Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 28

Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 28
34 SIMABLAÐIÐ lin-vefnaður, og málverk svo þúsundum skipti, eftir snillingana Michelangelo, Rafael, Giovanni, Niceolo, Beato Angelico, Melozzo da Forli, Aravaggio, Murillo, Pinturicchio o. fl. o. fl., sem ég kann ekki að nefna. Þá voru höggmyndir í hundraðatali með sama dásam- lega handbragðinu. Þegar komið var í Sistine-kapelluna misst- um við andann, við gátum ekki melt meira í bili. Þar blasti við margra ára vinna Mich- elangelo, veggir og loft allt málað bibliul myndum, heilu atburðirnir úr hinni helgu bók, — og svo var þetta málað, að það virð- ist einna helzt að myndirnar væru lausar við vegginn (þriðja víddin). Ég bað guð að hjálpa mér, ef það væri nú kominn abstrakt- mynd innan um þetta, það væri hreinlega að leggja guðs nafn við hégóma. Margt listamanna frá ýmsum þjóðum var þarna að mála eftir myndum meistaranna — það leyfðist — en myndavélar mátti enginn hafa með sér inn, þær voru geymdar í and- dyrinu. 10 þúsund manns skoðar daglcga þetta fremsta listaverkasafn heims. Þá var skoðað hið forna rómverska hring- leikahús Coloeeum. Byggingu þess lauk Titus keisari við, lærisveinn Páls postula, árið 80 e. K. Sjötíu þúsund þrælar unnu við þessa byggingu í 10 ár. Hún er ekkert smásmiði, lengdin er 188 metrar og breiddin 156 m., rúmar 87.000 áhorfendur. Nokkuð er byggingin farin að láta á sjá, þótt efniviðurinn sé staðgóður, en hún er byggð og hlaðin upp úr tilhöggnum björgum og hver steinn vegur fleiri tonn. Hvernig þetta hefur verið gert, er víst jafnóljóst og bygging Pyramídanna. Hleðslan var af undra- verðum hagleik, hvernig þessi björg voru til- höggin, fleyguð og bundin saman í þessari risavöxnu byggingu, með þeim tækjum sem þá voru fyrir hendi. Fjöldi klefa voru á neðstu hæð, þar sem villidýrin voru, áður en þeim var hleypt á mannskapinn. Til skemmt- unar voru einnig einvígi hinna hraustu gla- diatora, það er hinna sigruðu. Margir aðals- menn af tignum ættum voru neyddir út i þennan hildarleik af hinum ofmetnaðarfullu og sigurglöðu keisurum. Einkennilegt klaustur eða kapellu komum við i; fylgdi okkur munkur. Gengum við fram hjá 8 herbergjum, sem voru mjög skreytt. Þegar við komum inn í eitt þeirra, rak okkur í rogastanz: skreytingar i öllum herbergjunum voru úr mannabeinum; það var nú eitthvað annað en við höfðum áður átt að venjast. Ljósakróna ein mikil hékk niður úr loft- inu, voru það hryggjarliðir, þræddir upp á band, útflúrað með mjaðmabeinum, augn- köllum o. fl. úr hinum mannlega líkama. 1 loftinu fyrir ofan ljósakrónuna — ef ljósakrónu skyldi kalla — var haglegur ljósa- skjöldur úr herðablöðum. Fram með veggj- unum var nosturlega hlaðið lær- og hand- leggjum og skreytt með hauskúpum á milli. ■— Klaustur þetta er ævafornt, og nú eingöngu notað sem fornminjasafn; laða þessi huggu- legheit ekki lítið ferðamenn. Munkarnir fyrr á tímum hafa hirt bein hinna framliðnu bræðra og varðveitt á þennan smekklega hátt. Klefarnir, sem þeir héldu til í, voru með sömu ummerkjum og til forna. Smá op á hurðinni, til að rétta þeim matinn i gegnum — því suma mátti sem minnst trufla við lest- ur, skrift og bænahald. Lítið borð og trefleti var allur húsbúnaðurinn. Heljarmiklir doð- rantar lágu á borðinu, og mátti ekkert viö þetta koma, þvi það var skoðað sem ákaflega mikið verðmæti frá fornminjalegu sjónar- miði. Farið var um nokkurn hluta dýragarðsins i Róm; voru þar fjöldi dýra, ljón, fílar, giraff- ar, nashyrningar, sæljón, fjöldi tegunda fugla, 10 isbirnir svömluðu þar í stórri tjörn, hitinn Þessi fagri salur sér aftur dagsins ljós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.