Símablaðið - 01.12.1964, Page 33
Tæknin ryður sér æ meira til rúms og
grípur sífellt dýpra og dýpra inn í daglegt
líf okkar mannanna, hvort sem okkur lík-
ar betur eða ver.
Nú er svo komið, að stórþjóðir miklast
ekki lengur yfir stærð stríðsherja sinna,
heldur miklu fremur yfir því, hve mörg-
um tæknimönnum þær hafa á að skipa
hverju sinni.
Fyrir smáþjóðirnar er það ekki síður
nauðsynlegt að fylgjast vel með tækni-
þróuninni og þurfa þær í ríkari mæli að
tækniþjálfa sína einstaklinga, svo þær geti
notfært sér þá tækni, sem stærri þjóðir
hafa yfir að ráða.
Símatæknin skipar virðulegan sess með-
al tæknigreina nútímans, og íslendingar
hafa tekið hana í þjónustu sína á mjög
virðingarverðan hátt, þrátt fyrir erfiðar
aðstæður.
Hingað til hafa ísl. símatæknifram-
kvæmdir hvílt á herðum tiltölulega fá-
menns hóps, en þar sem framkvæmdir
hafa aukizt mjög á síðari árum fer tækni-
FormaSur F. í. S. þakkar Forberg.
Bjarni Forberg opnar sýninguna.
mönnum nú fjölgandi hjá stofnuninni, þó
ekki sé með þeim hraða, sem þörf krefur.
Ungir menn eru ráðnir sem nemar í
hinar ýmsu tæknideildir, og enginn dreg-
ur í efa, að stofnunin reyni að tækniþjálfa
þessa nýju starfsmenn eftir beztu getu.
En það er staðreynd í hinum tæknimennt-
aða heimi, að tækniframkvæmdir og' tækni-
þjálfun haldast ekki alltaf í hendur, en
sjálfsmenntun getur að nokkru leyti brúað
það bil. Til þess að svo megi verða, þurfa
starfsmennirnir að hafa auðveldan að-
gang að tæknifræðibókum, helzt að láni,
því slíkar bækur eru yfirleitt rándýrar,
og mönnum um megn að kaupa þær.
Það er því mjög ánægjulegt til þess að
vita, að Bæjarsímastjórinn í Reykjavík
hefur nú stofnað tæknibókasafn til aínota
fyrir starfsmenn stofnunarinnar.
Þann 19. september sl. var haldin sýn-
ing á bókum þess í Landssímahúsinu.
Bæjarsímastjórinn í Reykjavík, Bjarni
Forberg bauð gesti velkomna á sýning-
una, þar á meðal Ottó B. Arnar, sem gef-
ið hefur safninu eintak af kennslubók
sinni: „Rafmagnsfræði fyrir loftskeyta-
menn“ (1921/1922), sem mun vera sú
fyrsta, sem skrifuð hefur verið og gefin út
hér á landi. Þessi bók er nr. 1 í safninu.
BÍMABLAÐIÐ
59