Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 16

Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 16
fTteihaldarjjólk á 20. ill Fundur landa og þjóð- flokka hefur frá alda öðli verið eitt af mestu hugðar- efnum mannanna. Um ó- þekkta þjóðflokka og fjar- læg, einangruð landssvæði, hafa gengið kynjasögur og skapazt ævintýri, sem á löngum rökkurstundum hafa yljað milljónum manna og gefið hugarflugi þeirra hyr undir vængi. Landkönnuðir hafa lagt lífið í sölurnar í þessari leit, lengra og lengra inn á óþekkt landssvæði, og loks var svo komið, að menn þóttust þekkja sína eigin gömlu jörð, og töldu að eng- ir ævintýraheimar væru þar lengur ókannaðir. En útþrá þeirra varð ekki stöðvuð. Stjörnur himinsins áttu aðdráttarafl, sem þeir stóðust ekki, og kapphaupið um að vera fyrstur til að svipta hulunni af leyndar- dómum þeirra, er nú í al- gleymingi. En móðir jörð lætur ekki að sér hlæja og finnst að nær væri börnum hennar að þekkja sig til hlítar, áður en þau fara að hefja sig til flugs, til annarra hnatta, í leit að óþekktum mannver- um. Því sannleikurinn er sá, að enn leynast hér á jörð þjóð- flokkar, sem aldrei hafa komist í snertingu við menn- inguna, en lifa enn lífi stein- aldarmannsins. Ekki eru liðin nema rúm 30 ár síðan gullleitarmenn í sök þessa jyrirbrigðis, og er þá að jafnaði staldrað við hraða nútímans á öllum sviðum, eftir að vélamenn- ingin og kapphlaupið um lífsgæðin tóku að helríða þjóðinni, — ekki síður hér en annars staðar. En þetta er að dómi þeirra, sem gefa sér tíma til að rök- hugsa málið, aðeins ein hliðin. Einhvern tíma hefði maður getið sér þess til, að hinn aukni hraði og glíman við lífsgœðin, skapaði afkastameiri og áhugasamari kyn- slóð. En hitt er þó að verða áhyggjuefni, — að doði og andvaraleysi sé það, sem vestrænum þjóðum stafar mest hœtta af í viðskiptum við aðra kynstofna, sem eru að vakna til meðvitundar um þá óeyddu lífs- orku, sem þeir búa yfir. Og erum við þar engir eftir- bátar. En hér var ekki œtlunin að brjóta heilann um of- þreytu heilla þjóða heldur einstaklinga, sem ekki hafa tíma til að lifa lífinu og njóta þeirra gæða þess, sem mölur og ryð fá ekki grandað. Er nú þessi almenni skortur á tíma, þetta hitasóttarkennda annríki raunveruleiki að einhverju marki? Það er það svo lengi, sem einstakl- ingurinn þarf á óhœfilega löngum vinnudegi að halda, til að hafa ráð á því að láta sér og sínum líða vel í þessum heimi. En þeir, sem svo eru settir, að hæfileg- ur vinnudagur endist þeim til þessa, — en sjá þó aldrei fram úr því, sem þeir þurfa að gera, þá skortir eitthvað tilfinnanlega. Og sannleikurinn er líka sá, — að í hópi þeirra finnast sjaldnast þeir einstaklingar, sem nokkuð stórt liggur eftir að leiðarlokum. Mennirnir, sem setja svip á samtíð sína — á umhverfi sitt, þeir eru sjaldnast í tímahraki. Þeir hafa hlotið þá náðargáfu í vöggugjöf, að vinna — kunna að skipu- leggja starf sitt. .Þetta er fyrst og fremst einkenn- andi um marga þá, sem gnœfa upp úr í mannkynssög- unni. En margir eru þó þeir, sem náð hafa tökum á því að nota tímann rétt og eru því meiri afkastamenn en aðrir, — jafnvel þó að þeir séu ekki meiri gáfum gœddir, — af því að uppeldið hefur beint þeim inn á þá braut, og þeir haft vit á að þroska þennan hæfileika með sér. En hér blasir við í okkar þjóðlífi ein af syndum þjóð- arinnar og yfirvalda frœðslumálanna, — sem virðast lengi hafa verið stöðnuð, og skilningslaus á þörfina fyrir lifandi og hagrænt uppeldi í skólum landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.