Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 55
SIMASLAÐIÐ
61
Swmahlaðið
er gefið út af Félagi isl. símamanna.
Ritstjóri:
A. G. ÞORMAR.
Ritnefnd:
Aðalsteinn Norberg, Árni Árnason, Erna
Árnadóttir, Emil Jónasson, Haukur Er-
lendsson og Sæmundur Simonarson.
Pósthólf 575, Rvík.
Prentað í Félagsprentsmiðjunni h.f.
Að gefnu tilefni vill Símablaðið taka það
fram, að það birtir ekki greinar, hvers cfnis
sem eru, sé henni ekki kunnugt hver hölund-
urinn er. Þetta vill blaðið biðja þá að at-
huga, sem eiga óbirtar slíkar greinar hjá því.
* * *
Verðlaun fyrir vísubotna.
Fáir urðu til þess að senda blaðinu dom
sinn um vísubotnana, sem birtir voru i sið-
asta blaði. En dómnefndin var sammála um
að vcita verðlaun fyrir þessa botna frá sama
manni, en það var skilyrði fyrir verðlaun-
unum:
I. Draugar kátt í draumi brátt,
draugaháttum mæla.
II. Gott er að berja barlóminn,
beitivind hins ríka.
Höfundur Árni í Eyjum, og getur hann nú
vitjað verðlaunanna.
unum í bókhaldi, en yfirmanninum,
sem hefur ekki reynslu til að geta gert
sér ljósa vinnuna, sem á bak við ligg-
ur.
Allt þetta á að dragast fram úr þeirri
deyfð og afskiptaleysi, sem það hvílir
í, sökum skorts á lifandi sambandi
milli yfirmanna og undirmanna, svo og
örfandi tiltrú.
Landssíminn hefur því stigið hér
merkilegt spor, til að örfa starfsgleði
og gott samstarf i stofnuninni.
A. G. Þ.
Úr bréfum
til Símablaðsins
Ég vildi gjarnan koma á framfæri máli,
sem kannske er svo lítið, að ekki taki þvi
að vekja máls á því. En það er það ósam-
ræmi, sem er i því, hvaða stofnanir gefa
starfsfólki sínu fridag á sumrin til berjaferð-
ar eða skemmtiferðar. Það er vitað, að yms-
ar opinberar stofnanir gefa þetta fri með
tregðu, — og af lítilli rausn, en aðrar aftur
á móti kannske af fullmikilli rausn eftir þvi,
sem á það er litið. — Sumir yfirmenn stofn-
ananna hafa skilið rétt tilgang þessa fridags,
— og lagt sig fram um að ná honum, sein
sé, að gefa fólkinu sérstakt tækifæri tii að
kynnast hvert öðru, og vera sjálfir með í
hópnum. Aðrir forstjórar sitja einhvers stað-
ar á háum palli og blanda aldrei geði við
fólkið. Þó geta áhrif slíks dags náð til góðs
langt inn á svið hins daglega starfs.
Á það vildi ég líka minnast, að fólk við
opinberar stofnanir utan Reykjavíkur fer yf-
irleitt algerlega á mis við þessa hollu upp-
lyftingu. Ég vil því segja þetta:
Ég held, að annað hvort eigi að hætta þess-
um frídögum, eða gera um þá þær reglur, að
öllum sé gert jafnt undir höfði og yfirmönn-
um sé skylt að taka þátt i þessum frídegi,
svo að hann megi ná tilgangi sínum. Lóa.
Símablaðið er á sama máli.
★
Vill Símablaðið ekki koma eftirfarandi á
framfæri:
Voru ekki einu sinni veitt verðlaun fyrir
að skara fram úr í símritun? Væri ekki hægt
að taka það upp á ný, — og jafnvel á fleiri
sviðum? R.
Símablaðið getur upplýst, að nokkur und-
anfarin ár hefur verið veitt viðurkenning
fyrir fyrirmynd í símaafgreiðslu.
* ¥ ¥
A. Jói fór að eignast tvibura!
R. Blessaður vertu.. Hann sem giftist síma-
mey.
A. Jæja, — svo hann hefur þá fengið skakkt
númer.