Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 Lifiö DV „ Brasilískt jú jitsú og blandaðar bardagalistir er það sem koma skal. Þeir Arnar, Jón Gunnar og Bjarni eru yfirþjálfarar hjá bardagaklúbbnum Mjölni, en hann hef- ur verið á miklu skriði undanfarið. Þeir segja að jú jitsúið sé sport fyrir alla en fyrst og fremst þá sem vilja skemmta sér. 'Sfc Jón Gunnar, Arn- ar og Bjarni Yfir- .þjálfarar Mjölnis. Stelpurnar glima af hörku „Þetta byrjaði á því að Jón Gunnar fór að æfa með nokkrum strákum uppi í Hnefaleikafélagi Reykjavíkur í janúar árið 2003," segir Arnar Freyr Vigfússon, en hann, Jón Gunnar Þórarinsson og Bjarni Baldursson eru yfirþjálfarar í bardagaklúbbnum Mjölni, sem kennir brasilískt jú jitsú og bland- aðar bardagalistir. Á æfinguna á þriðjudagskvöldið voru mættir yfir 20 manns, bæði strákar og stelpur og því greinilegt að brasilíska jú jitsúið hefur slegið í gegn. Klúbbur- inn Mjölnir er tiltölulega nýr af nál- inni en hann var stofnaður í sumar og hefur söðlað um upp á síðkastið. Æfingarnar fara fram þrisvar í viku í húsnæði Júdófélags Reykjavíkur í Ármúla. Sáu Ijósið í jú jitsúinu „Ég fékk lánað kennslumynd- band frá kennaranum Matt Thornt- on og þá varð ég alveg dáleiddur af þessu," segir Bjarni Baldursson sem áður kenndi japanskt jú jitsú við Sjálfsvarnarskólann. Munurinn á því sem er gert í Mjölni og því sem er gert í öðrum bardagalistum eru æfmgarnar. í Mjölni eru æfð brögð gegn mótspyrnu og aðeins þau brögð sem hafa sýnt sig og sannað í keppnum. „Þetta var bara það sem ég var að leita að, ég hafði ekki sam- visku í að kenna hitt lengur," segir Bjarni kokhraustur. Af þeim níu strákum sem komu saman og stofnuðu Mjölni hafa fimm þeirra svört belti í hefðbundnum bar- dagalistum, en allir sáu þeir ljósið í brasilísku glímunni. „Hinar bar- dagalistirnar eru bara leikur, skemmtilegur og þægilegur leikur, en ekkert í líkingu við bardaga," Stelpur æfa fritt í Mjölniframað áramótum. segir Arnar en bætir við að jú jitsúið sé auðvitað langskemmtilegast líka. Stelpur æfa frítt „Við viljum bara kynna þessa íþrótt fyrir kvenþjóðinni," segir Arn- ar Freyr, „í þessari íþrótt yfirbugar tækni styrk," grípur Bjami inn í. Þeir Arnar, Bjarni og Jón Gunnar hafa aU- ir tapað sjálfir fyrir stelpum en það gerðist þegar þeir fóm til Portland í vor, til þess'að æfa með kennaran- um Matt Thornton. í leiðinni fengu þeir blá belti í íþróttinni, og vom því í hópi fyrstu íslendinganna til þess að ná þeim merka áfanga. Eiga sendiherra í írlandi Mjölnir kennir ekki aðeins jú jitsú heldur einnig blandaðar bardaga- listir, en þá er búið að blanda spark- boxi með í glímunna. Ámi ísaksson, ungur strákur sem æfði með þeim Mjölnismönnum, er nú kominn til írlands að keppa í íþróttinni. Árna gengur alveg glimrandi vel í írlandi, en hann vann sinn fyrsta bardaga og keppir annan í lok nóvember. I lausu lofti “I Hér skellir Bjarni I Arnari hressilega I niður I gólfið. Staðráðnir í því að festa sig í sessi „Seinna viljum við komast í eigin húsnæði og vera með sérstaka tíma í sparkboxi, muay thai, jú jitsúi í júdógalla, án galla, grísk/rómverskri glímu, barnatíma og þess vegna jóga," segja þeir Arnar og Bjami í kór um framtíð félagsins. í næstu vikur heldur Arnar aftur út til Portland og þar ætíar hann að dvelja næstu þrjá mánuði, að æfa og keppa. Þeir félagar stefna svo á að fara aftur út í vor og heimsækja þá önnur félög sem kenna undir sömu formerkjum og þeir. „Við viljum samt taka það fram að hér eru engir vitleysingar leyfðir, við áskiljum okkur rétt til að biðja um sakavott- orð," segir Arnar én kapparnar hafa þegar þurft að vísa nokkmm á dyr. Allir þeir sem vilja skoða Mjölni bet- ur geta farið á heimasíðuna mjoln- ir.is, en þar er nýbúið að setja upp myndband sem lýsir félaginu og starfsemi þess vel. Vill ekki sjá son sinn ^ Pierce Brosnan hefur \ skorið á öll bönd milli sin og sonar síns Christoph- er.