Símablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 37
S I M AB LAÐIÐ
75
jafnframt fengið aukið öryggi og ócij'r-
ara jarösímakerfi. — Er þetta m. a.
að þakka samþjöppun sambanda og
annari tækniþróun.
Mér er ánægja að geta þess, að í þessu
undirbúningsstarfi höfum við sótt mik-
inn stuðning í bina fræðilegu skýrslu
Dr. Rapps um nýjasta jarðsímakerfi
L. M. Ericsson.
Ennfremur ber að geta þess, að pípu-
kerfi bæjarsíma Reykjavíkur hefur ver-
ið aukið með sextán pípum frá mið-
bænum, sem enda í austurbluta bæjar-
ins með átta 10 sm. pípum.
Prytz deildarverkfræðingur lijá bæj-
arsímanum i Osló kom hingað og var
ráðunautur okkar við framleiðslu þess-
ara strengjablokka við notkun gum-
slangna eftir nýrri amerískri aðferð.
Þá befur verið lagður auka 600 lina
jarðstrengur milli Miðbæjarins og
Grensásstöðvarinnar, sem gerir það að
verkum, að símanotendur er flytja milli
bæjarhlutanna, þurfa ekki að skipta um
símanúmer þar til ný símaskrá er gef-
in út: — Þessi strengur er einnig not-
aður til jöfnunar á milli stöðvanna. —
Þannig fá nú í nótt 350 nýir símanot-
endur á Grensássvæðinu númer, sein
tengt er miðbæjarstöðinni.
Eins og ég áður hef sagt, var samn-
ingur um vélar í þessa stækkun gerð-
ur við L. M. Ericsson fyrir tæpum þrem
árum. — Þrjú ár eru ekki langur tírni,
þegar um er að ræða slíka framkvæmd
og hér hefur átt sér stað.
En márgir hafa lagt hönd á plóginn,
og vil ég við þetta tækifæri bera fram
þakkir til liinna mörgu, er þar eiga
hlut að máli, og þá fyrst og fremst
minna nánustu samstarfsmanna, ís-
lenzkra og' erlendra.
Því miður gátu þessir menn ekki ver-
ið hér með okkur i kvöld, vegna þeirr-
ar ábyrgðar, sem á þeim hvílir á þeirri
stund er bin nýja viðbót er tekin i notk-
un, og síðasti undirbúningur að því
er gerður.
Að lokum vil ég biðja ykkur að lyfta
glösum með heillaóskum til stofnun-
arinnar með þessa nýju viðbót við bæj-
arsímakerfið.
IIII © Ijil:
4 4 4
ÞEIR EIGA BEZT----------
Þeir eiga bezt, er enga hugsun vekja
og engar þrár né lífsins gátur rekja,
en lifa að eins fyrir munn og maga
og meta - eins og skepnan - loðna haga.
VIT OG STRIT.
Einn ég sit við önn og strit,
yrki fit að nýju kvæði,
sýni lit, en lítið vit,
löngum bit á skáldsins fræði.
HÁÐ OG NÍÐ.
Hugdettusmíði í háði og níði
ier hæpnasta prýði, já, svo er nú það,
þó er það við líði í logni og stríði,
við lesum það víða — og skrifum á blað!
H. J.
" : • - j