Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 20
A við og dreif.
Sú nýjung var tekin upp
sl. sumar í samræmi við
kjarasamningana, að loka
skrifstofum pósts og síma á
laugardögum mánuðina júlí
/sept., og öðrum þeim starfs-
deildum, þar sem því verð-
ur við komið. í stað þess
verður að jafnaði unnið á
mánudögum til kl. 18. Þetta
hefur mælst vel fyrir og
fullyrða má, að á ýmsum
stöðum nýtist vinnuaflið
mun betur, því laugardag-
arnir hafa lengi verið ó-
drjúgir. Er þess að vænta,
að sami háttur verði á hafð-
ur framvegis.
Tillögu - kassar.
Lengi hefur staðið til, að
koma fyrir „tillögu-kössum“
við stimpilklukkur stofn-
unarinnar, eins og tíðkast
víða erlendis í stórum stofn-
unum. Af ýmsum ástæðum
hefur þetta dregizt, en nú
eru slíkir kassar komnir á
sinn stað í Landssímahús-
inu, Birgðahúsinu, Grensási
og Gufunesi. — Fleiri kass-
ar koma síðar, og þá einnig
á stærstu stöðvum utan
Rvíkur.
í þessa kassa er ætlast til
að þeir starfsmenn stofnun-
arinnar, sem koma vilja á
framfæri við stjórn FIS,
Símablaðið eða póst- og
símamálastjórnina tillögum
eða óskum, skili þeim nafn-
lausum eða með nafni sínu.
Stjórn FÍS kemur þeim sio-
an á framfæri við réttan
aðila.
46
SÍMABLAÐIÐ
flokkaröðunina og fá leiðréttingar á því vanmati á
störfum starfsfólks Landssímans, sem fram kemur
í núgildandi flokkaröðun. Yið verðum að treysta
því, að Kjararáð taki tillögum olckar með skilningi
og virði þau rök, sem við liöfum fram að færa, þó
að afstaða forystu bandalagsins gagnvart óskum
félagsins við undanfarna samninga og skipun Kjara-
ráðs, fyrr og nú, gefi hins vegar ekki góð fyrirheit
né bendi til þess, að henni sé ljós sá styrkur, sem
F.I.S. á í sínum eigin samtökum til að vinna óstutt
að kjaramálum sínum.
I siðustu samningum var reynt að hafa samvinnu
við póst- og símamálastjórn, en tókst þó ekki sem
skyldi. Vonandi tekst betur til nú, og að minnsta
kosti verður að ætla, að ekki verði gengið fram
hjá Starfsmannaráði, eins og þá. Samkvæmt regl-
unum um Starfsmannaráð ber þvi að fjalla um öll
mál, er varða launakjör starfsmannanna. Það er
mikils vert, að samvinna sé góð um þessa hluti, svo
að árangur megi nást. Það ætti að vera stofnun-
inni kappsmál, að kjör starfsmanna hennar séu
ætíð sambærileg við það, er gerist annars staðar,
og þá sér í lagi, að þau séu ekki lakari en annarra
opinberra starfsmanna.
Og vonandi hefur meðferð og gangur kjaramál-
anna undanfarin ár kennt símastjórninni, að engin
skynsamleg rök eru fyrir því, að hún slái hendinni
við óskum félagsins um heiðarlega samvinnu í þess-
um efnum. Heldur ætti hún ekki siður að leita sjálf
eftir þeirri samvinnu.
Erindrekstur.
I félagi eins og F.I.S., þar sem félagarnir eru
dreifðir um allt land, verður ætíð erfitt að hafa hf-
rænt samband við alla félagana og fá þá til að
taka virkan þátt i félagsstarfinu. Þó er engu að siður
nauðsynlegt fyrir félagsstjórnina að reyna að hafa
samband við sem flesta og kynna félagsmálin eftir
því, sem við verður komið. I þessu efni er Síma-
blaðið mikilsverður tengiliður og hefur unnið mikið
og gott starf. Það er því áríðandi fyrir okkur að
hlúa vel að því og leggja því allt það lið, sem við