Símablaðið - 01.12.1953, Side 43
SIMABLAÐIÐ
49
ast þá raun. — Mikil þrekraun var
einnig fyrir hann að sigla í síðasta
stríði, mestan tímann á hættusvæðinu
milli íslands og Bretlands, meðfram
Bretlandsströndum, með tundurdufl á
bæði borð og kafbáta í kjölfarinu, og
árásarflugvélar yfir böfði sér, og sigla
svo á brezkar hafnir, sem lágu undir
loftárásum dag og nótt.
Vonandi nýtur Landssími íslands
starfskrafta lians um langa framtíð og
línum þessum fylgja beztu framtíðar-
óskir.
V. E.
*
Asmundur
IUagnússon
starfsmaður á skiptiborðsverkstæði
landssímans verður 65 ára 13. des.
Fæddur er hann að Garðhúsum í
Gaulverjabæ, og voru foreldrar bans
Oddný Jónsdóttir og Magnús Snorra-
son.
Til Reykjavíkur fluttist bann 1907
og gerðist liáseti á fiskiskútum.
Til Kanada fór hann árið 1913 og
vann þar á búgarði, bæði við búsdýra-
gæzlu og fiskiveiðar á stórvötnum
Ivanada. Var oft verið að þeim veiðum
í stórhríðum og hörkufrosti — og
mönnum ekki hlift. Á þeim árum var
mikill áróður fyrir því, að fá unga
menn í herinn og illverandi þar vestra
fyrir útlendinga af þeim sökum. Fór
Asmundur heim 1917 og gerðist liáseti
á ýmsum farþega- og flutningaskip-
um, svo sem Gullfossi, Sterling og Esju
gömlu.
Síðan árið 1926 hefur Ásmundur
unnið á viðgerðarverkstæðum Lands-
símans og Bæjarsímans. — Hann er
maður þéttur á velli og þéttur í lund,
og ber öll framkoma bans í starfi vott
um það, að liann hefur alizt upp í
ströngum skóla. j
Sctha Hahtat
Eftirfarandi vísuupphöf sendir A.
B. C. fél.deildum skrifstofufólks og
ritsímafólks í Reykjavík til að botna.
Ætlast er til þess, að um keppni verði
að ræða milli þessara deilda um það,
hvor skili snjallari botnum, og teljist
því hafa betri hagyrðingum á að
skipa. Mun það dæmt af hinum fær-
ustu mönnum og úrslit birt hér í blað-
inu.
Upphöfin eru þessi:
I Stendur gnoð er steitti land,
steind er súðin, víða skeind.
★
II Gvendur knörrinn gerði í stand,
— grundar-verk, af stakri lund.
Sjálfur hefur A.B.C. botnað þannig:
1 Gvendar, til að gera í stand,
greind ég treysti og langri reynd.
★
II endur-fyrri ára-gand
undi við að leggja á sund.