Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 37

Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 37
En það er steinhljóð. Við höfum orðið of sein. Og við einblínum á símann, svo steinþegjandalegan, að það er blátt áfram ótrúlegt að hann hafi nokkru sinni gefið hljóð frá sér! Til eru þeir, sem halda því fram, að það sé raunar unnt að leika á símann; ráðið sé að látast vera sofnaður eða farinn burt og þá vari síminn sig ekki á þessu og taki til að hringja. En ég verð að segja, að ég hef ekki trú á þessu og hef ég þó reynt það. Kannske stafar þetta þó af því að ég hef tiltakanlega ókurteisan síma, enda var hann um eitt skeið hjá manni uppi í bæ, sem seldi áfengi að næturlagi í blóra við Sókn, og síðan hrekk ég marg- sinnis upp úr svefni um miðjar nætur og er spurður hvort ég „eigi nokkuð“. Ég, sem er búinn að vera mörg ár í reglunni, og drekk aldrei svo aðrir sjá! Það er víst vegna þess að ég tók þá ákvörðun að losa mig við símann. Og einn góðan veðurdag komu tveir menn og tóku símann niður eins og til stóð. Ég sat úti í horni og horfði á. Það síðasta, sem ég heyrði til símans míns, var það, að hann gaf frá sér hvell- an og stuttan málmhlátur um leið og hann fór út úr dyrunum. „Hlæðu bara,“ hugs- aði ég. „Sá hlær bezt, sem síðast hlær!“ En síminn lætur ekki að sér hæða, jafn- vel þó hann sé farinn. Núna á dögunum barst upp í hendurnar á mér fyrsta og síð- asta tækifærið, sem mér hefur hlotnast í lífinu, til að græða það, sem mig vanhag- aði um, á heiðarlegan hátt. En það fór út um þúfur. Og hvers vegna? Auðvitað vegna þess að það var ekki hægt að hringja til mín. Og nú situr versti óvinur minn uppi með allan gróðann af fyrirtækinu! Og það er ekki nóg með þetta! Ekkjufrú Simonsen segist alls ekki geta staðið í sam- bandi við mann, sem ekki hafi svo mikið sem síma.------ Því síminn er ergileg uppgötvun og ergi- legust fyrir þá sök, að það er ómögulegt að vera án hans. Borgin. OBUNDNAR KOSNINGAR Á síðasta Landsfundi F.Í.S. voru gerð- ar mikilvægar breytingar á lagaákvæð- um félagsins um kosningar. Á síðustu árum hefur félagsmönnum stórlega fjölgað á hinum minni stöðv- um viðsvegar um land, og starfsfólk á ýmsum póstafgreiðslum liefur orðið fé- lagshundið í F.Í.S. eftir að bókhald og öll yfirstjórn var, fyrir nokkrum ár- um, sameinað. Áður gerðu kosningareglur félagsins ekki ráð fyrir því, að þessir dreifðu fé- lagar tæki þátt í kosningum á félags- stjórn og þær gerðu heldur ekki ráð fyrir þvi að aðrir en þeir, sem mættu á aðalfundi félagsins tækju þátt í kosn- ingu fulltrúa á þing B.S.R.B. En þar Kjörstjórnarmennirnir Sveinbjörn Kristjánsson, Bjarni Ölafsson og Björgvin Lúthersson stjórna kosningunni. réði magn atkvæða, án tillits til deilda- skiptingar í félaginu. Oft hafði því svo farið við þær kosn- ingar, að sumar starfsdeildir áttu eng- an fulltrúa á þingi B.S.R.B. En þær, sem duglegastar voru við smölun á aðal- SÍMASLAÐIÐ 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.