Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 28

Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 28
Flug- mennirnir T. Harding, Erik Nelson, Les. Arnold Smidt. móttökur 1924, ásamt hr. Crumrine, sem hafði dvalið í vikutíma á Hornafirði áður en flugvélarnar áttu að koma. Herskip voru höfð til að vísa flugvélunum leiðina yfir Atlantshafið. Ég fékk heimsókn af borðalögðum skipverjum á stöðina. Þeir spurðu um, hvar Eskimóarnir væru, og hvar snjóhúsin væru finnanleg. Sagði ég þeim, að þeir skyldu leita betur. Ég var spurð, hvort ég væri dönsk. Þann 3. ágúst kom hr. Smidt og véla- maður hans. Þá urðu fagnaðarfundir hjá þeim félögum. Samt skyggði á, að þriðja vélin með tvo menn innanborðs, sökk í hafið milli Skotlands og íslands. Mönn- unum var bjargað af brezkum togara. Áður hafði ein vél leiðangursins farizt í Klettafjöllum í Ameríku. Mannbjörg varð einnig af þeirri vél. Þessar fjórar flugvél- ar lögðu upp í hnattferð frá Seattle, Banda- ríkjunum. Að kvöldi 3. ágúst héldu foreldrar mín- ir veizlu fyrir flugmennina, í Garði. Þeir virtust óþreyttir og léku á alls oddi. Þeim fannst íslenzki maturinn góður, og þeim var skemmt með söng og hljóðfæraslætti þetta kvöld. Erik Nelson er ljúfmannleg- ur maður. Hann minntist margs, er hann kom á ný á Hornafjörð 1954, og þá sér- staklega hversu þokubakkinn, sem hann flaug í gegn um, hafði verið geigvænlegur. Það var þess vegna, sem hr. Smidt sneri aftur 2. ágúst. Hefði þokunni ekki létt, mundi hafa illa farið, sagði Nelson. Um þetta mun hann hafa hugsað, er hann af- Framhald á bls. 58 GVENDUR — framhald af bls. 70. Ferðinni var heitið upp í Gyðingahverfið. Jói vissi, af gamalli reynslu, að þar var oft hægt að komast að góðum kaupum, ef menn kunnu lagið á júdunum. Gvendur hélt áfram að undrast allt, sem hann sá, og var það að vonum. En það var ekki laust við að hann sjálfur vekti nokkra eftirtekt meðal borgar- búa. Það var ekki daglegur viðburður, að íslenzkur sveitastrákur, íklæddur hinum „klassisku" spariflíkum sveitamannsins á Islandi á kreppuárunum, mórauðum vað- málsgrodda, lambskinnshúfu á höfði og kú- skinnsskó á fótum, prýddi hið víðfræga Prinsessustræti Edinborgar. Og það hlaut að vekja nokkra eftirtekt, enda stakk það allmikið i stúf við hinn hofmannlega klæðn- að þeirra innfæddu. Gvendur var og ákafur að skoða öll þau undur, sem fyrir augun bar, til að veita því nokkra eftirtekt, að hann var sjálfur skoðaður með nokkurri undrun. En hér yrði bráðlega breyting á. Ytra borð íslenzka sveitadrengsins skyldi þurrkast út og íklæðast erlendu skrauti. Ferðin var satt að segja fyrst og fremst farin I þeim göfuga tilgangi að gera herra- mann úr Gvendi. Sem sé, kaupa á hann nýjan klæðnað. Þeir fáu skildingar, sem skipafélagið hafði séð sér fært að greiða Gvendi í erlendri mynt, náðu að sönnu skammt til þeirra hluta, en hjálparhellan hann Jói hafði hlaupið undir bagga með honum og gengizt fyrir samskotum meðal skipshafnarinnar, og þannig hafði náðst sú upphæð, sem talin var nægja til að gera „gentlemann“ úr Gvendi. Jafnvel Siggi há- seti hafði gefið fimm skildinga. Kannske hafði Siggi einhverja samvizku, þrátt fyr- ir allt. Gyðingurinn fagnaði þeim eins og lang- þráðum vinum. Hefur sennilega fundið af þeim auralykt. Jóa bátsmanni var þó fagn- að af mestum innileik, enda þekktust þeir frá fyrri viðskiptum. Þeir höfðu oft leitt saman hesta sína í hinni göfugu íþrótt, að reyna að „snuða“ hvor annan, og enda þótt Jói þættist vinna mikla sigra í þeim átökum, var það þó sennilega gyðingurinn, sem mest bar úr bítum í þeim viðskiptum. Jói hafði að sjálfsögðu orð fyrir þeim fjórmenning-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.