Símablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 26
64
SÍMAB LAÐ IÐ
en taki ekki orlofsfé, og þeir er kunna
að liafa tekið orlofsfé, hætti því frá
næstu áramótum.“
Ilvað liggur hér að baki? í fljótu
hragði mætti hugsa sér, að nokkur
liluti stöðvarstjóranna svikist vísvitandi
um sitt orlof, til þess að geta í þess
stað liirt aurinn, sem greiddur er, eða
eitlhvað i þá átt. Svo er þó ekki. Hvers
vegna varð þessi ályktun til ? Vegna
þess, að nokkrir innan deildarinnar geta
alls ekki verið að heiman, eins og ann-
að gott fólk, sér til hvildar og hress-
ingar í sumarleyfi. Hversvegna? Af
þeirri einföldu ástæðu, að þeir geta ekki
hlaupið frá skyldum sinum, þeir eru
háðir þeim, eins og kálfurinn tjóðri
sínu. Þeim er sagt, meira að segja á
prenti af sjálfum löggjafanum, að þeir
eigi að búa við réttindi og skyldur —
eins og aðrir, sem eru í þjónustu ríkis-
ins. Það virðist svo, að til þess sé ætl-
azt, að þeir ræki skyldurnar, hvað sem
réttindunum líður. Skal þetta skýrt
nokkru nánar.
Á mörgum 1. fl. B-stöðvum er aðeins
ein starfsstúlka og mun almennt gert
ráð fyrir að hún vinni um 6 stundir
á dag. Afgangstímarnir fjórir falla þá
í hlut stöðvarstjórans, auk reiknings-
halds, skýrslugerða og innheimtu vegna
Landssímans. Auk þessa er pósthús op-
ið frá kl. 10 f. h. til (5 e. li. Á síma-
og póststöðvum, þar sem margt starfs-
fólk vinnur að jafnaði, mun oft vera
hægt að taka orlof á vixl með auka-
vinnu. Það er nokkur lausn, en hvergi
nærri viðundandi, ef orlofsþeginn verð-
ur að gjalda orlof sitt með tvöföldum
vinnnudegi. Margir myndu þó telja slíka
lausn eins og hvalreka á sínum fjör-
um, allt er tilvinnandi fyrir eitthvert
orlof. A þessum sömu stöðum eru og
oft fleiri og færri er áður hafa unnið
að þessum störfum, og þyggja gjarna
íhlaupavinnu, þótt ekki geti sinnt fastri.
Til þeirra mun oft verið gripið. I fá-
menni eru þessar leiðir undantekning-
arlítið lokaðar. Hvað dugleg sem síma-
stúlkan kann að vera, er vinnur ein
með símastjóranum, kemst hún ekki
yfir það að sitja 10 tíma við erfiða
símaafgreiðslu og afgreiða allt á póst-
húsinu að auki. Meðan ekki er unnt að
deila einni manneskju í tvo hluta, verða
báðir þessir aðiljar að sitja heima, livað
sem öllum orlofsgjöfum liður, og hvað
sem prentaðar heimildir segja um rétt-
indin.
Mikil úrbót væri það, ef framgengt
yrði þeim óskum deildarinnar, að lág-
marksaðstoð til póst- og símstjóra
vrði ein og hálf starfstúlka. Þá myndi
rýmra um vik, enda þótt orlof þess-
ara aðila væri bvggt á þvi, að fólkið
sjálft hjálpaði hvert öðru, meðan sum-
arleyfa væri notið.
Með fullum rétti er minnzt á starfs-
þreytu í síðasta blaði. En geti nokkrir
menn fengið ofskömmtun hennar,
hljóta það að vera þeir, er aldrei fá
hvíld, aldrei geta hrist af sér klafann.
Það er alkunna, að starfsfólk lilakk-
ar ahnennt til orlofsins, næstum eins
og börn til jóla, og einnig skiljanlegt.
Amstur og önn brauðstritsins er látið
lönd og leið, — íslenzkt sumar, eða
erlent, sólskin og hvíld, en þó fyrst og
fremst frelsi1, er fögnuður þess. - Og
við, sem tjóðraðir erum, fáum góða
gesti, sem við gleðjumst með, afgreið-
um þá með póst og síma, drekkum
með þeim kaffisopa, ef tími vinnst til,
og segjum kannski til vegar til næsta