Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 35

Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 35
Það er augljóst mál, að Bjarni Forberg hefur lagt mjög mikla vinnu í þessa bók, sem samanstendur af um 57000 orðum. í henni er efnisinnihald hverrar bókar í safninu dregið saman í stuttu máli, og er það gert, eins og fyrr segir, til að auð- velda þeim, sem vilja komast fljótt að því efni, sem þeir leita að hverju sinni. Bókasafnið er í vörzlu efnisvarðar Bæj- arsímans, Kristjáns Jónssonar, en í lélegu húsnæði. í formála að bókaskránni segir, að safn þetta skoðist sem vísir að fram- tíðar tæknibókasafni, að reynt hafi verið að ná saman öllum gömlum bókum, sem að öðrum kosti hefðu glatazt, og að fram- vegis verði reynt að fá til safnsins það markverðasta af nýjum bókum og tíma- ritum um tæknimál. H. Hallsson. Simablaðið vill ekki láta hjá líða, um leið og það flytur frásögn af opnun tækni- bókasafns þess, sem vitað var að Bjarni Forberg bæjarsímastjóri hefur unnið að undanfarið af einstakri alúð — að minna enn einu sinni á hinn merka vísi að síma- safni, sem Eyjólfur sál. Þórðarson koin Eyjólfur ÞórSarson stofnandi símasafnsins. upp a smum tima. En það kcstaði hann mik- ið fé og mikinn tíma. Þessu safni er einnig holað niður í kjall- arakompu í Lands- símahúsinu og ekki sinnt að nokkru af stjórn símans. Símastofnunin er að verða 60 ára, en hefur ekki enn sýnt þá menningarvið- leitni að koma upp símasafni eða tækni- bókasafni. Þetta er Ottó B. Arnar meS fyrstu íslenzku rafmagns- fræóina. svo vítavert skilningsleysi að furðu sæt- ir. — Því lengur munu lifa nöfn þeirra einstaklinga sem borgið hafa heiðri stofnunarinnar á þessu sviði, þó hvorugur þeirra hafi lagt stund á frönskunám eða fengið akademiska menntun, eins og und- anfarið hefur verið haft að slagorði hér í stofnuninni, að gefnu tilefni. Geta má þess að þriðji maðurinn, Rík- harður Sumarliðason, mun í kyrrþey hafa safnað saman talsverðu magni af tímarit- um og fræðibókum á sviði tæknináms og komið því safni fyrir í birgðahúsi Lands- símans. Það safn, og bókasafn Bæjarsímans eiga að sjálfsögðu að sameinast sem allra fyrst sem undirstaða stærra safns, í húsa- kynnum þar sem aðstaða væri til lestr- ar, og í tengslum við það ber einnig að ætla hinum dýrmæta vísi Eyjólfs Þórðar- sonar að símasafni hæfilegt húsnæði. Þess verður fastlega að vænta, að nú þegar verði ákveðið fast árlegt fjárframlag til þessara safna. Starfsmannaráð Lands- símans ætti að taka þetta mál upp á sín- ar herðar. Hvað er aðdáun? Hæverskleg viðurkenning á því, að annar maður sé ekki fjarri því að líkjast manni sjálfum. Hvað er fjarstæða? Skoðun, sem fellur ekki saman við okkar eigin skoð- un. ☆ ☆ ☆ Hvað er nefnd? Hópur manna, sem fer margra kílómetra krákustigu til að komast að niðurstöðu, sem þó er augljós. SÍMABLAÐIÐ 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.