Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Page 18
18 FIMMTUDACUR 10. NÓVEMBER 2005 Sport DV Fiinmta uinferð Iceland-Expess deildar karla fer fram í kvöld og DV notar tækifærið í dag til þess aö fara yílr það hvaða leikmenn hafa skarað fram úr í tölfræðinni í fyrstu fjórum umferðunum. íslenskir leikmenn eru áberandi á listunum en aðeins einn er þó meðal stigahæstu manna. Eugene hefur skoraö FLEST STIG AÐ MEÐALTALI í LEIK mest Körfuboltinn heldur úti ítarlegri tölffæði- skráningu í efstu deiidum si'num og út frá þessari tölffæði má sjá hvar leikmenn eru að skara fram úr á hinum ýmsu sviðum tölfræð- innar. Það er aðeins einn íslenskur leikmaður sem er meðal ti'u stigahæstu manna - Páll Axel Vilbergsson úr Grindavík - en íslenskir leikmenn eru hinsvegar áberandi á hinum tölfræðilistunum og það eru íslendingar sem hafa gefið flestar stoðsendingar, stolið flest- um boltum og varið flest skot það sem af er Það eru Suðurnesjaliðin Njarövík og Keflavfk sem eru einu ósigruðu liðin í Iceland-Express deild karla en Kefla- víkurliöiö hefur reyndar aðeins lokið þremur leikjum vegna þátttöku sinnar í Evrópukeppni. Á hinum enda deildarinnar eru það lið Hauka og Hattar sem hafa ekki náð að vinna leik. Lið ÍR og Fjölnis hafa bæði unnið þrjá síðustu leiki sína eftir tap í fyrsta leik og fylgja því topplið- unum tveimur eftir ásamt Grindvíkingum sem töpuðu sínum fyrsta leik í síðustu umferð eftir sigra í þremur fyrstu deildarleikjum sínum í vetur. M Stig - Eugene Christopher, Hetti Eugene Christopher er stigahæsti leikmaður fjögurra fyrstu umferða Iceland-Express deildar karla en það hefur þó ekki dugað liðinu til þess að næla í sigur. Eugene hefur skor- að 117 stig í fyrstu fjórum leikjunum eða 38% stiga Hattar. Christopher hefur hitt mjög vel í þessum leikjum sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna þar sem 19 af 32 skotum hans hafa farið rétta leið sem gerir 59% þriggja stiga skotnýtingu. Eugene er líka búinn að skorar tvær fleiri körfúr fyrir utan þriggja stiga línuna en innan hennar. Það munar ekki miklu á Eugene og Clifton Cook hjá Ham- ar/Selfoss en Cook hefur skorað tveimur stigum meira. Cook er að leika vel með Hamri/Selfossi og hann er líka á topp tíu yfir fráköst, stoðsendingar og stolna bolta. Varin skot - Egill Jónasson, Njarðvík Njarðvíkingurinn Egill Jónasson hefur farið mikinn í vörðum skotum í fyrstu fjórum leikjum Njarðvíkinga og jafnaði meðal annars metið í úrvalsdeild karla með því að verja 11 skot í leik gegn KR í DHL-Höllinni. Egill hefur alls varið 20 skot í fyrstu 4 leikjum vetarins og er jafn Matthew Williams sem lék fyrstu tvo leikina með Fjölni en fór heim vegna veikinda. í þriðja sæti er síð- an nýi maðurinn hjá Fjölni, Fred Hooks, og það er því Fjölniskan- arnir sem eru að veita Agli hvað mesta keppni í vörðu skotunum það sem af er tímabilinu. Nafn Lið Meðalt