Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 14
24
SIMABLAÐIÐ
í mánuði, eða ot'tar, ef þörf krefur. For-
maður boðar ráðsfundi ásamt dagskrá, og
stjórnar þeim. Starfsmannaráð kýs fundar-
ritara til hálfs árs í senn. í fundarbókina
skal skrá m. a. allar ályktanir starfsmanna-
ráðs og skrifa allir ráðsmenn, sem f'nnd
sitja undir fundargerðina að fundi loknum.
Fundur í Starfsmannaráði er ályktunar-
fær, ef 4 ráðsmenn eru mættir, og sé einn
þeirra fulltrúi F.Í.S., enda heyri mál þau,
sem fyrir fundinum liggur, undir einhvern
þeirra.
A fyrsta fundi ráðsins eftir hver áramót,
skal ákveða fasta fundardaga og fundartímu
fyrir komandi ár.
Umræður á fundum ráðsins, er varða ein-
staka menn persónulega, skulu vera trúnað-
armál.
2. gr.
Reglugerð þessi gengur í gildi nú þegar.
Póst- og símamálaráðherrann, 20. júlí 1953
Björn Ólafsson
/
Guðmundur Hlíðdal
Eins og reglur þessar bera með sér, hefur orðið sú mikla breyting á
meðferð personalmála, að þau eru ekki lengur rædd á lokuðum fundi síma-
málastjórnarinnar, og út frá meira og minna einldiða sjónarmiði.
Jllg
v :
Fyrsta Starfsmannaráð Landssímans.
Talið frá vinstri: Andrés G. Þormar, Bjarni Forberg, Maríus Helgason, Einar Pálsson.
Gunnlaugur Briem, Ólafur Kvaran.