Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 33

Símablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 33
Tæknin ryður sér æ meira til rúms og grípur sífellt dýpra og dýpra inn í daglegt líf okkar mannanna, hvort sem okkur lík- ar betur eða ver. Nú er svo komið, að stórþjóðir miklast ekki lengur yfir stærð stríðsherja sinna, heldur miklu fremur yfir því, hve mörg- um tæknimönnum þær hafa á að skipa hverju sinni. Fyrir smáþjóðirnar er það ekki síður nauðsynlegt að fylgjast vel með tækni- þróuninni og þurfa þær í ríkari mæli að tækniþjálfa sína einstaklinga, svo þær geti notfært sér þá tækni, sem stærri þjóðir hafa yfir að ráða. Símatæknin skipar virðulegan sess með- al tæknigreina nútímans, og íslendingar hafa tekið hana í þjónustu sína á mjög virðingarverðan hátt, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Hingað til hafa ísl. símatæknifram- kvæmdir hvílt á herðum tiltölulega fá- menns hóps, en þar sem framkvæmdir hafa aukizt mjög á síðari árum fer tækni- FormaSur F. í. S. þakkar Forberg. Bjarni Forberg opnar sýninguna. mönnum nú fjölgandi hjá stofnuninni, þó ekki sé með þeim hraða, sem þörf krefur. Ungir menn eru ráðnir sem nemar í hinar ýmsu tæknideildir, og enginn dreg- ur í efa, að stofnunin reyni að tækniþjálfa þessa nýju starfsmenn eftir beztu getu. En það er staðreynd í hinum tæknimennt- aða heimi, að tækniframkvæmdir og' tækni- þjálfun haldast ekki alltaf í hendur, en sjálfsmenntun getur að nokkru leyti brúað það bil. Til þess að svo megi verða, þurfa starfsmennirnir að hafa auðveldan að- gang að tæknifræðibókum, helzt að láni, því slíkar bækur eru yfirleitt rándýrar, og mönnum um megn að kaupa þær. Það er því mjög ánægjulegt til þess að vita, að Bæjarsímastjórinn í Reykjavík hefur nú stofnað tæknibókasafn til aínota fyrir starfsmenn stofnunarinnar. Þann 19. september sl. var haldin sýn- ing á bókum þess í Landssímahúsinu. Bæjarsímastjórinn í Reykjavík, Bjarni Forberg bauð gesti velkomna á sýning- una, þar á meðal Ottó B. Arnar, sem gef- ið hefur safninu eintak af kennslubók sinni: „Rafmagnsfræði fyrir loftskeyta- menn“ (1921/1922), sem mun vera sú fyrsta, sem skrifuð hefur verið og gefin út hér á landi. Þessi bók er nr. 1 í safninu. BÍMABLAÐIÐ 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.