Ástæðuna segir hann vera þá að hann þoli ekki lengur að horfauppá I < * 1 hann rústa lifi sinu með eiturlyfj- um. írski leikarinn ættleiddi Christopher með Cassöndru fyrr- verandi eiginkonu sinni um miðjan 9. áratuginn en drengurinn hafði þá misst foreldra sina og systur. Pilturinn er sagður erfiður ílund en heróinnotkun hans hafi þó orðið til þess að faðir hans gafst alveg upp á honum.„Christopher er heillum horfinn. Ég veit hvar hann er og ég veit að honum liður illa. Það er samt ekkert sem ég get gert fyrir hann nema vonað að honum batni. Ég sagði við hann að annað hvort ætti hann að drifa sig út i lif- ið eða gröfina. Þetta gengur ekki svona," sagði Brosnan um soninn. Óvinkonur semja frið Söngkonan Toni Braxton hefur bund- ið enda á áralangar deilur hennar og , g. sins helsta keppi- ■ nautari kellinga- poppinu, Mariuh Carey.Þær segj- j ast nú ætla að . styðja hvor í aðra og eiga í góðu sambandi þó að lengi hafi þær eldað saman grátt silfur i harðsvíraðri samkeppni.„Á 10. áratugnum varsvo mikill keppnis- hugur i öllum, nú lítum við til ann- arra og hugsum, þú ert hér enn þá,“ segir Toni um gamla tuðið. Pamela blæs á rómantíkina Pamela Anderson blæs á kjafta- sögursem ganga nú eins og elduri sinu um Hollywood en þar er þvi fleygt að hún hafi aftur tekið sam- an við rokkarann Kid Rock.„Við erum bara góðir vinir," var það eina sem Pamela hafði um sam- band þeirra að segja. Anderson segir að þessa dagana sé hún alltof upptekin til að eiga i ástarsam- böndum.„Mér finnst synir minir og fyrrverandi eiginmaður minn taka nógum mikinn tíma svo ég fer ekk- ert að bæta öðrum manni við, “ segir divan. Palli í Maus kominn í nýja hljómsveit Mjög þægilegt fyrirkomulag „Enginn drami í bandinu," segir Palli, Páll Ragnar Pálsson um nýju hljómsveitina sem hann og Siggi og Heimir úr Skyttum hafa stofnað. „Ég kynntist Skyttumönnum þegar-við í Maus vorum að spila á skólaballi í Súðavík fyrir löngu síð- an. Við vorum eitthvað að djamma saman tónlist uppi á sviði og náðum svona vel saman," segir Palli og tek- ur fram að ekki sé komið nafn á sveitina. Airwaves-hátíðin í fyrra leiddi þá drengi svo í samræður um frekara tónlistarsamstarf en ekkert varð úr fyrst um sinn og Siggi og Heimir fóru að gera plötu en höfðu svo sam- band við Palla. „Þeir voru búnir að semja einhver lög og ég byrj- aði að spila inn á tvö þeirra en út kom annað nýtt lag. Þá ákváðu þeir að leggja sitt til hliðar og við fór- um að semja saman," segir Palli og er ánægður með samstarfið. Það eru þrír gesta- söngvarar sem koma við á plötunni. Ragnar Kjartansson syngur í einu laginu, Anna Katrín Idol-stjama í tveimur og svo kemur Mr. Silla mikið við sögu. „Við lokuðum okkur inni í Klink og Bank í heila viku og tókum og tókum upp. Um leið og búið var að semja lag var það tekið upp og erum við í raun ekki búin að taka neinar svona eiginlegar hljóm- sveitaræfingar og við erum ekkert búnir að spila neins staðar. Við skiptum þessu þannig á milli að ég spila á flest hljóðfærin, Siggi og Heimir sjá um að rappa og gera bít og Siggi tekur upp," segir Palli og er hrifinn af þessu fyrirkomulagi. Strákarnir stefna á útgáfu fyrri hluta næsta árs eða fyrir vor og er blaðamaður mjög spenntur að fá að heyra útkomuna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.