Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 25

Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 25
TELECENTER bU ivex „Allt er breytingum undirorpið“, varð manni að orði, er sú frétt barst út, að framvegis gæfist manni ekki kostur á að eyða kvöldstund í hinum glæstu sölum „Wivex“, við Ráðhústorgið í Kaupmanna- höfn, og að í stað tóna hinnar frægu hljóm- sveitar, ætti skvaldur símaþjónustu eftir að bergmála þar um loft og veggi. Að vísu var það aðeins um stundarsakir. En gamla Wivex er samt sem áður liðin undir lok í þeirri mynd, sem áður var. Þegar Krúsjev heiðraði Dani með heim- sókn sinni á sl. sumri reis upp mikið og ó- vænt vandamál í símaþjónustunni, því að yfir 300 blaðamenn frá 22 löndum boð- uðu komu sína af því tilefni. Það var sýnilegt, að gera þurfti einstæð- ar ráðstafanir til að geta veitt þessum blaðamannahópi þá þjónustu er þörf krefði, og borið gæti hróður dönsku síma- mannastéttarinnar um víða veröld. Eftir miklar bollaleggingar og ráðstefnur, leyst- ist þetta vandamál hvað snerti Kaup- mannahöfn, þar sem mest var í húfi. En þar þurfti ekki einungis að hugsa fyr- ir símaþjónustunni heldur þótti ekki ann- að hæfa en að veita þessum mikla hópi frægra blaðamanna alls konar þægindi og munað í sambandi við hana. Og svo vildi til, að veitingasölunum á Wivex hafði ver- ið lokað, og ekki enn ráðstafað. En sam- komulag náðist um leigu á þeim til þessar- ar þjónustu. í þessum sölum „Wivex“ lét utanríkis- ráðuneytið innrétta aðalbækistöð fyrir þessa 300 blaðamenn, sem væntanlegir voru, og með öllum hugsanlegum þægind- um fyrir þá. Á 1. hæð var vinnusalur með miklum fjölda ritvéla, þar á meðal nokkr- ar eldri gerðir — með rússneskum bók- stöfum, allt var þetta til ókeypis afnota. Enn fremur voru þarna settir upp 4 fjar- ritamótfakarar, sem stilltir voru inn á sambönd stærstu fréttastofanna, svo hægt væri að fylgjast með því, hvaða fréttir væru sendar út um allan heim af heim- sókn Krúsjevs. Á stofuhæðinni, í hinum gamla veit- ingasal var innréttuð deild fyrir allar upp- lýsingar, túlka, útvarp og sjónvarp, einn- ig var þar banki og svo talsímamiðstöð- in. Öllu var þessu svo vel fyrirkomið í söl- um þessa gamla, og æruverða skemmti- staðar, að það vakti hina mestu aðdáun blaðamannanna. Hin gamla setustofa á- samt barnum sem henni tilheyrði, var höfð til einka afnota fyrir þá, og sem sér- stök þjónusta var gerður beinn útgangur í „Tívolí“-garðinn, þannig að blaðamenr. þurftu engan inngangseyrir að greiða. Símamiðstöðin á „Wivex“ var þannig innréttuð, að í talsímadeildinni voru 20 talklefar með beinu sambandi í sjálfvirka miðstöð. í ritsímadeildinni voru 11 telex sambönd, beint fjarrita samband (sendir og móttakari) við New York og 7 endur- gatar. Þessar 20 vélar stóðu í röð á 20 metra löngu borði, og leit það mjög fallega út, og var aðdráttarafl fyrir blaðaljós- myndarana. Símamiðstöðin á „Wivex“ var opin all- an sólarhringinn frá sunnudegi 14. júní til kl. 22 þann 21. júní. Þegar afgreiðslan var gerð upp, varð niðurstaðan þessi: Af- greidd höfðu verið 900 samtöl, 83 pressu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.