Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2005, Blaðsíða 27
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 27 Lesendur Ur bloggheimum Kúkóðir nemendur „A forsíðu eina dagblaðs- ins með viti eru sláandi fréttir. Skemmdarvargur gengurum Víðistaða- skóla og skítur í skóla- töskur. Einhverjum kynni að bregða við þessar fréttir. Þegar ég var lltill í Lækjó létu hrekkjalómarnir sér nægja að fela töskur I ruslatunnum eða henda þeim í lækinn. Annars hefur alltaf eitthvaö veriö rotið við Vlðistaðaskóla. Man þegar allt varð vitlaust I fírðinum eftir að upp komst að rítalini væri troðið í nemendur. Kannski eru þeir búnir með rltalínið og sitja í staðinn uppi með kúkóða nemendur:" Simon - 101hafnarfjordur.blog- spot.com Alzheimer light „Það er eiginlega magnaö hvað mér tekst oft að lenda í einhverju svona rugli. Þetta er löngu hætt aö vera fyndið.Ég heldað ég sé kannski með athyglisbresteða alzheimerlight.Hvernig er t.d. hægt að faraÝ nn í Háskóla aö Ijósrita svona 200 bls„ gleyma svo að taka blöðin úr Ijós- ritunarvélinni og keyra bara heim i Hafnarfjörö eins og ekkert sé? Lenti að visu á einhverju spjalli þegar ég skilaði bókunum inn á safn en andsk. hafí það! Trúi ekki aðégsé að skrifa þetta hérna og því miður gæti ég skrifað nokkrar sögur til viðbótar en sleppi því. En það er bannað að gera grin því ég er örugglega veik auk þess að vera gleraugnaglámur. Það eiga auðvit- að allir aö vitaaðmaöur gerir ekki grín að fólki sem notar gleraugu ogþað skiptir ekki neinu þó það sé með linsur. Þið getið treyst þvi að ég sé með þetta á hreinu þar sem ég er að læra lögfræði." guðrún - blog.central.is/gudrunin Blóm frá Hung „Fékk send blóm I gær, varnú að vonast tilað þetta væri frá einhverri sætri hnátu en nei nei... með mikla spennu i kroppnum opna ég kortið...„Thank's for everything you are my hero. ÝWilliam Hung, she bang's she bang's"... Hann verður að fara að hætta þessu er frekar vandræða- legt, held sammt að mamma hans hafí skrifað kortið þetta var ofvel skrifað miðað við að maðurinn er bara hálfum litningi frá þvl að vera downsindrom." Vignir Svavarsson - blog.central.is/svignir i •Q O c C <lj lll S Lu ^ !«§ 'S e < 4- C lt| 2Í E írska lýðveldið stofnað Þennan dag árið 1921 var írska fimm ára baráttu íra fyrir sjálfstæði lýðveldið stofnað og þar með lauk undan Bretum, sem höfðu ráðið allt frá 13. öldinni. Elísabet fyrsta Eng- landsdrottning hafði ýtt undir fjöldaflutninga Skota til írlands á 17. öldinni. Næstu aldir þar á eftir voru uppreisnir írskra kaþólikka bældar niður með harðri hendi minnihlut- ans, lúterskra Englendinga. Þar sem jarðeigendurnir voru langflestir á Englandi og innflutn- ingur vara til írlands takmörkunum háður neyddust írar til að lifa á kosti þar sem kartöflur voru aðalundir- staðan. Þegar mikill uppskerubrest- ur varð upp úr árinu 1840 lést yfir milljón íra úr vannæringu og tvær I dag eru liöin 40 ár síðan Laugardalshöllin var formlega tekin í notkun. Hún markaði þáttaskil í aðstöðu til íþróttaiðkunar og vörusýninga. milljónir flúðu til Bandaríkjanna. ír- land hefur alltaf haldið sér hlutlausu í stríðum heimsins og gerði írska lýðveldisherinn útlægan úr landi sínu. Þeir héldu þó ótrauðir áfram baráttu sinni fyrir að síðasta lands- svæðið undir stjórn Breta í Norður- írlandi kæmist undir írsk yfirráð. Sá skæruhernaður hefur kostað um 3000 mannslíf síðan 1970. Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Þetta er ekkl stuldur Siguiöui Guömundsson tónlist- aimaöui í bljómsveitinni Hjálm- um skiifai: Sem starfandi tónlistarmaður langar mig aðeins að koma á fram- færi skoðun minni á skrifum þeim er fjölluðu um Maríu Björk Sverris- dóttur og unglingahljómsveitina SPARK. Ég vil benda á það að nú þegar desember skellur á og allir Lesendur huga að því að taka til við að versla jólagjafir handa öllum ættingjum, finnst mér varla við hæfi að þjóf- kenna alla þá er sækja sér tónlist af internetinu. Þannig er (og þekki ég þetta af eigin raun), að með allri tækniframför sem undan er geng- in, að flestar útgefnar plötur er nú hægt að sækja sér að hluta til eða í heild, einmitt af netinu. Finnst mér það vel, og tel að með því geti fólk forhlustað á efni sem það hyggst Sigurður í |a Hjálmum Finnst i finu lagiaðfólk sæki sér tón- list á netinu. %: v v !■ kannski kaupa og jafnvel gefa í gjaf- ir. Ástæðulaust er að horfa sífellt á það að fólk sé að stela efninu, enda er það mál framleiðenda tækja lík- um iPod eða mp3-spilara að sporna við útbreiðslu efnisins. Nú þegar er búið að hindra að hægt sé að fjölfalda efni, með því að útiloka að hægt sé að færa efnið af slíkum spilurum. Aðeins er hægt að eyða því. Hagsmunir og krónur virðast þó vera helsta álitamál fólks í „tón- listariðnaði,''sem mér þykir afar óviðeigandi orð. En sala eintaka og „kredit" virðist vega meir en gæði tónlistarinnar. Því vil ég aðeins benda á það að sjálfsagt er að fólk geti sótt sér lög til að hlusta á heima hjá sér. Því hver gefur plötu í jólagjöf sem er ekki eiginleg út- gáfa? Hví þarf stöðugt að nefna þjófnað í því samhengi? Hverjum er ekki sama, því ætti það ekki að vera fagnaðarefni að fólk sæki sér tónlist til að hlusta á og hrós að heyra að ásókn sé í efni sem maður hefur framleitt? Því fer líka fjarri að það séu aðeins börn sem „stela" tónlist, en helst þykir mér að fólk mætti láta lögreglunni eftir næði til að sinna brýnni málefnum en að eltast við tónlistarunnendur. Gleðileg jól og farsælt nýtt tónlist- arár. Afram strákar, ekki falla! Guöiún bríngdi: Ég vil nú bara koma því á framfæri að mér finnst það frá- bært sem Bryggjutröllin eru að gera. Ég hef verið að lesa DV að undanförnu og þar hefur verið ijallað um kynlífs- og sjálfsfróun- arbindindi þeirra. Ég hef líka ver- ið iðin við að skoða vefsíðuna þeirra og það er skemmtilegt að Lesendabréf lesa pistlana þar sem þeir lýsa því hvernig bindindið gengur. Þrátt fyrir það að vera afbrotamenn eru þetta ljúfustu lömb ef lesið er úr Kvíabryggja Vistunarstaður bindindismannanna RÚV í jólapakkann Guömundui skrifar. Auglýsingar netverslunar RÚV hafa vakið athygli mína. Til dæmis var heilsíðuauglýsing birt í Morgun- blaðinu í gær [sunnudag] undir fyr- irsögninni „Gott íslenskt eftú" þar Lesendur sem helstu perlur íslenskrar þátta- gerðar Ríkissjónvarpsins prýddu fagran bakgrunn íslenskrar náttúru. Þar segir að þættir eins og Út og suð- ur með hvunndagshetjunni Gísla Einarssyni séu ómissandi hverju heimili. Einnig