Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 43

Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 43
Jói bátsmaður leit á Sigga og lét brúnir síga. — Það er ekki stórmannlegt, Sigurður, að hæðast að fáfróðum og einföldum unglingi, sem aldrei hefur á sjó komið fyrr en nú, og því öllu ókunnugur, sem til skipa heyrir. Það getur vel verið, að þú skemmtir einhverjum þér líkum með því og verðir meiri maður í þeirra augum. En í mínum augum er það i hæsta máta löðurmannlegt. Þú værir sjálfur sennilega ekki burðugri, ef þú værir sendur með honum upp í sveit, þar sem hans verksvið hefur verið hing- að til. Þú yrðir jafn auðveld bráð fyrir hann þar og hann er fyrir þig hér, ef hann væri sama sinnis og þú. Hann gæti trúlega talið þér trú um það, að halinn á kúnum væri til þess að stýra þeim með. En þú hefur aldrei i sveit komið, borinn og barnfæddur í fjöruborðinu, ef svo mætti segja. — Þegar jói bátsmaður talaði, þögðu aðrir venjulega. Jafn- vel Siggi háseti, jafn kjaftfor og hann var, þorði ekki að kljást við Jóa. Jói bátsmaður var heljamenni að burðum, en alveg sér- stakt ljúfmenni í lund, laus við alla áreitni við aðra, en tók jafnan málstað þeirra, er minna máttu sín. Skaparanum hefur kannski fundizt það varhugavert, eftir að hafa verið svona örlátur á líkamlegt atgervi Jóa, að senda slikan jötun til jarðinnar með skapgerð meðalmennskunnar, og þess vegna gefið honum með sér þessa sérstaklega ljúf- mannlegu skapgerð. Það var eins og hlýr andvari rynni um hjartaræturnar á Gvendi. Hann leit til Jóa með undrun og þakklæti í aug- unum, líkt og tryggur hundur lítur á húsbónda sinn, eftir að hafa fengið óvænt klapp á kviðinn. Þetta var í fyrsta sinn, sem nokkur hafði tekið málstað hans eða hann fundið hlýjan hug í sinn garð síðan hann kom um borð i skipið. Á hinn bóginn höfðu margir skemmt sér prýðilega á hans kostnað, sérstaklega þegar Siggi háseti lék hlutverk fræð- arans, er Gvendur þurfti að fá skýringu á ýmsu, sem hann ekki skildi. En það var að sjálfsögðu ekki ósjaldan. Jói bátsmaður gekk fyrstur. í kjölfar hans sigldu þeir Siggi háseti og Helgi annarkokkur og síðastur Gvendur messandrengur. Gvendi varð tafsamt ferðalagið; það var svo ótrúlega margt nýstárlegt, sem bar fyrir augun og hann þurfti að skoða nánar. Margt var það, sem vakti undrun hans og aðdáun, en þó varð hann alveg dolfallinn, er hann sá einhverja risaskepnu koma á móti sér. Þetta líktist raunar hesti í sköpulaginu, það sá Gvendur strax, enda umgengist hesta allt sitt líf. En stærðin var ótrúleg. Aldrei hafði hann getað hugsað sér að neinn hestur gæti orðið svona stór. Þeir hlutu að fóðra þá vel hérna í út- landinu. Hann leit til Jóa til að grennslast eftir því, hvort hann hefði tekið eftir þessari risaskepnu. Nei, Jói stikaði þeirra að verðleikum, svo að hægt sé að bjóða bau kjör er eftirsóknarverð þykja. Á. G. -X Sumarbústaöir f Símablaðinu hefur um fátt verið meira skrifað, en sumarbústaðamálið. í síðasta tölublaði birtust hugleiðingar eftir Ingólf Einarsson undir yfirskrift- inni Sumarbústaðir, og er það þörf hvatningagrein til hinna ungu manna í félag- inu. í apríl skipaði fram- kvæmdastjórn F.f.S. eftir- talda menn í nefnd til að vinna að kaupum á landi undir sumarbústaði: Guðlaug Guðjónsson, sem er formaður, Bjarna Olafsson, Baldvin Jóhannesson. Var það gert í framhaldi af landsfundarsamþykkt síð- asta landsfundar um þetta mál. Nefndin hefur lagt kapp á að þetta mál nái fram að ganga og vegna þeirra, sem hafa áhuga á máliinu datt mér í hug að forvitnast um hvað gert hef- ur verið. Nefndin hefur far- ið nokkrar ferðir austur fyr- ir fjall og voru vonir bundn- ar við nokkra staði, en þær runnu út í sandinn af ýms- um ástæðum. Einnig var reynt í Borgarfirði, en án árangurs. Satt að segja er mjög erfitt að ná í land sem hentar SÍMABLA'ÐIÐ 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.