Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2005, Blaðsíða 10
J 0 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005
Fréttir DV
Guðrún þykir mjög skemmti-
leg, hugmyndarik og greind
kona. Hún er traustur og dríf-
andi vinur og þykir skrifa
skemmtilegar bækur.
Guðrún er feimin og á erfitt
með að segja nei.
„Það er ekkert nema gott
hægt að segja um þessa
konu. Hún er afar stolt og
er með góða heilastarf-
semi, hún ereitursnjöll
manneskja og flink i alla staði.
Hún er svolítið feimin efhægt er
að flokka feimni sem galla.
Reyndar finnst mér feimni flokk-
ast undir mannkosti, finnst það
yfirleitt vera vottur um gott
fólk."
Snæbjörn Arngrímsson
hjá bókaútgáfunni Bjarti.
„Helsti kostur hennar er
hvað hún ergasalega
skemmtileg. Ifáum orð-
um er hún blíð og Ijúf,
góð og greind. Svo er
hún traustur og dr/fandi vinur,
fólk þarfoft á slíkum vinum að
halda. Helsti galli hennar er
hvað hún eryndisleg og ég vildi
gjarnan vera meira eins og
hún."
GuÖrún Vilmundardóttir, kynningar-
stjóri Borgarleikhússins.
„Fyrst og fremst er hún
svo skemmtileg og and-
rík, hana skortir aldrei
hugmyndir. Guðrún Eva
er frábær fyrirmynd og
skrifar ofboðslega skemmtileg-
ar bækur. Hún er umhyggjusöm
og sýnir manni einlægan
áhuga. Hún er falleg og góð sál
og eini gallinn sem ég get nefnt
erað sökum góðmennsku á
hún stundum erfitt með að
segja nei, samt án þess að vera
undirlægja. Vinátta okkar bygg-
ir á gæðum en ekki magni þvi
ég sé hana alltof sjaldan."
Guðriður Haraldsdóttir, blaðamaður
Vikunnar.
Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur er
fædd 17. mars 1976. Hún stundaði nám í
heimspeki við Háskóla íslands. Guðrún hef-
urgefið út nokkrar skáldsögur og Ijóða-
bækur. Áriö 2000 fékk bók hennar, Fyrirlest-
ur um hamingjuna, tilnefningu til íslensku
bókmenntaverðlaunanna. Bókin Albúm
fékk mikla athygli þegar hún kom út árið
2002 og nýverið kom út skáldsagan Yosoy
sem einnig hefur vakið mikla athygli gagn-
rýnenda.
Vestfirðir í
Perlunni
Áhugi mun nú vera fyrir
því á Vestfjörðum að efna
til stórrar kynningar á
fjórðungnum í Perlunni í
maí á næsta ári. Að því er
segir á strandir.is yrði þessi
Vestfjarðasýning í anda
sýningarinnar Perlan Vest-
firðir sem haldin var árið
2002. „Atvinnuþróunarfé-
lag Vestíjarða er nú að gera
könnun á áhuga meðal at-
vinnufyrirtækja á slíkri
stórsýningu," segir á
strandir.is. Meðal annars er
ætlunin að hvetja til ferða-
laga um fjórðunginn og til
fjárfestinga þar.
Blaðamaður norska blaðsins Dagbladet, Alexander Urrang Hauge, var á íslandi
á dögunum og skrifaði í kjölfarið grein um íslenskt næturlíf. Hann var í slag-
togi með fimm stelpum sem skemmtu sér konunglega fram undir morgun.
„Til fjandans með þessa grein. Komdu frekar að skemmta þér
með okkur.“ Þetta segir Mæja, ein af íslensku stelpunum sem fóru
út að skemmta sér með norska blaðamanninum Alexander
Urrang Hauge á dögunum. Hauge lýsir upplifun sinni af íslensku
næturlífi í grein í hinu norska Dagbladet og er það ekki glæsileg
mynd. Hér á eftir er greinin í íslenskri þýðingu.
Mæja er með rauðan varalit, í pels
og sömu hárgreiðslu og Olivia
Newton-John var með í Grease.
Klukkan er 01.28. Kvöldið byijaði fyr-
ir sex drykkjum, tveimur bjórum og
þrettán Kent-sfgarettum síðan. Það
er stutt þar til veislan springur. Ein-
hverjir héldu að næturlíflð í Reykjavík
væri farið að róast.
Baltasar seinn
Það er föstudagur og klukkan er
korter yfir fjögur í Reykjavfk á fslandi.
ískaldur vindur nístir í gegnum merg
og bein. Við sitjum á hinum itæga bar
Kaffibamum og bíðum eftir Baltasar
Kormáki, leikstjóra myndarinnar 101
Reykjavík. Baltasar er seinn. Af þrett-
án gestum em fimm með fartölvur
við hliðina á kaffibollanum. Við hlið-
ina á okkur sitja tvær stúlkur. Þær
borða Twix-súkkulaði og reykja Marl-
boro Lights. Á borðinu liggur nýjasta
tölublað Dazed. í hátölurunum ómar
Sultans of Swing með Dire Straits.
Það er að koma helgi. Nú er Baltasar
kominn. Hann er með þriggja daga
skegg og síma sem hringir látlaust.
„Þetta er engin bóla. Goðsögnin
er raunveruleg," segir Baltasar.
Heimsborgin Reykjavík
Hann er nýbúinn með sína síð-
ustu mynd. Nú fer hann að byrja á
þeirri næstu. Þar á eftir ætlar hann að
búa til gamanmynd. En fyrst ætíar
hann að setja upp Pétur Gaut í ís-
lenska Þjóðleikhúsinu. Ekki slæmt af
fimm bama föður.
