Símablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 36
74
S IMABLAÐIÐ
B .1 A R IV A FORBERG
Háttvirtu gestir!
I nótt kl. 24 breytast öll símanúmer
í Reykjavík og Hafnarfirði, alls 11000.
Jafnframt er símanúmerum i Reykja-
vik fjölgað um 6000, og verða 3500
þeirra opnuð í nótt. — Ilin koma smám-
saman á eftir, og með haustinu verða
þau öll komin í notkun.
Ný símaskrá í nýjum búningi tekur
eiunig gildi í nótt.
Þrátt fyrir þessa mikhi aukningu í
Reykjavík, eða 60% — úr 10 þúsund
númeruin upp í 16 þúsund, getnm við
þó ekki fullnægt þörfinni, og til þess
að bæta úr því, hefur nú þegar verið
tryggt, að L. M. Ericsson geri okkur
mögulegt að ljúka nýrri stækkun, er
nemur 1500 númerum, haustið 1958.
Það liggur í hlutarins eðli, að liin
mikla stækkun sjálfvirku símastöðvar-
Símahúsið í Grensási.
innar hefur útheimt mikið undirbún-
ingsstarf, bæði á sviði tækninnar og liag-
sýni. — Að því undirbúningsstarfi
loknu var, fyrir þrem árum, undirrit-
aður í Stockhólmi sanmingur við L. M.
Ericsson um stærra verk en nokkurn
tíma áður á þessu sviði liér á landi.
Arið 1932 voru teknar í notkun i
Revkjavík og Hafnarfirði sjálfvirkar
bæjarsímastöðvar, hinar fyrstu sinnar
tegundar liér á landi, — Reykjavík með
4000 númerum og Hafnarfjörður með
300, — eða alls 4300 númer.
En nú, eftir 25 ár — fer fram ný
stækkun, sem felur í sér 6000 númera
aukningu, — þar af 3000 númer í nýrri
byggingu við Grensás, fyrir austur hluta
bæjarins, og 3000 í liinni nýju viðbygg-
ingu í miðbænum.
Auk stækkunar sjálfvirku stöðvar-
innar höfum við fengið frá L. M. Erics-
son ný langlínuborð fvrir Reykjavíkur-
stöðiua og voru þau tekin í notkun í
fyrradag. Eru þau af nýrri gerð, með
takkavali í stað skífu, og ætluð fyrir
16 afgreiðslustúlkur og 120 langlínur.
Geta má þess einnig, að jafnframt
var samið við L. M. Eircsson um um-
bætur (modernisering) á gömlu stöðv-
unum í Reykjavík og Hafnarfirði, t. d.
hefur ráðum verið brevtt úr núnings-
ráðum í linetaráð.
Þá má einnig nefna það, að jarð-
símánetið hcfur verið aukið nú um 75%
(linufjöldi), en jafnframt styttist þá
líka meðal-línulengd á notanda að mun.
A sínum tíma var vandlega yfirveg-
að, eftir livaða reglum jarðsímanetið
skyldi lagt, og niðurslaðan varð m. a.
sú, að hægt var að fækka jarðsíma-
skápum á götum bæjarins að mun, og