Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2005, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 DV Fréttir Öryggi dýranna mikilvægt yfir jólin Nú þegar jólahátíðin er að ganga í garð er mikilvægt að gleyma ekki öryggi gæludýrsins á heimil- inu. Hérna eru nokkur góð ráð til að tryggja velferð málleysingj- anna. 1. Límið eða festið niður raf- magnssnúrur til þess að dýrin fari sér ekki að voða við að naga þær. 2. Tryggið það að jólatréð sé stöðugt ef dýrinu skyldi detta í hug að klífa það eða nota það til að skerpa klærnar. Gætið líka að því hvað þið setjið neðst á tréð þar sem dýrið getur náð til. 3. Ef mikið er um veisluhöld er best að finna dýrinu einhvern rólegan stað þar sem það getur haft athvarf. 4. Biðjið gesti um að sýna aðgát þegar hurðar eru opnaðar og lokað- ar. Gætið þess að dýrið sé merkt ef það skyldi sleppa út. 5. Meltingarkerfi dýra eru mjög ólík meltingakerfum manna. Það er freistandi að deila kræsingunum með dýrunum en þá verður að Bergljót Davíðsdóttir skrifar um dýrin sin og annarra á þriðjudögum IDV. passa að það sé gert í hófi. Súkkulaði í miklu magni getur t.d. verið þeim mjög varasamt. 6. Mistilteinn og aðrar jólaplöntur eru eitur fyrir dýr. Einnig geta greninálar stungið gat á meltingar- veg dýra ef þeim er kyngt og því skal varinn hafður á. Gott er að nota sértilgerða úða til að fæla dýrin frá. Gæludýrabúr 50% afsláttur Öll fugla, hunda, nagdýra, katta- og fiskabúr með 50% afslætti. Allar aðrar vörur með 30% afslætti. Full búð af nýjum vörum. Tokyo gæludýravörur opið: Hjallahrauni 4 mán. til fös. 10-18 Hafnarfirði Lau. 10-16 s. 565-8444 Sun. 12-16 Tjörvi Einarsson rekur verslunina Furðufugla og fylgifiska sem er með sex-útibú víðsvegar um land. - Hann er mikill áhugamaður um bæði fugla og fiska en fuglaáhuginn kviknaði fyrir fjórum árum þegar börnin hans fundu þrastarunga sem þau tóku með sér heim. Gæludýr mikilvæg í nútímasamfélagi „Sumir fuglanna eru með gáfur á við fimm ára bam en hegðun á við tveggja ára og því er ljóst að þeir þurfa mikla örvun og mikinn aga," segir Tjörvi Einarsson fuglaáhugamaður og eigandi gæludýraverslunarinnar Furðurfuglar og fylgisfiskar. Tjörvi segir áhuga sinn á fuglum hafa vaknað fyrir fjórum árum en þá fundu hann og böm hans h'tinn þrastarunga sem þarfnaðist umhyggju. Fjölskyldan annaðist ungann í sameiningu en hann reyndist þó of veikburða til að lifa af. Af þessum atburði spratt þó áhugi Fuglar eru kjörin fjöl- skyldugæludýr, þeir eru yfirleitt barnvænir þó það sé reyndar mis- munandi á milli teg- unda. hans og alls á fjölskyldan níu fugla í dag. Tjörvi segir þá félagslynda og kjörin gæludýr fyrir þá sem geta einbeitt sér að þeim. Hann segir firglana einnig jafiiast á við lyf fyrir þá sem hafa átt við veik- indi að stríða, bæði líkamleg og and- lega, því þeir séu svo góður og skemmtilegur félagsskapur. Stuðlar að aukinni fræðslu „Stórir fuglar lifa í fjölda ára og til dæmis geta ampáfar náð allt að hund- rað ára aldri," segir Tjörvi, sem er mjög hugað um að fólk sé sé meðvitað um þá ábyrgð sem fylgir fuglunum. Hann hefur stóraukið fræðslu og um- ræðu hérlendis og á vefsíðu hans og verslunarinnar er fjöldinn allur af upplýsingum. Gárar heppileg- astir fyrir ung börn Tjörvi telur gælu- dýr vera mjög miki]- væg í nútímasamfélagi þar sem fólk er mikið til komið úr tengslum við náttúruna. „Dýrin koma með tilbreyt- ingu inn í þetta stein- gráa líf sem við lifum," segir hann. „Þau geta gefið manni svo margt." Skemmtileg gæludýr Tjörviá sjö fugla og segirþá alla hafa einstakan karakter hjarta höfuðborgi frá og með 18. nóvember Hannað af dönskum og íslenskum kokki Verð aðeins kr 3.900 - á mann. Bjóðum uppá sali lyrir stóra og litla hópa. ;í Munið okkar margrómuðu ökötuveislu 23. deæmber • m.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.