Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005
Sport DV
Kristján
ákveðursigí
vikunni
Kristján Valdi-
marsson, vamar-
maður úr Fylki, mun
ákveða sig nú í vik-
unni með hvaða liði
hann ætlar að spila
næsta sumar. Krist-
ján hefur alian sinn feril leik-
ið með Fylki en hann er með
lausan samning eftir tímabil-
ið og því frjálst að semja við
önnur félög. Hann hefíir átt í
viðræðum við Grindavík en
sagði í samtali við DV Sport í
gær að Þróttur og Fram væru
enn í myndinni, sem og vit-
anlega Fylkir. Hann segist
ekki hafa útilokað neitt af
þeim félögum enn sem kom-
ið er en sagðist vilja ganga
frá þessum málum sem allra
fyrst.
Hannover96
rekur þjálfar-
ann
Þýska úrvals-
deildarhðið
Hannover 96, eitt af
þeim liðum sem er
orðað við Gunnar
Heiðar Þorvaldsson,
ákvað í gær að segja upp
þjálfara liðsins, Ewald Liene.
Hann var alls í 20 mánuði í
starfi og skilaði liðinu í 10.
sæti á síðustu leiktíð. Hann
er þriðji þjálfarinn sem fær
að fjúka í þýsku úrvalsdeild-
inni en fyrir höfðu þeir Wolf-
gang Wolf hjá Niimberg og
Klaus Augenthaler hjá Bayer
Leverkusen verið reknir frá
sínum störfum. Jörg Sievers
hefur tekið við starfi þjálfara
Hannover 96 tímabundið.
Fimm tilnefnd-
iríAfríku
Knattspymusamband
Affíku tifnefndi á
dögunum fimm
knattspymumenn
sem koma til greina í
kjöri knattspymu-
manns ársins í Afr-
íku. Það em þeir
Samuel Eto’o
(Kamerún, Barcelona),
Michael Essien (Gana, Chel-
sea), Didier Drogba (Fila-
beinsströndin, Chelsea),
Emmanuel Adebayor (Tógó,
Mónakó), Marouane Cham-
ackh (Marokkó, Bordeaux).
Tifkynnt verður um valið í
Nígeríu í janúar næstkom-
andi.
Tysonvar
gesturhjá
Maradona
Diego Maradona kvaddi
sjónvarpsáhorfendur á þriðju-
dagskvöldið en þá lauk þrett-
án þátta syrpu hans af spjail-
þættinum „Kvöld með númer
10". f síðasta þættinum fékk
hann margar stórstjömur í
þáttinn og ber þar hæst að
nefna hnefaleikakappann
Mike Tyson. Enrique Iglesias
tók einnig lagið. Hann hefur
fengið marga góða gesti í þátt-
inn, til að mynda Pele, Fidel
Castro, Anatoli Karpov, Juan
Sebastian Veron og Femando
Redondo.
Handhafi WBC-heimsmeistaratitilsins í hnefaleikum í þungavigtarflokki, Úkraínu-
maðurinn Vitali Klitschko, tilkynnti í gær að hann neyddist til að leggja hanskana
á hilluna vegna meiðsla. Það hefur lengi staðið til að hann myndi berjast við
Bandaríkjamanninn Hasim Rahman en Klitschko hefur margoft þurft að fresta bar-
daganum vegna þrálátra meiðsla í hné.
Úkraínumaðurinn Vitali Klitschko sem almennt
er talinn besti þungavigtarboxari heims er hætt-
ur. Þetta tilkynnti hann í gær og kom hnefaleika-
heiminum talsvert á óvart en ástæða þess að
hann hættir nú eru þrálát meiðsli í hné. „Ég vil
hætta á toppnum," sagði Klitschko.
„Það er mjög erfitt að taka
þessa ákvörðun," sagði Klitschko
sem er 34 ára gamall. „En ég vil
hætta á toppnum og hleypa öðr-
um að." Klitschko þurfti enn og
aftur að fresta titilvörn sinni
gegn Bandaríkjamannin-
um Hasim Rahman í síð-
ustu eftir að hann tognaði á
vöðva í hægra hné á æfingu í
síðustu viku. Þurfti hann að
gangast undir aðgerð vegna
meiðslanna og sér fram á að
ná sér aldrei almennilega aft-
ur.
Klitschko hefur mátt sæta
mikillar gagnrýni fyrir sífelld-
um frestunum sínum á að
berjast við Rahman og hafa
þekktir þjálfarar á borð við
Teddy Atlas vakið upp efa-
semdir um ásetning hans og
metnað. En það er ljóst að
meiðsli hans eru mun alvar-
legri en menn gerðu sér grein
fyrir í fyrstu.
„Undanfarið hafa meiðslin
mín angrað mig meira en and-
stæðingar mínir í hringnum,"
sagði Klitschko. „Ég vil þakka
mínu keppnisliði, fjölmiðlum og
aðdáendum fyrir samvinnu þeirra
og stuðning. Ég ætla nú að beita
mér fyrir félagslegum og pólitísk-
um breytingum f heimalandi
mínu, Úkraínu."
