Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1964, Page 35

Símablaðið - 01.12.1964, Page 35
Það er augljóst mál, að Bjarni Forberg hefur lagt mjög mikla vinnu í þessa bók, sem samanstendur af um 57000 orðum. í henni er efnisinnihald hverrar bókar í safninu dregið saman í stuttu máli, og er það gert, eins og fyrr segir, til að auð- velda þeim, sem vilja komast fljótt að því efni, sem þeir leita að hverju sinni. Bókasafnið er í vörzlu efnisvarðar Bæj- arsímans, Kristjáns Jónssonar, en í lélegu húsnæði. í formála að bókaskránni segir, að safn þetta skoðist sem vísir að fram- tíðar tæknibókasafni, að reynt hafi verið að ná saman öllum gömlum bókum, sem að öðrum kosti hefðu glatazt, og að fram- vegis verði reynt að fá til safnsins það markverðasta af nýjum bókum og tíma- ritum um tæknimál. H. Hallsson. Simablaðið vill ekki láta hjá líða, um leið og það flytur frásögn af opnun tækni- bókasafns þess, sem vitað var að Bjarni Forberg bæjarsímastjóri hefur unnið að undanfarið af einstakri alúð — að minna enn einu sinni á hinn merka vísi að síma- safni, sem Eyjólfur sál. Þórðarson koin Eyjólfur ÞórSarson stofnandi símasafnsins. upp a smum tima. En það kcstaði hann mik- ið fé og mikinn tíma. Þessu safni er einnig holað niður í kjall- arakompu í Lands- símahúsinu og ekki sinnt að nokkru af stjórn símans. Símastofnunin er að verða 60 ára, en hefur ekki enn sýnt þá menningarvið- leitni að koma upp símasafni eða tækni- bókasafni. Þetta er Ottó B. Arnar meS fyrstu íslenzku rafmagns- fræóina. svo vítavert skilningsleysi að furðu sæt- ir. — Því lengur munu lifa nöfn þeirra einstaklinga sem borgið hafa heiðri stofnunarinnar á þessu sviði, þó hvorugur þeirra hafi lagt stund á frönskunám eða fengið akademiska menntun, eins og und- anfarið hefur verið haft að slagorði hér í stofnuninni, að gefnu tilefni. Geta má þess að þriðji maðurinn, Rík- harður Sumarliðason, mun í kyrrþey hafa safnað saman talsverðu magni af tímarit- um og fræðibókum á sviði tæknináms og komið því safni fyrir í birgðahúsi Lands- símans. Það safn, og bókasafn Bæjarsímans eiga að sjálfsögðu að sameinast sem allra fyrst sem undirstaða stærra safns, í húsa- kynnum þar sem aðstaða væri til lestr- ar, og í tengslum við það ber einnig að ætla hinum dýrmæta vísi Eyjólfs Þórðar- sonar að símasafni hæfilegt húsnæði. Þess verður fastlega að vænta, að nú þegar verði ákveðið fast árlegt fjárframlag til þessara safna. Starfsmannaráð Lands- símans ætti að taka þetta mál upp á sín- ar herðar. Hvað er aðdáun? Hæverskleg viðurkenning á því, að annar maður sé ekki fjarri því að líkjast manni sjálfum. Hvað er fjarstæða? Skoðun, sem fellur ekki saman við okkar eigin skoð- un. ☆ ☆ ☆ Hvað er nefnd? Hópur manna, sem fer margra kílómetra krákustigu til að komast að niðurstöðu, sem þó er augljós. SÍMABLAÐIÐ 61

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.