Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 39
^uendi
uir
FER FT I HEIML\i\
Hann hafði staðið þarna á hafnarbakkanum góða stund
og horft dreymandi augum á hið glæsilega skip. Allskonar
ævintýralegar draummyndir liðu í gegnum huga hans, í
sambandi við þetta skip og áhöfn þess. Honum varð star-
sýnt á þessa gullborðalögðu menn, sem spígsporuðu um
þilfarið. Þeir voru ennþá gylltari en sjálfur sýslumaðurinn
heima í Suðursveit. Já, hver sem ætti þess kost að kom-
ast á svona glæsilegt skip, með svona fínni skipsöfn! Sigla
til framandi landa og sjá sig um í hinum stóra heimi.
Kannske gæti hann líka, með tímanum, sjálfur fengið
svona gullbryddan búning. Það var heillandi tilhugsun.
1 sveitina færi hann ekki aftur, hvað sem tautaði. Hann
hafði fengið nægju sína af því að eltast við pestarrollur
upp og fjöll og firnindi, að ógleymdum bölvuðum fjós-
mokstrinum. Nei, það var ekkert líf.
Gvendur hrökk upp úr þessum dagdraumum sínum við
það, að skipið flautaði í fyrsta sinn. Dagdraumarnir slepptu
tökum á 'honum og hann skall óþyrmilega niður á hinar
bláköldu staðreyndir. Hann draup höfði, renndi augunum
niður eftir snjáðum vaðmálsbuxunum, niður á útvaðna
kúskinnsskóna.
Hver var hann, að hann skyldi voga sér að láta sig
dreyma um slíkt? Hann, Guðmundur Jónsson frá Bjólu
í Suðursveit. Fátækur og umkomulaus sveitadrengur, sem
hafði verið sendur til frænku sinnar í Reykjavík, í þeirri
veiku von, að hann gæti unnið þar fyrir sér og þannig
létt á stóra barnahópnum heima. Menn áttu ekki margra
kosta völ á kreppuárunum. Gvendur strauk rauðan hár-
lubbann frá horuðu og beinaberu andlitinu, stakk hönd-
unum djúpt niður í buxnavasana og bjó sig undir að
labba í burtu.
— Hæ, strákur, heyrirðu ekki, að ég er að kalla á þig?
— Gvendur leit upp. Einn af þeim borðalögðu stóð við
borðstokkinn á skipinu og benti honum að koma til sín.
Gvendur dró hendurnar silalega upp úr buxnavösunum
og gekk hikandi skrefum í áttina að skipinu. — Ertu at-
vinnulaus? — Gvendur játti því. — Viltu fá pláss hér
um borð, sem messastrákur?
Andlitið datt nærri af Gvendi, svo undrandi varð hann.
Hann kom engu orði upp góða stund; var hann kannske
ennþá í hinum töfrandi heimi dagdraumanna ? Þetta var
of gott til að geta verið veruleiki.
í síðasta Símablaði er
mjög athyglisverð grein um
tæknimenntun og tækni-
menn símastofnunarinnar.
Ástæða er til að vekja sér-
staka athygli á þessari grein
og taka undir þau sjónar-
mið, sem þar koma fram.
Tæknin verður í æ ríkari
mæli undirstaðan í rekstri
stofnunarinnar og því höfuð
nauðsyn fyrir stjórn hennar
að búa vel að þeim mönn-
um, sem hana annast, bæði
hvað viðkemur launakjör-
um og menntun.
Þó að miklar kröfur séu
gerðar um menntun og
kennsla nokkuð góð, þá er
samt margt, sem betur
mætti fara.
Engar fastar reglur eru
t. d. um símvirkjanám, sem
farið er eftir. Hefur ýms
háttur verið hafður á því
undanfarin ár, oftast hefur
kennslan farið fram utan
vinnutíma, sennilega í sparn-
aðarskyni. Það er þó harla
ólíklegt að sú sparnaðarvið-
leitni hafi borgað sig ef litið
er á þá staðreynd, að fjöldi
nemenda fellur á prófum og
hrökklast frá námi af ástæð-
um, sem oft má rekja til
þess að þeim er um megn
að ná þeim árangri, sem
krafist er, og skila að auki
fullum vinnudegi.
Að sjálfsögðu er ástæðan
einnig oft sú, að nemarnir
ráða ekki við námsefnið,
sem að miklu leyti er á er-
lendum tungumálum, þrátt
S í M A B LA'Ð IÐ
65