Það er erfitt að festa hendur á
arfleið Klitschko en hann á vissu-
lega traustan feril að baki. Hann
hefur unnið 35 af 37 bardögum
sínum og af sigrum sínum hafa 34
komið eftir að hafa veitt andstæð-
ingi sínum rothögg. En stöðug
barátta hans við meiðsli gerði það
að verkum að margir telja að hann
hafi aldrei náð að njóta sín að
fullu.
Hann vann WBO-heimsmeist-
„Ég vil þakka mínu keppnisliði,
fjölmiðlum og aðdáendum fýrir
samvinmíþeirra og stuðning. Ég
ætla nú að beita mér fyrir félags-
legum og pólitískum breytingum
í heimalandi mínu, Úkraínu.
Haettur Úkrainumaðurinn Vitali
Klitschko hefur lagt hanskana á
hilluna. Hér lyftir hann heims-
meistarabelti WBO-sambandsins
eftir að hafa unnið Jameel McCline
ÍLas Vegas í desember árið 2002.
Nordic Photos/Getty
aratitilinn í þungavigt eftir að hafa
slegið Herbie Hide í rot í annarri
lotu. Hann var svo gagnrýndur
fyrir að hætta í miðjum bar-
daga gegn Chris Byrd sem
hann sagði að hafði verið
vegna meiðsla í öxl. Hann var
þó með fleiri stig en and-
stæðingur sinn þegar hann
dró sig til hlés. Eina tapið
hans var fyrir Bretanum
Lennox Lewis en sá bardagi
var einkar jafn og spennu-
þrunginn. Klitschko var með
fleiri stig en Lewis þegar að
dómari bardagans stöðvaði
hann vegna sára Klitschko.
Lewis hætti og Klitschko
vann WBO-titilinn en lengra
komst hann ekki, þrátt fyrir
að vera talinn alger yfir-
burðamaður í greininni. Til
stóð að bardagi Klitschko og
Rahman yrði háður á laugar-
daginn kemur.
Hnefaleikaheimurinn
mun þó áfram fylgjast vel
með Klitschko nafninu en
yngri bróðir Vitali, Wladimir, er
einnig keppandi í þungavigt.
Hann var handhafi WBO-titilsins
en tapaði honum árið 2003 þegar
hann tapaði fyrir Suður-Afríku-
manninum Corrie Sanders.
Hann vann þó mikilvægan bar-
daga í september þegar hann bar
sigurorð af „Nígerísku martröð-
inni", Samuel Peter, þrátt fyrir að
hafa verið sleginn þrívegis í gólf-
ið. Hann varð þar með sjálfkrafa
næsti andstæðingur Chris Byrd,
handhafa IBF-titilsins í þunga-
vigt, í titilvörn hans. Wladimir er
sem stendur í þriðja sæti styrk-
leikalista þungavigtarkappa í
heiminum.
eirikurst@dv.is
Prinsinn, Naseem Hamed, er ekki dauður úr öllum æðum
PRINSINN SNÝR AFTUR ÁRIÐ Á NÆSTA ÁRI
Naseem Hamed, ein skærasta
stjarna hnefaleikanna síðustu ára,
ekki síst hér á landi, hefur tilkynnt
að hann ætíi sér að snúa aftur í
hringinn um mitt næsta ár. Þetta er
reyndar ekki í fyrsta sinn sem
Hamed hefur tUkynnt endurkomu
sína en hann segir að honum hafi
verið boðinn samningur upp á sex
bardaga af bandarískri sjónvarps-
stöð.
Hamed, sem er betur þekktur
einfaldlega sem Prinsinn, er 31 árs
gamall og hefur aðeins tapað einum
bardaga á ferlinum af þeim 37 sem
hann hefur háð. Það var fýrir Marco
Antonio Barrera í apríl 2001. Talið er
að hann hafi á sínum tíma þénað
meira en þrjá milljarða á hnefaleika-
ferli sínum en hann hefur ekki barist
síðan í maí árið 2002. Hann ætti því
ekki að vera á flæðiskeri staddur en
af orðum hans að dæma virðist
hann einfaldlega sakna þess að vera
í hringiðunni. „Ég hef virkilega sakn-
að þess að berjast," sagði hann í
samtali við útvarpsstöð breska ríkis-
útvarpsins í Sheffield, heimabæ sín-
um. „Ég hef stundað hnefaleika í
langan tíma og held að ég sé ekki
slakur hnefaleikamaður. En að sama
skapi held ég að hnefaleikarnir hafa
saknað mín og það er kominn tími
til að snúa aftur."
Hann segir ekki enn ljóst við
hverja hann muni berjast en vonast
til að fyrsti bardaginn verði á fyrri
hluta ársins. „Það er að segja ef allt
gengur að óskum í æfingum."
eirikurst@dv.is
Prinsinn Naseem Hamed, beturþekktur
sem Prinsinn, lemur hér á Manuel Calvo I
bardaga þeirra um IBO-titilinn ífjaðurvigt í
Lundúnum áriö 2002. Prinsinn vann en
hefur ekki barist siðan.
Nordic Photos/Getty