Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Side 21
DV Sport FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 21 Fylkismenn fá liðsauka Þórir Hannes- son, 19 ára vam- I armaður úr Fjölni, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Landsbankadeildarlið Fym.- is, þetta staðfesti hann í samtali við DV Sport í gær. Þórir lék bæði sem vinstri bakvörður og miðvörður með Fjölni í sumar en Fylkis- menn þurfa sárlega á bak- vörðum að halda eftir að Gunnar Þór Pétursson hætti og Helgi Valur Daníelsson, sem hefur leikið oft sem hægri bakvörður, fór til Sví- þjóðar. Þórir sagðist vera mjög spenntur fyrir nýja fé- laginu og hlakkar til kom- andi átaka með því. Allt topplið í sínum löndum Keflvíkingurinn Hörður Sveinsson er nýkominn aftur heim til íslands eftir að hafa verið til reynslu hj á þremur félögum á Norðurlönd unum. Hann var hjá Brann í Noregi, AIK Solna í Svíþjóð og Mid- tjylland í Danmörku. „Það er ekkert komið í ljós ennþá og mun væntanlega ekki gera fyrr en félagaskiptaglugginn opnar í janúar. En þetta er aílt spennandi kostir enda allt toppklúbbar í sínum löndum," sagði Hörður í gær. Innanhúsknatt- spyrnan að fara afstað íslands- mótið í inn- anhúsknatt- spymu fer af stað um helg- ina þegar keppni í annarri og þriðju deild kvenna hefst. Keppni í 1. deild karla hefst svo í byijun desember en þá keppa sextán lið í fjórum riðlum. Þetta er þó í fyrsta sinn sem leikið er í þremur deildum í kvennaflokki og segir á heimasíðu KSÍ að nýja fyrirkomulagið hafi þeg- ar reynst vel, því mikil aukn- ing var á fjölda þátttökuliða á mótinu. Keppt er í tveimur fjögurra liða riðlum í hvorri deild og vinna sigurvegarar hvers riðiis sæti í næstu deild fyrirofan. EKKIMISSA AF ÞESSU 19.15 Heil umferð í Iceland Express deild karla: Skallagrím- ur-Þór, I löttur-Kefla- vfk, Fjölnir-ÍR, Grinda- vík-Snæfell, KR-Hauk- ar, Njarðvík-Ham- ar/Selfoss. 20.00 NFL-tilþrif á Sýn. 20.00 Stuðnings- mannaþátturinn Liðið mitt á Enska Boltan- um. 20.30 ÞátturumAl- kappaksturinn á Sýn. 21.30 Fifht Gear á Sýn. Undanfarna 18 mánuði hafa nokkrir Qárfestar víða um heim verið orðaðir við yfir- töku í enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool. Það nýjasta er að fjölskylda Robert Kraft, bandarísks auðkýfings sem á NFL-liðið New England Patriots, er nú sterk- lega orðuð við félagið. Eins og alkunna er keypti Qölskylda Malcolm Glazer, eig- anda Tampa Bay Buccaneers, nánast öll hlutabréf í Manchester United í vor. Bandarískir peningar á leiú til Liverpaal? fuoTBALT Framkvæmdarstjóri Liverpool, Rick Parry, þekkti heimboð Ro- berts Kraft á dögunum og var viðstaddur leik New England Pat- riots í NFL-deildinni sem fór fram á Gilette-leikvanginum. Kraft er eigandi liðsins og þekktur auðkýfíngur og hefur á stundum verið orðaður við Liverpool á undanfömum missemm. Fjölskylda Roberts Kraft er nú á nýjan leik sterklega orðuð við stóra fjárfestingu í Liverpool og þá sér- staklega í tengslum við byggingu nýs leikvangs sem félagið ætlar að ráðast í á næstunni. „Eg hef þekkt fjölskylduna síðan 2001 og í nokkurn tíma hefur mér staðið til boða að heimsækja Gilette-leik- vanginn, sem er einn fárra íþrótta- mannvirkja í Bandaríkjunum sem einkaaðilar fjármögnuðu. Heim- sókn mín bauð upp á tækifæri til að ræða þær leiðir sem þeir fóru til að fjármagna byggingu leikvangs- ins,“ sagði Parry í samtali við fréttastofu BBC í gær. Hann bætti því að landsleikja- hléð sem er nú á ensku úrvals- deildinni hafi veitt honum tæki- færi til að þekkjast heimboðið. „Þetta var nú varla einhver leyni- ferð. Ég fór á leik i I Nýr eigandi Liverpool? Lið í I eigu Robert Kraft, New England I Patriots, vann úrslitaleik NFL-deild- | I arinnar, Super Bowl, drið 2002. Hér I heldurhann d verðlaunagripnum, 1 Vince Lombardi bikarnum. Nordic