Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 Sálin DV ^ I M^M M M , Björn Harðarson og Eygló Guðmundsdóttir eru sérfræðingar DVI málefnum sálarinnar. Þú getur sent þeim bréfá kaerisaii@dv.is Einmanaleikinn í genunum Vísindamenn Hollandi og í háskóla í Chicago telja að 48% þeirra sem finna fyrir einmanaleika séu ein- mana vegna genanna. Hinir séu einmana vegna félagslegra aðstæðna. Vís- indamennimir rannsökuðu 8.387 einstaklinga í tvíburarann sóknum. Eineggja tvíburar og bræð ur voru spurðir hvort þeir fyndu fyrir einmanaleika, hvort þeir vildu vera ein- ir og hvort þeim fyndist sem enginn elskaði þá. 35% karlamannanna sögðust afar einmana og 50% kvennanna. Vísinda- mennimir segja mun minni mun á milli systkinanna ef um tví- bura var að ræða. Náðu stjórn á skapinu með réttri hreyfingu Ertu í fýlu? Þegar þú ert í fúlu skapi skaltu hreyfa þig. Mokaðu snjóinn eða gerðu þér leið í búðina gangandi og brúnin á þér lyftist. Hefurðu allt á hornum þér? Eins freistandi og það er þá skaltu ekki mæta í kildcbox-tíma þegar þú ert reið/ur. Þú getur nefrtilega ekki barið reiðina í burtu. Reyndu frekar að beina sjónum þínum frá reiðinni. Próf- aðu eitthvað nýtt, farðu í jóga eða lærðu nýja íþrótt. Leiðist þér? Þér hættir að leiðast um leið og þú umgengst fólk. Enn betra er að æfa íþróttir með öðru fólki. Próf- aðu golf eða tennis. Gakktu í gönguhóp. Er stressið að fara með þig? Þegar heili þinn er að fara yfir um þarftu á einhverju að halda sem róar þig niður. Farðu í sund eða göngutúr úti í náttúmnni og þú munt finna frið. Þunglyndur en ótnúlega ijp. inn ó Hæ sálfræðingur Mig langar til að spyrja um það sem ég held að heiti „mania depressive" þar sem einstaklingurinn verður bæði mjög þung- lyndur og ótrúlega glaður eins og hann sé á ein- hveiju, sefur lítið og er að gera ótrúlegustu hluti? Takk fyrir hjálpina. Sæfl Tvískautaröskun (Maniac- Depression) einkennist af því að ein- staklingurinn sem greindur er með þetta vandamál upplifir bæði tímabil oflætis (maniu) og þunglyndis. Oflæti lýsir sér yfirleitt þannig að þróttur ein- staklingsins eykst svo um munar, hann/hún þarf minni og minni svefri, verður uppfullur af hugmyndum og verður ólmur í að framkvæma sem flestar. Hugurinn fer á mikið flug og erfitt er fyrir okkur hin að fylgja eftir einstaklingi þegar hann er í/með of- læti. Allt tal verður auk þess svo hratt og mikið að enginn annar kemst að. Hvatvísi og mikil virkni er greinileg, einstaklingurinn fær „mikilmennsku- hugmyndir" um sjálfan sig, telur sig geta framkvæmt nánast allt og ekkert er honum/henni ofaukið eða óyfirstíg- anlegt. Sjálfstraustíð eykst, sem oft endar með þvf að einstaklingnum finnst hann vera hafinn yfir flesta aðra. MMvægt er að átta sig á að þrátt fyrir að við viljum mörg sofa minna og fá meira sjálfstraust þróast þessi ein- kenni hjá einstaklingi í/með oflæti út í stjómleysi. Einstaklingurinn fer frá því að hrifa fólk með sér yfir í að geta ekki stjómað hegðun sinni og samskiptin fara oft að einkennast af yfirgangi, pirr- ingi og miklum kröfum. Einstaklingur- inn hrindir mörgum misgóðum hug- myndum í framkvæmd og kemur sér oft í miklar skuidir þess vegna. Einstak- lingurinn missir dómgreind til þess að stoppa sig af og leitar í hegðun sem veitír ánægju, án þess að velta fyrir sér neikvæðum afleiðingum. Þetta tímabil leggst líka oft þungt á fjölskyldur og er skilnaðam'ðni frekar há hjá fólki sem þjáist af tvískautaröskun. Léleg sjálfsmynd, samviskubit og aukin svefnþörf Á tímabili þunglyndis verða ein- kennin andstæða þess sem lýst er hér að ofan. Einstaklingurinn upplifir mikið vonleysi, það hægist á allri hugsun, stöðugar áhyggjur, léleg sjálfsmynd, samviskubit, þreyta og aukin svefnþörf. Það dregur úr allri virkni, og félagslyndið verður h'tíð sem ekkert, auk þess sem matarlyst og áhugi á kynlífi minnkar. Einkennin og sveiflur í skapi eru mismunandi á milli fólks með þessa