Símablaðið - 01.12.1964, Page 25
TELECENTER
bU
ivex
„Allt er breytingum undirorpið“, varð
manni að orði, er sú frétt barst út, að
framvegis gæfist manni ekki kostur á að
eyða kvöldstund í hinum glæstu sölum
„Wivex“, við Ráðhústorgið í Kaupmanna-
höfn, og að í stað tóna hinnar frægu hljóm-
sveitar, ætti skvaldur símaþjónustu eftir
að bergmála þar um loft og veggi. Að vísu
var það aðeins um stundarsakir. En gamla
Wivex er samt sem áður liðin undir lok
í þeirri mynd, sem áður var.
Þegar Krúsjev heiðraði Dani með heim-
sókn sinni á sl. sumri reis upp mikið og ó-
vænt vandamál í símaþjónustunni, því að
yfir 300 blaðamenn frá 22 löndum boð-
uðu komu sína af því tilefni.
Það var sýnilegt, að gera þurfti einstæð-
ar ráðstafanir til að geta veitt þessum
blaðamannahópi þá þjónustu er þörf
krefði, og borið gæti hróður dönsku síma-
mannastéttarinnar um víða veröld. Eftir
miklar bollaleggingar og ráðstefnur, leyst-
ist þetta vandamál hvað snerti Kaup-
mannahöfn, þar sem mest var í húfi.
En þar þurfti ekki einungis að hugsa fyr-
ir símaþjónustunni heldur þótti ekki ann-
að hæfa en að veita þessum mikla hópi
frægra blaðamanna alls konar þægindi og
munað í sambandi við hana. Og svo vildi
til, að veitingasölunum á Wivex hafði ver-
ið lokað, og ekki enn ráðstafað. En sam-
komulag náðist um leigu á þeim til þessar-
ar þjónustu.
í þessum sölum „Wivex“ lét utanríkis-
ráðuneytið innrétta aðalbækistöð fyrir
þessa 300 blaðamenn, sem væntanlegir
voru, og með öllum hugsanlegum þægind-
um fyrir þá. Á 1. hæð var vinnusalur með
miklum fjölda ritvéla, þar á meðal nokkr-
ar eldri gerðir — með rússneskum bók-
stöfum, allt var þetta til ókeypis afnota.
Enn fremur voru þarna settir upp 4 fjar-
ritamótfakarar, sem stilltir voru inn á
sambönd stærstu fréttastofanna, svo hægt
væri að fylgjast með því, hvaða fréttir
væru sendar út um allan heim af heim-
sókn Krúsjevs.
Á stofuhæðinni, í hinum gamla veit-
ingasal var innréttuð deild fyrir allar upp-
lýsingar, túlka, útvarp og sjónvarp, einn-
ig var þar banki og svo talsímamiðstöð-
in.
Öllu var þessu svo vel fyrirkomið í söl-
um þessa gamla, og æruverða skemmti-
staðar, að það vakti hina mestu aðdáun
blaðamannanna. Hin gamla setustofa á-
samt barnum sem henni tilheyrði, var
höfð til einka afnota fyrir þá, og sem sér-
stök þjónusta var gerður beinn útgangur
í „Tívolí“-garðinn, þannig að blaðamenr.
þurftu engan inngangseyrir að greiða.
Símamiðstöðin á „Wivex“ var þannig
innréttuð, að í talsímadeildinni voru 20
talklefar með beinu sambandi í sjálfvirka
miðstöð. í ritsímadeildinni voru 11 telex
sambönd, beint fjarrita samband (sendir
og móttakari) við New York og 7 endur-
gatar. Þessar 20 vélar stóðu í röð á 20
metra löngu borði, og leit það mjög fallega
út, og var aðdráttarafl fyrir blaðaljós-
myndarana.
Símamiðstöðin á „Wivex“ var opin all-
an sólarhringinn frá sunnudegi 14. júní
til kl. 22 þann 21. júní. Þegar afgreiðslan
var gerð upp, varð niðurstaðan þessi: Af-
greidd höfðu verið 900 samtöl, 83 pressu-