„Næturlífið í Osló er ekki ólíkt því
sem við höfum hér. Héma er allt bara
minna. Fólk dvelur á meðal þeirra
sem það þekkir burtséð hvort það er í
Los Angeles, New York eða London.
Þetta birtist líka hér en nálægðin er
meiri,“ segir Baltasar.
Island og Reykjavík fengu stimpil
sem heimsborg þegar mynd
Baltasars 101 Reykjavlk kom út árið
2000.
Af hverju heldur þú að Norður-
landabúum líki skemmtanalíBð hér?
„Þeir em hluti af sama brjálæð-
inu. Þeir þekkja umhverfið," svaraði
Baltasar.
Fyrir nokkrum ámm síðan var ís-
land í öllum tímaritum og dagblöð-
um. Það vom ekki eldfjöll og íslensk-
ir hestar sem kölluðu á þá umijöllun.
Það var tónlist, klæðskerasaumuð föt
og næturlíf sem heimurinn hafði ekki
séð áður. Verslanir með íslenskri
fatahönnun, listagallerí og flottir bar-
ir spmttu upp eins og gorkúlur. I kjöl-
farið komu Prada-, Armani- og
Gucci-verslanimar. Gleymdu New
York, Róm eða Stokkhólmi.
Madonna, Blur, Nick Cave, Quentin
Tarantino og Harrison Ford tóku ást-
fóstri við bæinn. Enginn annar staður
var jafn vinsæll og Reykjavík. Síðan
varð allt hljótt.
Uppgangurinn hættir ekki
„Allir héldu að uppgangurinn
myndi hætta en það gerist ekki.
Menningin og næturlífið lifa sínu
eigin lífi. Þau ganga sjálf. Það er
dæmigert fyrir blaðamenn að rífa
niður eitthvað sem gengur vel og
þeir hafa sjálfir átt þátt í að búa til.
Þegar ég var ungur var allt dautt hér.
Þá var ástandið allt öðmvísi. Síðan
breyttíst allt og 101 Reykjavík hjálp-
aði ömgglega til,“ segir Baltasar.
Nú þarf Baltasar að fara að sækja
börnin á leikskóla. Það em margir
tímar þar til eitthvað gerist í Reykja-
vík. Veislan byijar í heimahúsum.
Allar tvítugar
Við emm komin til baka á Kaffi-
barinn. Klukkan er 23.00. Það er
búið að skipta fartölvum og kaffi-
bollum út fyrir drykki og
uppáklædda viðskiptavini. Við
emm búnir að hengja okkur utan á
vinahóp. Við emm búnir að vera í
upphitun í partíi í heimahúsi. Stelp-
umar drukku vodka hratt og ömgg-
lega og sögðu okkur allt um fræga
fólkið, strákana og skemmtunina
um síðustu helgi og helgina þar á
undan. í kringum borðið sitja Mar-
ía, Maren, Margrét, Magga, Sólveig
og Birna. Þær em allar tvítugar.
„Við ætíum bara að fá okkur
nokkra drykki hér áður en við fömm
á 22 að hitta nokkra stráka,“ segir
Magga. Fólk lítur upp þegar stelp-
urnar yfirgefa Kaffibarinn. Ásamt
Kaffibarnum er það nánast skylda
að kíkja á 22 á hinu víðffæga pöbba-
rölti í Reykjavík. Þetta er lognið á
undan storminum.
Komúnistaríkið ísland
Á 22 lokkar raftónlistarsveitin
Gus Gus gesti staðarins út á dans-
gólfið án mikilla erfiðleika. í miðju
öngþveitinu ber Englendingurinn
Dave fram drykki. Hann er frá
Manchester og er búinn að bíða eft-
ir stelpunum. Hann hannar föt og
ætíar að dvelja á íslandi í mánuð
Þung augnlok,
óstöðugir fætur og
farðisem varfarinn
út og suður virðist
hafa gufað upp eins
og dögg fyrir sólu á
klósettinu.
ásamt nokkrum vinnufélögum til að
sækja sér innblástur. Dave er skráð-
ur inn á hið flotta og rándýra 101
Hótel. Hann er ekkert sérlega hrif-
inn af Reykjavík.
„Þetta lítur út fyrir að vera
kommúnistaríki. Það er allt flatt og
lyktar af fiski. Það gerist ekkert í
miðri viku en þegar dregur nær
helgi verður allt vitíaust," segir
Dave.
Dömurnar fallegri í Köben
Upphandleggimir á Dave em
eins og trjástofnar, hann er með
tröllalokka undir höfuðfatinu og
það er ekki venjulegt tóbak í síga-
rettunni hjá honum.
„Dömurnar em miklu fallegri í
Kaupmannahöfn. Hérna em þær
flottari og uppteknari af tískunni. Ég
er hrifinn af þeim. Reykjavík mun
ekki gera annað en stækka og verður
risastór á endanum," segir Dave.
Frískandi klósettferð
Klukkan er 02.43. Hver slagarinn
á fætur öðmm glymur í liljóðkerf-
inu. Það hefur ekki verið dauður
tími og fólkið streymir inn og út um
dymar. Það liggur haugur af Redbull
og Jagermeister á borðinu. Ösku-
bakkamir em fullir. Stelpumar eiga
nóg með að halda sér á löppunum.
Grein um ísland í norska Dagbladet