Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 36

Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 36
Ur Borginni: Sálfræði - Símans Vissulega er síminn undursamleg upp- götvun, þó leitun sé að þeim hlut, sern ergi mann meira. En hvernig sem hann leikur á okkur þá myndum við ekki vilja án hans vera, og það veit síminn sjálfur og þess vegna er hann svona rólegur og öruggur með sig. Allan daginn liggur þetta dýr fram á lappir sínar á skrifborðinu, gljáandi og strokið, og æmtir hvorki né skræmtir. Við verðum ekki tímans vör fremur en hann væri ekki til. Hann læst vera dauður! En ekki höfum við fyrr lagt okkur upp í legubekkinn til að njóta augnabliks værðar eftir miðdegisverðinn, en að maður þýt- ur upp með and- fælum við það að síminn hringir, og hann hringir án afláts og linnir ekki látum fyrr en maður hefur rifið sig upp, þot- ið að skrifborð- inu, þrifið heyrn- artólið og orgað upp nafn sitt, atvinnu og heimilisfang. Og það eina, sem við heyr- um er illúðleg upphrópun um „vitlaust númer“. Það er enginn lifandi maður, sem vill tala aukatekið orð við okkur! Við leggjum frá okkur heyrnartólið hamstola af bræði, því við vitum, að þetta gerir síminn beinlínis til að ergja okkur. Og þess vegna segi ég það, að leitt er tii þess að vita, að enginn skuli hafa tekið sér fyrir hendur að skrifa sálfræði símans. Þessi sálarfræði ætti að geta skýrt fyrir okkur hve óskaplega síminn hlær inn- vortis yfir því að hafa haft okkur að ginn- ingarfífli. Og að síminn hafi gaman af að draga dár að okkur, það efast enginn um, sem reynt hefur hvað það er að bíða eft- ir hringingu. Þá stendur síminn framan Aldrei heima. Meðal bréfanna, sem bæjarpósturinn hafði meðferðis, var eitt til hans sjálfs. Hann kom tvisvar heim til sín, og spurði hvort móttakandi væri heima. En þegar því var neitað, skrifaði hann utan á bréfið: „Gengur ekki út, viðtakandi aldrei heima“, og skilaði því síðan á pósthúsið. í okkur, skínandi og pattaralegur, — það er stundum eins og hann gjóti hróðugur hornauga til manns. — Og maður horfir til hans, fullur eftirvæntingar og auð- mýktar með biðjandi eftirvæntingar- fullu augnaráði. En hann lætur ekki á sér bæra. Það er eins og hann hafi brjál- semiskennda ánægju af að draga okkur á langinn. Hann veit auðvitað að við verð- um að vera farin innan ákveðinnar stund- ar og þangað til bíður hann! En þegar við svo getum ekki beðið leng- ur, erum farin í yfirhöfnina, höf- um lokað hurð- inni á eftir okk- ur og hlaupið nið- ur tröppurnar og alla leið út á götu, — því við erum að verða of ,sein, — þá hringir hann. Við höfum máske skilið gluggann eftir opinn og nú berst hávaðinn frá símanum út til okkar. — Við könnumst strax við þennan hávaða, við þekkjum rödd símans okkar, — það er hringingin, sem við bíðum eftir. Og eins og lífið liggi við að komast áfram, þannig tökum við til fótanna, upp tröpp- urnar í fáum skrefum, dettum, meiðum okkur á hnjánum, hrifsum lyklana úr vasanum, — við erum komin að dyrunum og ennþá hringir síminn. Og við opnum í ofboði, skellum á eftir okkur hurðinni svo nálægir jarðskjálftamælar hrökkva upp úr svefni, rjúkum að símanum, grípum heyrnartólið og segjum með skjálfandi röddu: „Æ, er það loksins ekkjufrú Sim- onsen? —“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.