Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 41

Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 41
um leið og hann leit niður á gólfið í lúkarnum. Honum hraus hugur við að klöngrast niður úr kojunni í þessum veltingi. Honum hafði verið fengin efri koja til afnota og nú fannst honum hæðin niður á lúkargólfið helmingi meiri, séð ofan frá, en kvöldið áður, þegar hann klifraði upp í hana. Hann herti þó upp hugann, lagðist á magann og rak langa og renglulega skánkana út yfir kojustokk- inn og lét sig síga varlega niður, um leið og hann þreifaði fyrir sér með fætinum eftir einhverri fótfestu. Brátt varð hann var við, að hægri iljin fékk nokkurn stuðning af ein- hverju mjúku og mishæðóttu. Gvendur gaf sér ekki tíma til að athuga nánar hvað það var, sem hann steig niður á, enda með allan hugann við að halda sér fast í koju- stokkinn. Hann lét því allan líkamsþungann fylgja á eftir og bjó sig undir að stíga niður á kojugólfið með vinstra fæti. En allt í einu kvað við ógurlegt öskur upp í iljina á honum, og samtímis fékk hann bylmingshögg á mjóa- legginn. Gvendi brá svo mikið, að hann missti tökin á kojustokknum og endaslengdist flatur á lúkarsgólfið. — Hver andskotinn er að þér, maður? Heldurðu, að and- litið á mér sé eitthvert stigaþrep fyrir þig? Þú mátt þakka fyrir, að þú varðst ekki mannsbani, það munaði minnstu, að þú kæfðir mig. Helgi annarkokkur, sem hafði sofið vært og andvara- laus í neðri kokjunni, strauk á sér andlitið og starði með grimmdarsvip á Gvend, þar sem hann sat eins og hvolp- ur á lúkarsgólfinu og starði stjörfum augum inn í fram- tíðina um borð í þessu skipi. — Nei, þá var það skárra í Suðursveit. — Gvendur, farðu niður í eldhús með þennan bakka. — Áður en Gvendur gat svarað, stóð hann í efsta þrepi stig- ans niður í eldhúsið, með fullan bakka af fínasta postulíni í fanginu. Gvendur lagði af stað niður stigann, en sá litt niður fyrir fætur sér, þar eð bakkinn var svo umfangs- mikill, að hann byrgði allt útsýni niður á við. I miðjum stiganum misti Gvendur af einu stigaþrepinu, og mun þar hafa hjálpazt að, útsýnisleysið og smávegis hnútur, sem kom á skipið. En afleiðingarnar urðu þær, að Gvendur, postulínið og bakkinn lentu sitt í hverju lagi á steinsteyptu eldhúsgólfinu, með ógurlegum hávaða. Kokkurinn, stór og ofsafeitur Dani, var að taka pott af eldavélinni, þegar skruggan reið yfir, og brá honum svo mikið, að hann missti pottinn niður á fæturna á sér. Venjulega var dansk- urinn dagfarsgóður, en reiddist illa, þegar honum mis- líkaði eitthvað og kom þá á hann hálfgerður berserks- gangur, og vissi hann þá varla hvað hann gerði. Reiði- köstin stóðu venjulega stutt, og það var eins með hann og berserkina til forna, eftir að mesti móðurinn hafði runnið af honum, varð hann aftur ljúfur eins og lamb. Hrakfarir Gvendar og heitur grauturinn á fótum kokksins, hjálpuðust að, til þess að koma berserksgangi á hann. — Hvad fanden virkjar verið sendir til enskumælandi þjóða á nám- skeið og ekki talin ástæða til að efast um kunnáttu þeirra í ensku. Ekki voru þó allir ánægð- ir með þessa skýringu og fengu því framgengt að við- komandi símvirkjar yrðu prófaðir í ensku og Norður- landamálunum, sennilega með tilliti til þess að kenn- arar yrðu sænskir. Prófað var í Menntaskólanum í Reykjavík, og mættu fjórir í prófið en tveir voru utan- bæjar. Allir þessir fjórir stóðust prófið og virtist þar með sjálfsagt að boðið yrði þegið. Svo reyndist þó ekki, og var boðið afþakkað m. a. á þeim forsendum, að um erf- iðleika yrði að ræða fyrir nefnda starfsmenn vegna málsins! Að vísu var farið fram á að L. M. Ericssoi sendi kennara til íslands og haldið yrði námskeið hér, en trú- lega verður nokkur bið á því. Þetta er aðeins dæmi um það skilningsleysi, sem rík- ir innan stofnunarinnar á nauðsyn þess, að starfsmenn hennar fylgist með nýjung- um á tæknisviðinu. Með hinum öra vexti stofnunarinnar og áætlunum um stórfelldar framkvæmd- ir á sviði sjálfvirkninnar og annarra tækni, eykst að sama skapi þörfin fyrir tæknimenn. Það er því áríð- andi, að tæknimennirnir búi við það góð kjör að nægilega margir fáist til að leggja þau störf fyrir sig. Allt fram á síðustu ár hef- ur verið það mikill áhugi SÍMABLA'ÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.