Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 44

Símablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 44
82 B IMABLAÐIÐ Þá er nú loksins hœgt að sjást og hittast í sama sem eigin húsnæði. Framkvæmda- stjórn félagsins hefur fengið leyfi póst- og símamálastjóra til fullra afnota af salnum á 6. hæð nýja símahússins á kvöldin. Á dag- inn er rekin þar kaffistofa og vonir standa til, að þar komist á laggirnar mötuneyti fyrir starfsfólkið, áður en langt um líður. Á fyrsta fundi félagsráðs í haust, var, eftir tillögu framkvæmdastjórnar, kosin skemmti- nefnd þannig, að i henni eiga sæti tveir full- trúar frá öllum vaktadeildum og þeim öðr- um, sem mjög eru dreifðar, en einn frá hin- um. Vakti það fyrir framkvæmdastjórninni með þessu fyrirkomulagi, að þessari ný- kjörnu skemmtinefnd væri falið að sjá urn það, að deildir félagsins hér i Reykjavik reyndu að nota sér salinn til skemmtana, tvær eða fleiri saman, þar sem salurinn mun of lítill til almennra félagsskemmtana. Þá hefur framkvæmdastjórnin rætt um að freysta þess að halda almennan félagsfund, einhverntima bráðlega, helzt áður en aðal- fundir hefjast. Einnig hefur hún, að fengnu leyfi félagsins keypt ágæta slaghörpu (Pi- ano) og fest kaup á fyrsta flokks segul- bandstæki, sem væntanlega verður komið fyrir jólin. Einnig hefur fengizt leyfi stofn- unarinnar til að láta Radíóverkstæðið búa og leggja fyrir hátalaralögn í salinn og mun brátt hafist handa í því máli. Þegar svo koma ný borð og stólar, sérstaklega teiknað og smíðað fyrir þennan sal, skemmtileg hliðarljós, og eitthvað skraut á milligerð- irnar, veit ég að þar verður mjög vistlegt. Þegar hafa tvær deildir haldið skemmti- kvöld í salnum, sem tekizt hafa með prýði, og mun sagt frá þeim annars staðar í blað- inu. Þá eru og hafin tafl og spilakvöld og standa vonir til að þar verði þó nokkur þátt- taka, og er fram líða stundir, verður reynt að koma á keppni í þessum skemmtilegu SIMABLAÐIÐ er gefið út af Félagi ísl. símamanna. Ritstjóri: A. G. Þormar. Meðritstjóri: Ingólfur Einarsson. Teiknarar: Helgi Hallsson, Rögnvald- ur Ólafsson, Sigurjón Davíðsson. Auglýsingastjóri: Júlíus Pálsson Félagsprentsmiðj an. íþróttum. Þá hefur stjórnin frétt , að skemmtinefnd ætli að freista þess að hafa þarna jólatrésskemmtanir, fyrir börn félags- manna og vonumst við fastlega til, að það heppnist vel. En kæru félagar, við verðum öll að styðja þessa viðleitni stjórnar og skemmtinefndar, eins og við getum, annars verður lítill ár- angur góðs vilja . Símablaðið þakkar öllum þeim, sem sent hafa því myndir af börnum sínum. En þvi miður komu margar þeirra of seint til þess, að hægt væri að nota þær að þessu sinni — og margar voru of litlar eða of daufar til þess, að hægt væri að gera myndamót af þeim, eða fella þær inn í samsettan hóp. Iliiii • 1 síðasta blaði hafa slæðzt inn nokkrar meinlegar villur í síðustu próförk. Nöfn hafa brenglazt á símstjóramyndinni á bls. 45 á þeim Haraldi Jónssyni og Valde- mar Lárussyni, Halldóru Þórðardóttur og Guðríði Sigurðardóttur. Á bls. 49 í minningargrein um Olaf For- berg, í fyrstu línu stendur 8. júli í stað 8. ágúst, og síðar hefur dánard. misprentazt 15. júlí í stað 15. ágúst. SLÉTTUBÖND. Dagsins Ijómi bvrtist brátt, bjartir hljómar klingja, lagsins ómar hefjast hátt, hjartans rómi syngja. H. J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.