Photos/AFP I Mars: Forsætisráðlierra Tælands á í vií um urn að kaupa stóran hlut f Liverpo ^S^M^an^uriramsitl ssss^rnhættirvíð^ Agust: Öðru boði Steve Morgan hafna- Srn no enr°lrT"ðlarÍSI,Tælandl leg, Eka ' erP°0! en ** er drég/e Desember; Morgan dregur fram sítt bo Nóvernber: Kraft fjöftPyfdar, er st-rkleg orðuo við félagið. Icg „Þetta var nú varla einhver leyniferð. Ég fór ó leik í NFL-deild- inni ásamt 80 þúsund manns." NFL-deildinni ásamt 80 þúsund manns." •Forráðamenn félagsins áætia nú að byggja nýjan leikvang, Stanley Park, en talið er að kostn- aðaráætlun hans hafi hækkað úr 80 milljónum punda í 150 - sam- tals 16,2 milljarðar króna. Það er því talið óumflýjanlegt að Liver- pool verði að njóta stuðnings nýrra fjárfesta til að fjármagna byggingu Stanley Park. Nýr leikvangur Arsenal ber nafn stuðningsaðila, Emirates Stadium, og er talið líklegt að Liverpool muni vilja samskonar lausn á sín- um fjármögnunarvanda. Kraft fjöl- skyldan hefur komið víða við og keypti hún New England Patriots árið 1994 fyrir rúma 10 milljarða króna en liðið varð bandarískur meistari árið 2002. Fjölskyldan á einnig bandarískt fótboltalið, New England Revolution. Kraft er þó ekki sá eini sem hef- ur verið orðaður við fjárfestingu í félaginu en Thaksin Shiniwatra, forsætisráðherra Tælands, bauð 60 milljónir punda fyrir 30% hlut í fé- laginu. Ekkert varð úr því né held- ur í þau skipti sem Steve Morgan, byggingajöfur og mikill aðdáandi Liverpool, reyndi að auka sinn hlut f félaginu. Þó er talið ólíklegt að aðkoma Roberts Kraft og fjölskyldu hans verði ekki sú sama og þegar að Malcolm Glazer keypti nærri öll hlutabréf í Manchester United. Stjórnarformaður Liverpool, David Moores, hefur víst lítinn áhuga að selja sinn hlut í félaginu sem telur 51%. eiríkurst@dv.is Aldrei fleiri nýliðar á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í seinni tíð Hvaða nýliðaþjóð slær í gegn í Þýskalandi? Nú er ljóst að það verða sex ný- liðaþjóðir á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi á næsta ári - að minnsta kosti. Það er mesti fjöldi nýliða á HM síðan að keppnin var haldin í annað sinn og stórþjóðir eins og Spánn, Þýskaland, ítah'a, Holland og Svíþjóð þreyttu frumraun sína. Sú keppni fór fram árið 1934 og því 72 ár síðan. Að- eins einu sinni hafa fimm nýliðar ver- ið í keppninni en það var á Spáni árið 1982. Nýliðamir á næsta ári geta þó orðið sjö ef svo ólíklega vill til að Sló- vökum tekst að slá við Spánverjum í umspilsleikjum liðanna um helgina og í næstu viku. Fjórar af nýliðaþjóðunum koma frá Afríku - Angóla, Fflabeinsströnd- in, Gana og Tógó. Úkraína verður ný- liðafulltrúi Evrópu og þá mun það ráðast í umspilsleikjum Trimdad og Tóbago og Brúnei hvor þjóðin verður sjötti nýliðinn á HM. Nýliðar setja alltaf mjög skemmti- legan svip á keppnina og er stór hluti af þeim sjarma kepþninnar sem höfðar til svo margra - ekki síst til okkar á litla íslandi. Síðan að Danir tóku þátt í fyrsta sinn á HM, sem var árið 1986 er keppnin var haldin Mexflcó, og slógu þar í gegn hefur í hverri keppni að minnsta kosti ein nýliðaþjóð komist áfram úr riðla- keppninni. Danir komust þetta árið í 16-liða úrslit en í næsm keppni vom það frar, sem þá vom að taka þátt í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn, sem komust alla leið í fjórðungsúrslit. Engin nýliðaþjóð hefur þó náð lengra en Króatar árið 1998 en þá náði liðið bronsinu. í Japan og Suður-Kóreu var það Afrflcuþjóð sem komst alla leið í fjórð- ungsúrslit og óneitanlega em lflcurn- ar á að það verði aftur Affíkuþjóð sem verður spútnikliðið í Þýskalandi. eirikurst@dv.is Á leið á HM Michaei Essien og félagarhans í landsliði Ghana verða á HM i Þýskalandi á næsta ári. Nordic Photos/Getty

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.