Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 26
skeyti samtals 11,000 orð og 290 telex-af-
greiðslur samtals 200,000 orð, gatastriml-
arnir urðu um 3 km.
Eins og sjá má af þessu yfirliti, er telex-
afgreiðslan mest notuð, enda öruggasta
afgreiðslu-aðferðin, þegar hægt er að koma
henni við. (Það má minna á, að þegar
Ben Gurion var í heimsókn hér í Reykja-
vík, var töluvert af blaðaskeytum afgreitt
þannig héðan og til Israel.)
Telex blaðaskeytin voru á öllum mögu-
legum tungumálum og sumum mjög erf-
iðum fyrir danskt afgreiðslufólk, eins og
t. d. finnska, japanska, júgóslavneska,
rúmenska, tékkneska og ungverska.
Þar sem ekki var vitað fyrirfram hvað
mikla afgreiðslu þyrfti að inna af hendi
fyrir þessa 300 blaðamenn, var horfið
að því ráði að gera þessa skyndi tíma-
miðstöð frekar rúmgóða til þess þá að
geta verið við öllu búinn, og reyndist öll
uppsetning og vélar alltaf í fullkomnu lagi.
Mjög voru blaðamennirnir undrandi yf-
ir, hversu fljótt gekk að afgreiða samtölin,
t. d. var eitt samtal við París tilbúið
10 sek. eftir að pöntun hafði verið gerð,
og samtal við Stokkhólm var tilbúið áður
en búið var að skrifa beiðnina, en hægt
var að velja símanúmer beint frá skipti-
borðinu í Wivex.
Þegar blaðamennirnir kvöddu, sögðust
þeir vart eiga nógu sterk orð til þess að
lýsa hrifningu sinni yfir öllum útbúnaði
og aðhlynningu, og þeirri einstæðu þjón-
ustu, sem þeir hefðu orðið hér aðnjótandi.
Oft var það, að þessi þjónusta var ekki
eingöngu bundin við símann. T. d. koin
þýzkur blaðamaður inn í upplýsingadeild-
ina og spurði hvað þjóðsöngurinn héti,
sem sunginn var, þegar tekið var á móti
Krúsjev við Löngulínu. Nú komst af-
greiðslumaðurinn í vandræði, því hann
hafði ekki horft á sjónvarpið, og vissi ekki
hvort sungið hafði verið „Kong Kristian“
eða „Det er et yndigt land“, svo hann tók
það ráð að syngja báða söngvana fyrir
blaðamanninn, þeim kom svo saman um,
að það hefði verið „König Kristian stand
am hohen Mast“. í fréttaskeyti, sem hann
sendi á eftir stóð, að „Kong Kristian“
hefði veifað hendi í kveðju skyni til
Krúsjevs frá Amalienborg, þegar hann fór
frá Kaupmannahöfn. En símritarinn, sem
afgreiddi skeytið, tók eftir villunni sem
blaðamaðurinn hafði gert, og benti hon-
um á, að hann skorti nokkuð þekkingu á
konungsættinni dönsku. Blaðamaðurinn
varð mjög hrifinn af þessari fræðslu, þvi
hann hefði ekki vitað að konungur Dan-
merkur héti Frederik!
I. E.
Þeir símamenn, sem gæta þess að jarðsím-
inn, er tengir símanotendur við sjálfvirku
stöðvarnar í Rvík sé í lagi, starfa ekki alltaf
í upplýstum sölum. Oft er vinnustaðurinn
„undir borginni“ í tengibrunnum. Þar er
ekki alltaf hlýtt, og stundum vökna þeir
þar í fæturna. — Á myndinni sjást tveir
verkstjórar, sem öllum hnútum eru kunn-
ir þarna niðri, þeir Sigurður Guðmunds-
son og Björgvin Lúthersson.
♦