Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 32

Símablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 32
70 SIMAB LAÐIÐ ganga; enda er hvorki félagsráð né framkvæmdastjórn almáttug. En þó eru þau orðin æðimörg verkefnin, sem félagsráð og framkvæmdastjórn hafa fengið til meðferðar og tekizt að leysa. En rúmsins vegna verður ekki nema lítið eitt talið hér. Yið skulum þó nefna mál stúlknanna á 1. fl. B-stöðvunum. Það var nokkuð þungt i vöfum, en vannst þó. Á stærstu þessara stöðva hafa þær nú söniu kjör, réttindi og skyldur, og stúlkurnar á landssímannm i Reykjavík. Nú er fram- kvæmdastjórn að vinna að því, að kjör stúlkna á öllum 1. fl. B-stöðvum kom- ist í sama liorf. Það hefur ekki tekizt að leysa það ennþá. En að því verður unnið með festu og einurð þar til það vinnst. Og síðast frísímamálið. Póst- og símamálastj órnin var húin að ákveða, að þeir starfsmenn, sem fengju nýjan síma, skyldu greiða fullt afnotagjald án tillits til þjónustualdurs. Með því var sniðgengin sú venja, sem áður hafði ríkt. Menn undu þessu að vonum illa og sneru sér til fram- kvæmdastjórnarinnar og' óskuðu að- stoðar hennar i þessu máli. Fram- kvæmdastjórnin tók málið þegar upp við póst- og símamálastjóra. Hélt hún fast og eindregið fram þeirri skoð- un, að tvennskonar reglur gætu ekki gilt innan stofnunarinnar í þessu efni, þar sem eldri starfsmenn liefðn þau hhumindi, að þurfa ekki að greiða af- notagjöld sin. Væri óverjandi, að láta þá er nú fengju síma greiða full gjöld. Því fremur sem margir þeirra hefðu langan þjónustualdur að baki. Málinu lauk þannig', að fjármálaráðu- neytið gaf út reglugerð þar sem sjón- armið framkvæmdastjórnarinnar voru tekin til greina. Fleira verðnr ekki rakið að sinni. Það skal játað, að það er erfitt að vinna svo að félagsmálum i jafnstóru félagi og margþættu sem F.I.S. er, að öllum líki. En það skal sagt, að við erum ósmevkir við að gera samanburð á störfum okk- ar og ýmsra annarra, sem með stjórn félagsins hafa farið á undan okkur. S. S. Þess skal getið, ssm gert er Eins og kunnugt er, er Byggingasamvinnu- félag símamanna með stórbyggingu í smið- um, sem nú er að verða lokið. Bygging þessi Hafsteinn Þorsteinsson. stöðvaðist alveg á fyrra ári vegna féleysis, og engin von var til, að ljúka verkinu nema lán fengist, en á því voru litlar horfur. Þeir, sem að byggingunni stóðu voru þess alls ómegnugir að leggja meira fram, svo útlitið var ekki glæsilegt. En úr hefur þó rætzt fyrir atbeina stjórnar B.S.R.B. Lífeyr- issjóðurinn hefur veitt viðbótarlán svo hægt hefur verið að ljúka verkinu að mestu leyti nú í sumar. Ber að þakka stjórn B.S.R.B. fyrir ötula framgöngu í þessu máli. Vegna góðs tíðarfars í sumar gekk verkið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.