Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 21
getum. En þó að SímablaÖið vinni gott starf, verður
það aldrei fullnægjandi, og nauðsynlegt er fyrir
félagsstjórnina að liafa persónulegt sambandi við
félagana út um landið og kynnast vandamálum
þeirra um leið og félagsstarfsemin er kynnt.
Núverandi stjórn gerði sér þetta strax ljóst, og
ákvað að stofna til erindreksturs út um landið eftir
föngum, og nú þegar þetta er skrifað, er verið að
undirbúa ferð til Norðurlands í þessu skyni. Von-
andi tekst hún vel og verður til þess að treysta bönd-
in við félagana þar.
Þá er einnig að geta þess, að stjórnin átti fund
með fulltrúum deildanna utan Reyltjavíkur á banda-
lagsþingi ,en það er i fyrsta skipti, sem félagarnir
úti á landi eiga fulltrúa á því. Það er ástæða
til að livetja félagana utan Reykjavíkur til þess að
hafa samband við félagsstjórnina þegar þeir koma
i bæinn.
Nefnd til að endurskoða lög og reglugerðir varðandi
skipulag pósts og síma.
Á síðasta landsfundi símamanna var mikið rætt
um skipulag og stjórn pósts- og síma ,og talin mikil
nauðsyn breytinga þar á, ekki sízt á meðferð starfs-
kjaramála, og samþykkti fundurinn tillögu, þar sem
farið var fram á, að stofnað væri sérstakt embætti
innan stofnunarinnar til að annast þau mál. Eftir
viðræður við póst- og símamálastjórn um þessi mál
hefur verið skipuð nefnd, sem ætlað er það verk-
efni að endurskoða lög og reglugerðir varðandi stofn-
unina og skipulag hennar.
Nefnd þessi er skipuð tveim fulltrúum frá þess-
um aðilum F.I.S.,Póstmannafélaginu,Félagi forstjóra
pósts og síma og póst- og símamálastjórn. Starfar
nú nefndin að þessari endurskoðun. Vonandi verð-
ur góður árangur af starfi hennar, og að liún verði
hraðvirkari en nefnd sú, er endurskoðar starfs-
mannareglur Landssímans.
Félagsdómsmál.
Nýlega var í Félagsdómi felldur úrskurður í máli
3
ijnr
50
anim,
Þessa dagana verður huga
mínum gjarnan reikað 50 ár
aftur í tímann. Miklir við-
burðir voru að gerast, bæði
úti í heimi, og eins innan
stofnunar þeirrar er ég vann
við, Landssímanum. Mikil
spenna var í loftinu eftir
morðið fræga í Sarajevo og
mátti segja að öll Evrópa
stæði á öndinni af eftirvænt-
ingu um það, að hægt yrði
að afstýra styrjöld. Fæsta
(nema ef til vill þá sem
kunnastir voru málum) mun
þó hafa órað fyrir 'því, að
Evrópustyrjöld væri í að-
sigi, og enn síður bjuggust
menn við að fram undan
væri fjögurra ára styrjöld,
eða vel það.
Hinn 26. júlímánaðar
kom hingað þýzka ferða-
mannaskipið „Prinz Fried-
rich Wilhelm“ og annaðist
Ditlev Thomsen kaupmaður
(og þýzkur ræðismaður) mót
töku ferðamanna. Á undan
skipinu kom símskeyti til
Thomsens um að meðal far-
þega væru tveir tignir menn,
sem hann var beðinn að ann-
ast sérstaklega og útvega
þeim góðan frönskumælandi
leiðsögumann. Einhvern veg-
inn atvikaðist það svo, að
Thomsen bað mig að takast
þetta starf á hendur, og
féllst ég á hað ef Thomsen
vildi taka að sér að fá mig
lausan af símstöðinni þann
helming dagsins sem ég átti
að vera á verði. Eg var þá
símritari hér í Reykjavík.
S IMABLAÐIÐ
47