eigi lofgjörðarmynd um forsætisráðherratíð Davfðs Oddssonar sjálfsagt erindi inn í hverja DVD-hillu. ' Ekki veit ég hvort netverslun RÚV sé hugarfóstur nýja útvarpsstjórans sem löngum hefur þótt tiltækur í markaðsmálum, en greinilega ætíar RÚV sér að ná inn aukapening á ódýrri framleiðslu gamalla þátta sem áður hafa kætt landann í skylduáskriftinni að RÚV sem hefur verið mér þyrnir í augum í tugi ára. Á meðan Elko verðleggur stórar Hollywood-kvikmyndir (sem kost- uðu hundruð milljóna í framleiðslu) á þúsundkall ætíar RÚV sér að rukka þrefalt meira fyrir Stiklu-þætti Ómars Ragnarssonar. Hér skal ekki vegið að Ómari og hinum stór- skemmtilegu þáttum hans, en spurningin situr eftir; Hverjir munu kaupa Stundina okkar og Út og suð- skrifum þeirra og ég vona að vist- in hafi gert þá að betri mönnum. Þetta er, að ég held, fyrsta slíka ís- lenska bindindið sem er lýst í fjöl- miðlum. Ég vona svo innilega að þeir falli ekki, enda verður eflaust heljarinnar veisla á Kvíabryggju ef þeir ná að segja nei við freisting- una enda hafa allir fangamar lagt undir töluverða fjármuni hef ég heyrt. Því segi ég áfram strákar, ekki falla! Páll Magnusson brosir Lesandi furðarsig á þessari nýju, frjálsu skattheimtu. ur á þúsundir króna fyrir jólin og styrkja þannig þær rfkisstofnanir sem ekki fá nógan pening til rekst- urs síns? Listamaður í Ijósmyndun Maður dagsins Björg Magnea Tók mynd af ibúð Ruperts I Murdoch um daginn. f í nýjasta tölublaði Popular Photography er að finna stóra grein um Björg Magneu, sem starfar sem ljósmyndari í New York. í greininni lýsir hún nokkmm aðferðum sem hún notar til að ná smáatriðunum fram í ljósmyndun húsa en af myndunum að dæma sýnir Björg stórkostlega hæfileika i ljósmynd- un bygginga og húsnæðis. „Eg held að þetta sé erfiðasta ljósmyndun sem maður kemst í,“ segir Björg sem hefur verið í New York í 18 ár. „Hver staður er svo einstakur og maður veit aldrei hveiju maður á von á. Það er það sem mér finnst svo skemmtilegt enda er maður aldrei fastur inni í heitu stúdíói að mynda. Maður verður að byrja á því að skoða hús- næðið vandlega þar sem þetta eru ótal form, línur og horn sem þurfa að líta smekklega út á mynd. Það getur til dæmis munað heilmiklu að færa myndavélina nokkur fet til hægri eða vinstri - þannig næst kannski allt önnur mynd." Björg Magnea tekur allra mest myndir fyrir byggingameistara sem sérhæfir sig í byggingum ríka fólks- ins. „Maður fer reyndar á milli þess að taka myndir af lúxushótelum þar sem nóttin kostar um milljón á nótt til þess að taka myndir af fang- elsum. Maður sér sko hvernig ríka fólkið býr. Til dæmis tók ég myndir af íbúðinni hans Ruperts Murdoch hérna í Soho-hverfinu um daginn. Þar var hvergi sparað til að gera hana sem flottasta enda ekki hægt „Ég held að petta sé erfíðasta fjósmyndun sem maður kemst L" að reikna með öðru frá manni sem á annan hvern fjölmiðil í heimin- um,“ segir Björg kímin. „Maður auglýsir ekkert í þess- um bransa. Þétta er allt í gegnum einhverja kúnna sem mælt hafa með manni," segir Björg sem telur ólíklegt að hún flytjist búferlum til íslands á næstunni. „Á meðan það er nóg að gera er ég ánægð hérna."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.