Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2005, Blaðsíða 39
DV Síðast en ekki síst ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 39 Spurning dag Ertu búin/n að skreyta fyrirjólin? Nokkrum dögum fyrirjól „Nei, ég er ekki búinn að því.Ætliþað verðiekki gert nokkrum dögum fyrir jól eins og vanalega. Þórarinn Harðarsson verkfræðingur. „Nei, endaerþað ekki i mínum verkahring á heimilinu." Birgir Grétars- son nemi. „Ekki ennþá, fer i það á miðviku- daginn þegar ég klára próf- in." Eiður Örn Þórsson skrúðgarð- yrkjusveinn. „Já, að hluta til. Ég klára það næstu helgi." Ingibjörg B.K. Hjartardóttir. „Já, ég gerði það í byrj- un desember" Anna Víglunds- dóttir ellilífeyr- isþegi. Nú styttist óðum í jólin en sumir eru fyrr í því en aðrir að skreyta heimilin. Margir byrja í byrjun desember en aðrirfáeinum dögum fyrir aðfangadag. Staksteinaótt Engum dylst að Samfylkingin á undir högg að sækja um þessar mundir og nær ekki þeim ár- angri í skoðanakönnunum, sem að hefur verið stefnt. Þegar leitað er skýringa, er meðal annars nefnt, að flokkurinn logi í inhbyrðis deilum og ágreiningi, þannig sé þingflokkurinn til dæmis þri- klofinn og þær tali lítið sem ekkert saman Margrét Frimannsdótt- ir þingflokksformaður og Ingibjörg Sólxún Gisladóttir flokksformaður. INGIBJÖRGU SÓLRÚNU SKORTIR ÞEKKINGU Nú hafa forystumenn Samfylking- arinnar komist að þeirri niður- stöðu, að upphaf alls vanda flokks þeirra og flokksfor- manns sé að finna í Staksteín- um Morgunblaðsins. [...] Morgunblaðið hefur reynt að halda uppi samræðum við Ingi- björgu Sólrúnu um áhrif stórra við- skiptasamsteypna á íslenzkt þjóðlíf. (í samræmi við óskir hennar um samræðustjórn- mál). Það þýðir ekki neitt. Viðbrögðin eru ekki sam- ræður heldur svívirðingar. Morgunblaðið hefur reynt að halda uppi samræðum við Ingi- björgu Sólrúnu um sögu verkalýðs- hreyfingarinnar og jaihaðarstefn- unnar á íslandi á 20. öldinni. Það þýðir heldur ekki neitt. Hana skortir þekkingu. Og þar að auki ætlast hún til að njóta sérstöðu. Það sem snýr að öðrum á ekki að snúa að henni. Það eru ekki Staksteinar, sem minnka fylgi Samfylkingar- innar í öllum skoðanakönn- unum. Það er fólkið í landinu sem talar. HRESSILEGIR STAK- STEINAR í STÍL BJÖRNS SJÁLFS Til að útmála Stak- steina enn frekar >em óalandi og óferjandi greip Kristján L Móller, þingmaður Samfylkingar- innar, til þess ráðs að and- mæla þvi, sem skrifað hafði verið í dálkinn um Monakó- ferð forsetahj ónanna. Þingmaður- inn sagði Staksteina hafa ráðist á forseta íslands á „ruddalegan" hátt og þau skrif hafi verið hin ,,subbulegustu“. í mörg ár kom það í minn hlut að skrifa Staksteina og ég fagna þvi, að dálkurinn skuli á ný vera orðinn vettvangur, þar sem tekið er á málefnum líðandi stund- ar frá sjónarhóli höfúndar, en ekki látið nægja að endur- birta þar tilvitnanir. Stak- steinar hafa gengið í end- urnýjun lífdaga á þann veg, að eftir er tekið og þeir veita Morgunblaðinu hressi- legan blæ. Blaðið breytist að sjálf- sögðu ekki í flokksblað, þótt það segi skoðun sína á mönnum og málefnum á afgerandi hátt. Ég er viss um, að ekki séu all- ir sjálfstæðismenn alltaf ánægðir með það, sem í Stak- steinum stendur, eins og til dæmis þegar (28. nóvember) ýtt er undir framboð Dags B. Eggeris- sonar, óháðs borgarfulltrúa, í próf- kjöri Samfylkingarinnar og látið með hann eins og þar sé að finna hinn frelsandi engil flokksins, sem geti bæði skákað Stefáni, Jóni Hafstein i og Steinunni l Valdísi Óskars-1 dóttur auk þessj að verða Sjálf- stæðisflokkn- um hættulegri en þau. Björn Bjarnason dómsmálaráöherra ritar á bjorn.is Fátt er jafn hátíðlegt og íslenskar tískusýningar. Gamlir karlar bíða þeirra með sömu eftirvæntingu og þegar þeir flettu ungir á kanaárunum blöðum með litmyndum af nýju bandarísku bflamódelunum sem ætluðu aldrei að koma til landsins. Munur- inn er sá að stofan þeirra núna er hlýlegri eni kytran áður með herraskápnum. Því miður er körlunum aldrei boðið á tískusýningar, síst ef' þeir höfðu aldrei efni á nýja Fordmódelinu. Fyrst þannig er háttað hafa örlög þeirra orðið þau að horfa bara út um glugga á drossíur hinna og glerfín tískumódel á skjánum. En hvflík tíska! Hún slær sífellt eigið met með stúlkum sem apa ekkert upp eftir erlendum fyrirsætum. Á andlitum þeirra er þvflflcur eggjandi lunti að halda mætti að þær hafi verið reknar frá blandi í poka til að lalla á borðum sem dúkar hafa verið dregnir af og þeim raðað í lengju í staðinn fyrir sýningar- pall. Vegna óstöðugleikans eru módelin hrædd við að hálsbrjóta sig. Stúlk- urnar lufsast áfram en svipurinn segir: „Við erum sætar." Stansi þær andartak í „sveiflu" virð- ast þær ætla að leysa vind. Munnarnir slapir. Andlitin gufuleg. í rauninni vissu þær að gráðugu karl- amir myndu góna á skjáinn og vildu því ekki fara í showið en létu undan mömmu. Karlarnir éta með augunum hinar saklausu meyjar sem langar að reka tunguna framan í tilveru þeirra og typpin. Þrátt fyrir æsku er deigið samt komið, fyrirboði lopans sem karlarnir þrá. Þær em ólíkar stæltu útlendu sýningarstúlkunum með skrokka sem virðast segja við hvert skref það sama og heilagur Kristur: „Snertið mig ekki!‘‘ og stmnsa áfram upphafnar í ójarð- bundinni fegurð. Aftur á móti em þær íslensku heimilislegar og dressið þeirra hvorki sniðið né saumað úr dýru líni. Þar er alltaf að finna þjóðlegt punt: belti úr roði, tennur úr steinbíti við nafl- ann, lfld netadræsu um hálsinn. En til að full- komna showið ætti að stíga fram í lokin og syngja og spila á Laxnessgítar gljáfægða velgreidda pen- ingagoðið, þekkt undir tignarheitinu Tengdason- ur Guðrúnar Helga. jallari Guðbergur Bergsson AWRK taktu mark á sérfræðingum Gott úrval gæðatækja og góð þjónusta • ÞREKHJÓL • FJÖLÞJÁLFAR • HLAUPABÖND • RÓÐRAVÉLAR • TRAMPÓLÍN • MAGAÞJÁLFAR 25ARA ÆFINGASETT BEKKIR • LOÐ • DYNUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.