Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 22
Hinir tignu ferðamenn voru
utanríkisráðherra Ítalíu og
sendiherra Frakka í Róm.
Voru þetta mjög „stílugir“
menn, eins og Svíar myndu
orða það og (að minnsta
kosti annar) af aðalsættum.
Furðaði mig á, að menn í
jafn mikilvægum embættum
skyldu leyfa sér að fara í
skemmtiferðalag eins og á
stóð í álfunni. Ég hafði víst
orð á þessu, að minnsta kosti
fékk ég að vita, að þegar
þeir ákváðu, og Iögðu upp í
ferðalagið, var spennan í álf-
unni ekki orðin eins mikil,
og afstaða Þýzkalands þá ó-
ljós. Auk þess var ferðin,
hvað annan snerti, farin
samkvæmt læknisráði.
Þeir tjáðu mér í byrjun,
er ég spurði þá hvað þeir
vildu helzt sjá, að þeir ættu
von á símskeytum og yrðu
þess vegna að halda sig inn-
an bæjarmarkanna. Skeyti
þau sem þeir fengu sögðu
yfirleitt lítið, nema það síð-
asta, en mér fannst kenna
mikils eirðarleysis hjá þeim
allan daginn sem ég var með
þeim, og svo að sjá sem þeir
hefðu ekki áhuga fyrir
neinu hér. Það voru sím-
skeyti, sem þeir áttu
von á (og fengu), sem
hugur þeirra virtist snúast
um. Á níundu stundu héldu
þeir svo til skips og lofaði ég
þeim að koma með skeyti til
þeirra, ef einhver bærust áð-
ur en stöðinni væri lokað.
Rétt um kl. 9, er verið var
að loka ritsímastöðinni, kom
svo símskeyti til þeirra. Tók
ég það og fór um borð til
þeirra. Urðu þeir því mjög
fegnir.
Skipið lét úr höfn um mið-
BSRB f. h. Hauks Jóhannessonar, símritara í Gufu-
nesi, gegn fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs.
Mál þetta var höfðað vegna ágreinings um tvö
atriSi í kjarasamningnum. f fyrsta lagi var krafa
um greiSslu vaktaálags fyrir matartímann kl. 12—13.
þessax-i kröfu var hafnaS.
I öðru lagi var þess krafizt, aS þegar unnin er
yfirvinna, skuli greiða næturvinnukaup fyrir þann
tima, sem fer fram úr 2 klst., þótt yfirvinnan sé
unnin á tímabilinu milli kl. 08 og 19. Þessi krafa
var tekin til greina.
Þessi úrskurður gildir að sjálfsögðu frá gildistöku
kjarasamninganna, það er að segja frá 1. júli 1963.
Þetta hefur nú verið tilkynnt yfirmönnum deild-
anna, og ber þeim að framkvæma leiðréttingar í
samræmi við úrskurðinn.
Það er áríðandi, að stai'fsfólkið fylgist með því
að þetta sé gert, og kvarti við sína yfirmenn, ef
einhver misbrestur verður þar á. En nægi það ekki,
þá að hafa samband við stjórn félagsins.
Þó að úrskurður hafi vei’ið felldur um þessi at-
riði, eru enn eftir ágreiningsatriði i kjarasamning-
unum. Það er því mikilvægt, að næstu kjarasamn-
ingar verði það skýrir og skorinorðir, að ekki fari
mikill tími og fyrirhöfn i að fá réttan skilning á
þeim.
Tæknimenn og nemar sem unnu aÖ stækkun sjálfvirku-
stöðvarinnar í Grensási: Ingólfur Baldvinsson, Rúnar Arason,
Ágúst Geirsson, Kristinn Kristinsson, Gísli Vilmundarson, Jón
Bergmann, Guðleifur Bjarnason, Thor Eggertsson, Jóhann
Björnsson, Óli Thorsteinsson.