Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 27

Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 27
 amm Landssímastöðin á Höfn í Hornafirði var opnuð þ. 23. júní 1924. Síðan eru liðin 40 ár, og er vert að minnast þess. Stöðvarstjórar hafa verið fimm á þessu tímabili, og eru þeir taldir hér í röð eftir starfsaldri. Anna Þórhallsdóttir, Ásta Þórhallsdóttir, Hulda Þórhallsdóttir, Guð- mundur Pálsson, og núverandi stöðvar- stjóri Óskar Helgason. Símablaðið hefur beðið mig að skrifa nokkrar línur af þessu tilefni, og minnast á eitthvað, .sem er eftir- minnilegt. Fyrstu stöðvarstjórarnir þrír voru dæt- ur Þórhalls Daníelssonar kaupmanns og Ingibjargar Friðgeirsdóttur. Landssíma- stöðin var sett í húsið „Garður“, sem var eign Þórhalls Daníelssonar. Hús þetta er mjög þekkt í Austur-Skaftafellssýslu; það var sem fyrrgreint er, kaupmannshús, en á þeim tíma voru margir kaupmenn á íslandi nokkurskonar gestgjafar, þar sem veitt var fæði og húsnæði ókeypis, hve- nær sem gest bar að garði. Landssímastöð- in var þarna til húsa í 19 ár. Það var mikið um að vera á Hornafirði um mitt sumar árið 1924. Brynjólfur Ei- ríksson, .símaverkstjóri, lét hendur standa fram úr ermum. Það stóð til að amerískir flugmenn kæmu til Hornafjarðar á leið sinni umhverfis hnöttinn. Landssímastöðin þurfti að vera tekin til starfa áður en þeir kæmu. Áður hafði verið starfrækt, um langan tíma, einkasímalína, sem faðir minn lét leggja frá stöðinni Hólar, en hún var nú úr sér gengin. Ég minnist þess, að ég var oft höfð til að gæta .símans, og hlaupa út í þorpið eftir mönnum í símann. Einna eftirminnileg- ast var samtalið, þá er einn aldraður bóndi átti að tala í síma í fyrsta sinni. Er ég rétti honum símaáhaldið, lá honum vjð yfirliði. Þetta fór auðsjáanlega í taugar hans. Hann var hræddur og titrandi. Nú er öldin önnur, börn og unglingar hafa símann oft sem leikfang, sem veldur síma- notendur stundum mikillar skapraunar. Þar eð ég hafði nokkra æfingu við síma- þjónustu, mun það hafa valdið því, að ég var valin til að vera fyrsti .símastjóri símastöðvarinnar í Höfn. Þorleifur á Hól- um kenndi mér á skiptiborðið og að stafa símamál. Það kom sér vel, þegar ég sendi á ensku eitt lengsta og dýrasta skeyti, sem um getur. Það var til bandarísku stjórn- arinnar, sent af mr. Crumrine, umsjónar- manni flugsins. Símskeytið kostaði um kr. 2.000.00, en eftir núverandi gengi, er það um 20—30 þúsund krónur. Þ. 2. ágúst 1924, kom Erik Nelson fljúg- andi í lítilli flugvél, ásamt vélamanni, til Hornafjarðar, frá Skotlandi. Mikill mann- fjöldi hafði safnazt á fagurgræn tún föður míns, til að horfa á þessi undur verald- ar. Menn komu víða að, á bátum og hest- um. Þennan nefnda dag áttu þrjár flug- vélar að lenda á Hornafirði, en það kom aðeins þessi eina, og gerði það úrslitin að Erik Nelson flaug fyrstur til íslands. Hann er amerískur ríkisborgari, en af sænskum ættum. Hann er hershöfðingi að tign, og býr á Hawaii á Kyrrahafi. Hann hefur bréfaviðskipti við mig, og hefur oft látið í ljós ánægju sína yfir að hafa fengið tækifæri til að heimsækja ísland aft- ur árið 1954, eftir 30 ár. En flugfélögin tvö: Flugfélag Íslands og Loftleiðir buðu hon- um þá hingað, og reistu honum minnis- varða á Hornafirði. Hornfirðingar tóku á móti honum með glæsilegri veizlu. Fyrsti maðurinn, sem hann heilsaði, var faðir minn, sem hann faðmaði að ,sér. Faðir minn sá um allan undirbúning og GarSur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.