Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 18
28
SIMABLAÐIÐ
hefir slíkt veriö gert, og þá hafnað af
forráðamönnum simans? Það væri
fróðlegt að fá einhver svör við þessu.
Nú er vetur genginn í garð, talsverðan
snjó hefur þegar fest á jörð í vetrarbyrjun,
og við sem á stöðvunum í nágrenni Reykja-
víkur vinnum, rennum ósjálfrátt huganum
til liðinna vetra. Koma þá fljótlega í hug-
ann erfiðleikarnir við vetrarferðirnar til og
frá stöðvunum, og er lítt fýsilegt til þess að
hugsa, að sagan niuni endurtaka sig. Það
hefur ekki verið fátítt undanfarna vetur, að
starfsfólkið hafi verið teppt á stöðvunum
allt að sólarhring, samfleytt, auk þess sem
það hefur verið fleiri klukkustundir að brjót-
ast á milli, vegalengd, sem þó ekki tekur
nema 20—25 mínútur að aka, við venjuleg
skilyrði.
Það er erfitt að fást við Vetur konung, og
seint eða aldrei munu erfiðleikar við vetrar-
ferðir á íslandi verða yfirstígnar með öllu.
Nýir vegir hafa verið og er verið að leggja,
að Rjúpnahæð og Gufunesi, lagðir á þeim
slóðum, sem helzt standa vonir til að fært
verði í lengstu lög, þó að þyngi af snjó. Lru
vegir lagðir með hliðsjón af snjóalögum lið-
in ár, og reynslu kunnugustu manna í þeim
efnum. Það mun þó vafalítið kreppa að á
þessum leiðum, sem hinum fyrri, og sam-
gönguerfiðleiltar fyrri vetrar þvi endurtaka
sig, þó ef til vill verði ekki eins tið brögð að.
Við því verður víst seint eða ekki gert, en
það er ýmislegt annað, sem mætti bæta, og
það ón mikils tilkostnaðar.
Þegar svo hefur staðið á, að tvær vaktir
hafa verið veðurtepptar, i Gufunesi, allt að
sólarhring, hefur fólkið skipzt á um vinn-
una, en þeir sem lausir hafa verið hverju
sinni, hafa þá reynt að hvíla sig. En skil-
yrði til slíks eru bókstaflega eng'in, þrátt
fyrir næg húsakynni. Hefur fólkið því legið,
eða hangið hingað og þangað, eins og hund-
ar, og geta allir gert sér í hugarlund hve
mikil hvild er að því, að hanga á stól, liggj-
andi fram á hendur sér á borði, eða liggja
ef til vill einhvers staðar úti í horni, á grjót-
hörðu gólfinu, með lítið eða ekkert ofan á
sér. Ekki þyrfti nú mikið til að kosta, þó
fengin yrðu nokkur bráðabirgða rúmfleti
(beddar), og nokkrar ullarábreiður, til að
fólkið gæti notið ofurlítillar hvíldar, milli
þess sem það væri að vinna, þegar svona
stendur á.
Við þreytu og svefnleysi bætist svo það, að
allur matur, sem fólkið hefur haft með sér
að heiman, er venjulega uppétinn um það er
venjulegum vaktartima lýkur, og er þá ckki
um annað að ræða en svelta, þar til komið
er heim, hversu lengi, sem það kann að drag-
ast. í slíkum tilfellum hafa stöðvarstjórarn-
ir, sem búsettir eru á staðnum, hlaupið undir
bagga, og miðlað af sinni takmörkuðu getu,
en 12 til 15 manns eru ekki lengi að gleypa
matarforða litillar fjölskyldu, sem miðaður
er við að dugi frá degi til dags. Enda hefur
oft komið fyrir, að allt var uppétið, sem ætt
fannst i stöðvarbyggingunni, og dugði ekki
til.
Það mun hafa verið farið fram á það, við
forráðamenn símans, að þeir gerðu einhverj-
ar ráðstafanir í þessum efnum, stöðvunum
aflað einhverra frumstæðra viðlegugagna, og
að einhver smávegis matarforði, nokkrar dós-
ir af niðursoðnum mat, væri hafður til taks
á stöðvunum, til þess að bæta úr þessum
nauðþurftum starfsfólksins. Þetta mun hafa
hlotið litinn hljómgrunn hjá þeim sem við
var rætt, að minnsta kosti hefur ekki bólað
á neinum slikum ráðstöfunum, af stofnunar-
innar hálfu.
Ég er sannfærður um, að væri úr þessu
bætt á einhvern hátt, myiidi það mælast mjög
vel fyrir, og hugur starfsfólksins til þeirra,
er með forráðin fara, mundi að minnsta
kosti ekki versna.
Vetur er genginn i garð, snjór á jörðu, og
vafalítið bíða okkar, af hans hálfu, sömu
erfiðleikarnir og undanfarna vetur. Gaman
væri að mega eiga von á því, að erfiðleikar
þessir yrðu að einhverju leyti mildaðir, okk-
ur, sem við þá eigum að etja.
Það eru ekki mörg ár síðan talið var sjálf-
.sagt að umgirða alla skrautgarða háum mann-
heldum girðingum, svo að við vegfarandan-
um blasti sí og æ sami steingrái kuldablær-
inn, nema hvað trjágróður teygði sig hér og
hvar upp fyrir þessa fangelsismúra, mót sól
og frelsi, og tókst þannig, þrátt fyrir viðleitni