Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 43

Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 43
SIMABLAÐIÐ 49 ast þá raun. — Mikil þrekraun var einnig fyrir hann að sigla í síðasta stríði, mestan tímann á hættusvæðinu milli íslands og Bretlands, meðfram Bretlandsströndum, með tundurdufl á bæði borð og kafbáta í kjölfarinu, og árásarflugvélar yfir böfði sér, og sigla svo á brezkar hafnir, sem lágu undir loftárásum dag og nótt. Vonandi nýtur Landssími íslands starfskrafta lians um langa framtíð og línum þessum fylgja beztu framtíðar- óskir. V. E. * Asmundur IUagnússon starfsmaður á skiptiborðsverkstæði landssímans verður 65 ára 13. des. Fæddur er hann að Garðhúsum í Gaulverjabæ, og voru foreldrar bans Oddný Jónsdóttir og Magnús Snorra- son. Til Reykjavíkur fluttist bann 1907 og gerðist liáseti á fiskiskútum. Til Kanada fór hann árið 1913 og vann þar á búgarði, bæði við búsdýra- gæzlu og fiskiveiðar á stórvötnum Ivanada. Var oft verið að þeim veiðum í stórhríðum og hörkufrosti — og mönnum ekki hlift. Á þeim árum var mikill áróður fyrir því, að fá unga menn í herinn og illverandi þar vestra fyrir útlendinga af þeim sökum. Fór Asmundur heim 1917 og gerðist liáseti á ýmsum farþega- og flutningaskip- um, svo sem Gullfossi, Sterling og Esju gömlu. Síðan árið 1926 hefur Ásmundur unnið á viðgerðarverkstæðum Lands- símans og Bæjarsímans. — Hann er maður þéttur á velli og þéttur í lund, og ber öll framkoma bans í starfi vott um það, að liann hefur alizt upp í ströngum skóla. j Sctha Hahtat Eftirfarandi vísuupphöf sendir A. B. C. fél.deildum skrifstofufólks og ritsímafólks í Reykjavík til að botna. Ætlast er til þess, að um keppni verði að ræða milli þessara deilda um það, hvor skili snjallari botnum, og teljist því hafa betri hagyrðingum á að skipa. Mun það dæmt af hinum fær- ustu mönnum og úrslit birt hér í blað- inu. Upphöfin eru þessi: I Stendur gnoð er steitti land, steind er súðin, víða skeind. ★ II Gvendur knörrinn gerði í stand, — grundar-verk, af stakri lund. Sjálfur hefur A.B.C. botnað þannig: 1 Gvendar, til að gera í stand, greind ég treysti og langri reynd. ★ II endur-fyrri ára-gand undi við að leggja á sund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.