Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 Fréttir DV Sveitarstjóri kveður sáttur Sigbjöm Gunnarsson sem sat sinn síðasta fund sem sveitar- stjóri Skútu- staðahrepps fyrir tæpum tveimur vikum átti að eig- in sögn að baki lengstan starfs- aldur allra sveit- arstjóra í hreppnum. Sig- björn tók við starfmu árið 1997 eftir að hafa setið á Al- þingi eitt kjörtímabil fyrir Alþýðuflokkinn „Ég hefl því verið sveitarstjóri í átta ár og ellefu mánuði þegar ég læt af störfum," sagði í kveðjubókun Sigbjörns sem sagðist kveðja Mývetninga sáttur. Maðurfórst íbruna Maður á fimmmgsaldri lést í gær í bruna í íbúð á Aðalstræti 25 á ísafirði. Nokkur eldur var í íbúðinni þegar slökkvilið og lögregla komu á staðinn laust fyrir klukkan fjögur í gær. Reykkafarar fúndu manninn látinn í íbúðinni. Engir aðrir vom á staðnum. Að því er segir í tilkynningu frá lög- reglunni urðu reykskemmd- ir í tveimur íbúðum, hár- greiðslustofu og verslun sem áfastar em íbúð þeirri sem kviknaði í. Eldsupptök vom ókunn undir kvöld í gær. Ritskoðun Thorsara Halldór Halldórsson blaðamaöur. „Það hlýtur að vera ákaflega sorglegt fyrir höfund annars góðrar bókar að láta sig hafa það og reyna að verja það að hafa verið ritskoðaður svona rækilega. Og í þokkabót að þurfa að horfa á eftir fyrsta upplaginu á haugana. Svona eiga menn ekki að láta vaða yfirsig." Hann segir / Hún segir „Min skoðun er sú að höfund- ur bókar beri alfarið ábyrgð á henni og það verður að vera þannig að hann sé sáttur við þá útgáfu sem er á bókinni. Hafi það verið þannig að það hafi ekki farið rétt handrit í prentun og að hann sé ósáttur er eðlilegt að útgáfan bæti það með endurprentun." Margrét Frímannsdóttir alþingismaður. „Ég var ástfangin af honum á meðan við vorum saman." Jenný Ósk Jensdóttir Keppirlíka um hylli islenska bachelorsins. Reykvikingur semárætur aö rekja til Selfosss. „Ég var mjög ástfangin af honum," segir Gunnfríður Björns- dóttir, þátttakandi í íslenska bachelornum, um kvikmynda- gerðarmanninn Modi Thorsson. Hann játaði fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur í síðustu viku að hafa barnaklám undir höndum, alls 350 ljósmyndir og 17 stuttar kvikmyndir. Gunnfríður og Modi voru saman í tvö ár, frá 2001 til 2003, og voru í sambúð á Sauðárkróki hluta af tímanum. Gunnfríður Björnsdóttir þykir frökk, opin og skemmtileg í Bachelor-þáttunum sem sýndir em á Skjá einum. Á næsta fimmtu- dag kemur í ljós hvort Steingrímur Randver Eyjólfsson velji hana sem unnustu eða Jenný Ósk Jensdótt- ur. Þær em tvær eftir. Gunnfríður segist vilja halda áfram með líf sitt. Klára Bachelor og gleyma Modi Thorsson. 16 ára aldursmunur Modi Thorsson hefur starfað sem kvikmyndagerðarmaður á Is- landi. Hann er mikill áhugamaður um víkinga og tók meðal annars þátt í að gera Bjólfskviðu. Gunnfríður, sem er 16 ámm yngri en Modi, segir að hann hafi ekki borið það með sér að vera fyr- ir barnaklám. Hún var ung og ald- ursmunurinn á þeim mikill. Modi er 16 árurn eldri en hún. „Ég var ástfangin af honum á meðan við vorum saman,“ segir Gunnfríður og bætir því við að hún elski hann ekki í dag. „Ég hugsa ekld til hans," segir hún og er bmgðið við þau tíðindi að hann sé barnaperri. Hann var alltaf á barnum Modi og Gunnfríður bjuggu saman á Sauðárkróki. Hún var í skóla en hann vann ekki: „Hann var alltaf á barnum," út- skýrir Gunnfríður. Þar sat hann tímunum saman og skrifaði teikni- myndasögur. Modi hefur gefið út nokkrar slíkar sögur. Gunnfríði grunaði ekki neitt og vill taka það fram að ef hún hefði vitað um þetta leyndarmál hans hefði hún aldrei verið með honum. Modi Thorsson heldur sínu striki þrátt fyrir allt. Segist bara hafa játað af því að lögfræðingur hans hafi ráðlagt honum það. Samkvæmt honum á einhver ann- ar bamaklámið sem fannst í tölv- unni. Komið nóg Gunnffíður segir að samband þeirra Modis hafi verið gott. Hún vill hins vegar ekki gefa upp hvort hún sé búin að finna ástina að nýju en hún keppir um ástir Steina í Is- lenska bachelomum. Gunnfríður segir að samband hennar og •Modis Thorsson hafi endað vel þrátt fyrir allt: „Það var bara komið nóg,“ segir Gunnfríður um ástæður þess að þau hættu saman. Modi Thorsson bíður enn dóms, sem áætlað er að verði kveðinn upp innan þriggja vikna. valurg@dv.is Gunnfríður Björnsdottir. sem keppir um ást Steingríms Randvers Eyjólfs- sonar í Bachelor, átti í ástarsam- bandi við barnaklámsmanninn Modi Thorsson. Gunnfríður, sem / er 16 árum yngri en Modi, bjó með honum um tveggja ára skeið og grunaði aldrei neitt. Grunlaus i sambuð með barnaperra Gunnfríður BJörnsdóttir Keppandi I Islenska bachelornum. Hún bjó með Modi Thorsson um tveggja ára skeið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.