Leikir/Stig Eugene Christopher Höttur 29,3 (4/117) Clifton Cook Hamar/Selfoss 28,8 (4/115) AJ. Moye Keflavík 28,0 (3/84) Nemanja Sovic Fjölnir 26,5 (4/106) DeeAndre Hulett Haukar 25,5 (4/102) Damon Bailey Grindavík 25,3 Rodney Rollins Snæfell 24,5 Páll Axel Vilbergss Grindavík 24,5 Jeb Ivey Njarðvík 23,8 Theo Dixon ÍR 23,5 FLESTAR STOÐSENDINGAR í LEIK Nafn Lið Meðalt Leikir/$toðs Lárus Jónsson Fjölnir 8,8 (4/35) Jeb Ivey Njarðvík 7,5 (4/30) Arnar Freyr Jónsson Keflavík 7,3 (3/22) Sævar Ingi Haraldsson Haukar 7,25 (4/29) Clifton Cook Hamar/Self 6,8 Níels Páll Dungal KR 6,8 Eiríkur Önundarson ÍR 6 Helgi ReynirGuðmunds Snæfell 5,7 Steinar Kaldal KR 4,8 Páll Axel Vilbergsson Grindavík 4,8 FLEST FRÁKÖST í LEIK Nafn Lið Meðalt Leikir/Fráköst Fred Hooks Fjölnir 14 (2/28) Friðrik Stefánsson Njarðvík 11 (4/44) Damon Bailey Grindavík 10,3 (3/31) Matthew Williams Fjölnir 10 Christopher Manker Skallagrímur 9,8 Igor Beljanski, Snæfell 9,7 Svavar P Pálsson Hamar/Selfoss 9,5 AJ. Moye Keflavík 9,3 Kristinn Jónasson Haukar 9,25 Clifton Cook Hamar/Selfoss 9,25 FLESTIR STOLNIR BOLTAR í LEIK Nafn Lið Meðalt Leikir/Stolnir Sævar Ingi Haraldsson Haukar 5,25 (4/21) Helgi ReynirGuðmunds Snæfell 4,7 (3/14) Clifton Cook Hamar/Self 4,5 (4/1) Eugene Christopher Höttur 4 Theo Dixon ÍR 3,5 Brenton Birmingham Njarðvík 3,5 Igor Beljanski Snæfell 3,33 Mario Myles Þór Ak. 2,75 Damon Bailey Grindavík 2,67 • Viggó Skúlason Höttur 2,67 FLEST VARIN SKOT í LEIK Nafn Lið Meðalt Leikir/Varin Egill Jónasson Njarðvík 5,0 (4/20) Matthew Williams Fjölnir 5,0 (2/10) Fred Hooks Fjölnir 4,5 (2/9) DeeAndre Hulett Haukar 3,25 Christopher Manker Skallagrímur 2,5 Zlatko Gocevski Keflavík 2,5 BaldurÓlafsson KR 2 Friðrik Stefánsson Njarðvík 2 Þorsteinn Húnfjörð Þór Ak. 1,75 Magni Hafsteinsson Snæfell 1,67 m*n § Stoðsendingar - Lárus Jónsson, Fjölni Lárus Jónsson hefur byrjað vel með Fjölnis- mönnum og leikstjórn hans á mikinn þátt í að Grafarvogsliðið hefur unnið þrjá síðustu leiki sína. Lárus hefúr gefið 35 stoðsendingar á félaga sína í fyrstu 4 leikjunum og sú tala verður enn glæsilegri þegar litið er á töpuðu boltana en þeir eru aðeins 10 hjá Lárusi til þessa. Lárus hugsar mikið um að koma félögum sínum í góð færi og hefur sem dæmi „aðeins" skotið 22 sinnum á körfuna og er því með 1,6 stoðsendingar á hvert skot. Stolnir boltar - Sævar Ingi Haraldsson, Haukum Haukamaðurinn Sævar Ingi Haraldsson er í nokkrum sérflokki þegar kemur að stolnum boltum en hann hefur náð boltanum 21 sinni af andstæðingum sínum í fýrstu fjórum leikjum Haukanna í vetur. Sævar Ingi hefur meðal annars stolið 16 boltum í tveimur síðustu leikjum sem voru naum töp gegn Njarðvík og Skallagrími. Allir þessir stolnu boltar hafa þó ekki hjálpað Haukum við að vinna leiki því liðið er enn án sigurs eftir fjóra fyrstu leikina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.