röskun og hefur grein- ingu hennar verið skipt í undirflokka. Mest áberandi er tvískautaröskun I, sem einkennist af oflætiseinkennum, ásamt þunglyndistímabih sem sam- svarar greiningarviðmiðum alvarlegs þunglyndis. Hér getur verið um að ræða allt frá einu tímabili oflætis yfir ævina yfir í mjög mörg, algengast þó um 7-15 tilfelli. Annar undirflokkur tvískautaröskunar er hverflyndi, þar sem skapsveiflumar ná samfellt yfir minnst tveggja ára tímabil, bæði með oflæti og þunglyndi, án þess að ná greiningarviðmiðum oflætis eða alvar- legs þunglyndis. Auk þess er um að ræða tvískautaröskun II, sem ein- kennist af mun vægari oflætistímabil- um (hypomania) og oft meira um þunglyndi. Margir halda því ffarn að hér sé um töluvert annað vandamál að ræða, áherslur í sálfræðilegri meðferð eru aðrar en hjá einstaklingum með tvískautaröskun I. Einstaklingar með tvískautaröskun II ná líka mun frekar að halda félagslegri virkni sem og atvinnu, og þurfa mun sjaldnar að leggjast inn á sjúkrahús. Það meðferðarform sem mest er notað við tvískautaröskun er lyfja- meðferð og þá sérstaklega lyfið ht- hium. MMvægt er þó að hafa í huga að hlúa vel að allri fjölskyldunni, bæði með fræðslu, stuðningi og meðferð. MMvægt er einnig að leggja meiri áherslu á sálfræðilega meðferð jafn- hliða lyfjameðferð, ekki síður fyrir þá sem greinast með tvískautaröskun II. Gangi þér veL BjömHaröarson sálfræöingui Stress og álag eru vandamál nútímasamfélagsins. Taktu upp nýjan lífsstíl svo þú getir slakað á það sem eftir er ævinnar. BREYTTU UM LIFSTIL Gakktu meðvituð Ganga er frábær hreyfing en það er ekki nóg aö strunsa sama hringinn á hverjum degi. Gefðu þér tima tii að taka eftir öllu I kringum þig, líkama þínum, dýrunum og fólkinu sem veröur á vegl þínum. Vatið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur FOSFOSER MEMORY Umboðs- og sötuaðili sími: 551 9239 www.birkiaska.is Tengstu líkama þínum (nútímasamfélaginu höfum við misst eiginleikann til að tengjast líkama okkar. Það er erfitt að slaka af ef líkamsrækt- in sem þú stundar veldur þér verkjum eða þú eyðir allri orkunni (ræktinni við að öfundast út í likama annarra. Taktu uppjóga eða ihugun og reyndu að tengjast llkapna þínum að nýju. 3.Taktu upp áhugaverð ir áhugamál Við mannfólkið erum forvitnar verur. Leyfðu þér að forvitnast því það ástand gefur þér ofsalega mikið. 4. Hlustaðu eða spilaðu tón- list Tengingin á milli okkar mannfólksins og tónlistar er ævagömul. Rétta tónlistin lætur okkur liða vel. 5. Vertu úti í náttúrunni Uffræði okkar veitir okkur þá getu að kunna að meta fegurð náttúrunnar. Við erum partur af náttúrunni og náttúran er okkar upprunalega heimili, ekki borg- irnar. Rannsóknir sýna að það eitt að setja blóm í skrifstofuna þína veitir slökun og róar þig niður. Börn sem fá að leika sér í úti (náttúrunni munu síður greinast ofvirk. Þú getur einnig fengið þér gæludýr því nærvera þess lækkar blóðþrýstinginn. 6. fhugaðu Kannski er ástæðan fyrir vinsældum íhugunar sú að hún tengist eðlilegri svör- un okkar við hættu. Þegar við upplifum hættulegar aðstæður flýjum við, berjumst eða frjósum. Með því að frjósa (standa kyrr) förum við I algjöra slökun. Vitundin um hættuna er horfm og þú ert (rauninni „fyrir utan lík- amann". Við íhugun notum við þann hluta heilans sem lætur okkur fjarðlægj- ast hættuna sem felst i stressi. 7. Finndu þér list viö þína hæfi Listin er eins og tónlistin, í genum okkar. Þegar við gleymum okkur (að mála mynd gleymum við öllum áhyggjum heimslns. 8. Tengstu því guðdómlega Við erum öll tengd andlegri viðleitni. Við höfum þörf til að trúa á eitt- hvað stærra en sjálf okkur. Því meiri tíma sem við gefum okkur í trúna því rólegri verð- um við. 9. Hittu vini þína Umfram allt erum við félags- verur. Fjöldi rannsókna hefur sýnt að við erum upp á okkar besta ef við eigum góða og trausta vini.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.