrirmyndar verði öðrum opinberum stofnunum. Reglugerðarbreyting þessi var samin af fulltrúum beggja aðila og síðan samþykkt af póst- og símamálastjóra og félagsráði F.Í.S. Því er ekki að leyna, að F.l.S. tekur á sig mikinn vanda með þessari nýju skipan. Því ber að sýna, að það sé þess trausts verðugt, sem því nú er sýnt, ekki síður en 1936, og stuðla að því í einlægni, að starfsmannaráðið skapi öryggistilfinningu innan stéttarinnar og stuðli að fyrirmynd í rekstri stofnunarinnar. Á það hefur símamálaráðherrann treyst. Og þvi trausti skulum við ekki bregðast. A. G. Þ. HAGALAGÐAR Þegar A. B. C. las „Brennivínsþanka“ þrí- menninganna á aðalskrifstofunni í síðasta blaði, varð honum að orði: „Skrifaranna sagður er, (sem og minn er) versti ljóður það, að (bæði) þeim (og mér) þykir sopinn allt of góður“. ★ Loftskeytamaður einn, Jón að nafni, þreytti oft kveðskap við háseta á þann hátt, að láta hann botna, og stóð aldrei á botnunum. Loks varð hásetinn þreyttur á þessu og sendi Jóni þessa stöku: „Nonni, þótt rímið rugli, reyndur í orðastagli. Ferst honum eins og fugli: Fellur af einu hagli. Hætti Jón þá allri vísnagerð. O. H. ★ Þegar váleg vandræðin valda bágum kjörum, undrast má hvað andskotinn oft er þá á vörum. A.B.C. ★ Maður getur lengi lært, — lífið er upp og niður —: Allt er nú orðið fimmtugum fært, sem fertugum veittist miður. A.B.C.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.